Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 4
4 FJARÐARPÓSTURINN Útgefandi:FJARÐARPÓSTURINN hf. Bæjarhraun 16, 220Hafnar- fjörður. Símar, ritstjóm 565 1945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835. Framkvæmdastjóri: Óli Jón Ólason, ritstjóri: Friðrik Indriðason hs.555-2355, íþróttir og heilsa: Björn Pétursson, innheimta og dreifing: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Borgarprent. Fjarðarpósturinn er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða Grunnskólinn Eins og kunnugt er þá munu sveitafélögin taka við rekstri grunnskólanna. Lögð hefur verið mikil vinna í undirbúninginn og allir virðast vilja vanda vel til verksins. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skipuðu sérstaka nefnd í kjölfar aðalfundar samtakanna 7. októ- ber s.l. I nefndinni eiga sæti fulltrúar allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Nefndin hefur nú skilað áfanga- skýrslu og stefnt er að því að halda málþing 10. febrú- ar n.k. þar sem efni skýrslunnar verður rætt og farið betur yfir stöðu hinna einstöku málaflokka. Þó að nefndin sé búin að skila þessari áfangaskýrslu til skoðunar og umfjöllunar innan hinna einstöku sveit- arfélaga, þá er mikil vinna eftir og vinna við hina ýmsu málaflokka mislangt á veg komin og ekki eru neinar endanlegar tillögur í þessari áfangaskýrslu. Af helstu niðurstöðum í vinnu nefndarinnar má nefna að lagt er til að sveitarfélögin komi sér saman um sam- eiginlegan rekstur, stjórnun og skipulag móttökudeilda fyrir nýbúa á grunnskólaaldri. Bent er á að það sé ríkið sem ákvarði um hve margir útlendingar setjist hér að og því hljóti ríkið að verða að taka þátt í kostnaði við fræðslu þeirra. Talið er að talsvert hagræði geti skapast með sam- vinnu ^við nýja kennslugagnamiðstöð við Kennarahá- skóla Islands, sem fyrirhugað er að reisa . í náms- og fagstjóm er bent á tvær leiðir, annars veg- ar að sveitarfélögin annist þessa þjónustu sjálf og hins vegar að á höfuðborgarsvæðinu verði starfrækt ein skólaþróunardeild. Bent er á í skýrslunni ýmsa kosti og galla þessara leiða. Nefndin leggur áherslu á að núverandi skipulag í kennslu í sérskólum og sérdeildum á vegum ríkisins verði óbreytt, fyrstum sinn og vistun nemenda verði metin á faglegum forsemdum og að aðgengi nemenda alls staðar af landinu verði tryggt. Það er ánægjulegt til þess að vita til þess að allir virð- ast stefna að því marki að þessar fyrirhuguðu rekrstra- breytingar á gmnnskólunum verði skólastarfinu til framdráttar og sveitarfélögin virðast sjá kosti þess að vinna saman að þeim málum sem hægt er að standa saman að og eiga bæði að getað sparað þeim peninga og veitt skólunum betri þjónustu. Hinu ber ekki að leyna að kennarar virðast nokkuð uggandi um sinn hag og finnst þeim mörgum að þeir hafi ekki fengið nóg til málanna að leggja. Það sama má segja um marga áhugasama foreldra, sem finnst að ekki hafi verið tekið nægjanlega tillit til þeirra skoðana og óska. Nú eftir það málþing sem sveitarfélögin ætla að halda í febrúar og þar sem þau finna vonandi sameig- inlega stefnu, þá er tími til kominn að farið verði að vinna með foreldrum og kynna þeim málið. Þeir eiga rétt á því og það getur eytt óþarfa ugg þeirra um hag bama sinna. Foreldramir vita hvað þeir hafa og vilja fá að vita hvað þeir eiga að fá. Óli Jón Ólason Leggja þarf áherslu á hin góðu gildi -eftir Ómar Smára Ármansson bæjarfulltrúa Ofbeldi er að aukast í nágranna- löndum okkar og víðast hvar annars staðar í heiminum. í Bretlandi og í Bandaríkjunum er eitt helsta baráttu- mál stjórnvalda að spyma gegn af- brotum og glæpum. Ofbeldi á meðal bama og unglinga í Bretlandi er sums staðar orðið ógnvænlegt samfara stórauknu atvinnuieysi ungs fólks. Hugarfar og viðhorf þess hefur breyst mjög til hins verra. Forsætis- ráðherra Bretlands hefur talað um nauðsyn þess að hverfa aftur til hinna gömlu góðu gilda, þar sem fjölskyld- an er homsteinn heilbrigðs samfé- lags. I Bandaríkjunum hefur verið rætt um að setja þjóðvarðliðið út á götu höfuðborgarinnar til þess að halda þar uppi lögum og reglu. Morðalda gengur yfir Afríku. I Mið- Evrópu fer ástand mála hríðversn- andi og sumstaðar í Austur-Evrópu berjast glæpaklikumar um auð og völd, með algjöru miskunnarleysi gagnvart almenningi. í Svíþjóð hefur afbrotum og ofbeldi, sérstaklega meðal ungs fólks, þar sem vopn koma við sögu, aukist um nokkur hundruð prósent á nokkrum misser- um. Það er mat fróðra manna að sum lönd eigi ekki lengur neitt val- það eigum við íslendingar hins vegar. En það er undir okkur komið hver áhrif breytinganna erlendis verða hér á landi á næstu árum. Það skiptir máli að við höfum burði til að standa sam- an og getum haft áhrif á hvernig mót- un unga fólksins - fullorðna framtíð- arinnar- verður. Ymislegt bendir til þess að hér á landi haft þrátt fyrir allt orðið jákvæð þróun á vissum sviðum undanfarin ár, en ástæða er þó til að fólk haldi vöku sinni því blikur eru á lofti á sumum öðrum sviðum. Reynslan hefur sýnt að oft má lítið út af bregða til að ástand mála breytist skyndilega til hins verra. Þegar á slíkt reynir, skiptir máli hvemig stað- ið hefur verið að mótun og undirbún- ingi samfélagsins í heild sinni. Fjölmargir hafa varað við hinni neikvæðu þróun, en allt of margir hafa ekki viljað sjá hvað er að, að því er best verður séð. Of margir, sem raunverulega eiga að marka stefnuna, ákvarða takmarkanir og ganga eiga á undan með góðu fordæmi, hafa ekki staðið sig sem skyldi - því miður. Þeir hinir sömu hafa þó stigið á stokk við hátíðleg tækifæri, farið fögrum orðum um nauðsyn aðgerða og stefnubreytingar, gefið fögur fyrir- heit og jafnvel lofað auknu fé til þeirra, sem ætlað er að standa í bar- áttunni, en síðan segir fátt af einum - með örfáum undantekningum þó. Virða ber þau fáu og því jákvæða, sem þeir hafa komið til leiðar. En í heildina hefur of lítið raunverulega gengið eftir og m.a. þess vegna hefur þróun hinna neikvæðari mála að hluta orðið sem raun ber vitni. Engin opinber stefna er t.d. til í vímuvörn- um eða afbrotavömum. Þó hallað hafi á verri veg í sumu hér á landi síðustu árin er hallinn í þeim efnum þó enn umtalsvert minni en víðast hvar annars staðar í hinum vestræna heimi og jafnvel víðar. Þó fólk hafi víða gefist upp og haft ekki lengur trú á að hægt sé að snúa hinni neikvæðu þróun til betri vegar eru möguleikar okkar enn miklir. Við Is- lendingar erum ein, samhent og fá- menn þjóð í litlu, tiltölulega einangr- uðu landi, við eigum merkan sameig- inlegan menningararf, tengjumst meira og minna skyldleikaböndum og tölum eitt og hið sama tungumál. Hvaða aðstæður er hægt að hugsa sér betri til að hafa jákvæð áhrif á gang og þróun eigin mála, hverju nafni sem þau nefnast? Lavine, yfirmaðw fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Florida til 25 ára, sagði að fenginni reynslu að barátt- an við eiturlyfjabölið myndi ekki vinnast með stríði á milli lögreglu og eyturlyfja- salanna Hin gömlu góðu gildi má enn ftnna sem viðmiðun hjá flestum í samfélagi okkar þó svo það hafi tek- ið verulegum breytingum á síðustu áratugum. Þær breytingar hafa óneit- anlega áhrif á flesta - sérstaklega á unga fólkið. Allt sem það sér, heyrir og skynjar í uppvextinum hefur áhrif til lengri tíma. Við - hin eldri - skynj- um ekki breytinguna frá degi til dags, viku frá viku eða mánuði frá mánuði. Hún verður samt sem áður. Hér áður fyrr var unga fólkið alið upp með hliðsjón af hinum góðu gildum - nú tekur það nokkum tíma fyrir þá eldri að uppgötva hver þessi gildi eru í raun og veru. Vímuefnaneyslan er þar engin undantekning. Eftirlátssemi á sviði vímuefna og aðhalds hefur víða einkennt afstöðu allt of margra fullorðinna undanfarin ár. Reynslan hefur sýnt að það er ekki að ástæðulausu sem hinir fram- sýnu hafa verið að vara við nei- kvæðri þróun þeirra rnála í gegnum tíðina. Við þá er ekki að sakast í þeim efnum. Full ástæða er og að vara við öliu eftirgjafatali á sviði vímuefna og hvetja hina sömu til að vera á varð- bergi í þeim málum á næstu árum. Aukið frelsi þarf ekki alltaf að fela í sér aukið frjálsræði. Það getur ekki síður leitt til aukins hömluleysis, eins og reynslan hefur sýnt og sannað. Þá er verr af stað farið en heima setið. Lavine, yfirmaður fíkniefnadeild- ar lögreglunnar í Florida til 25 ára, sagði að fenginni reynslu að baráttan við eiturlyfjabölið myndi ekki vinn- ast með stríði á milli lögreglu og eyt- urlyfjasalanna. A meðan einhver hef- ur áhuga á að kaupa fíkniefni myndi einhver hafa áhuga á að selja þau. Eini raunhæfi möguleikinn væri fólginn í því að fólkið, ætlaðir neyt- endur, höfnuðu vörunni og upprættu þannig markaðinn. Þó ólíklegt væri að ætla að slíkt væri mögulegt miðað við stöðu mála nú orðið, þ.e. í Bandaríkjunum, væri það skoðun hans að því fleiri sem tækju þá af- stöðu fyrr en seinna myndi það auð- velda yfirvöldum í baráttunni gegn fíkniefnasölunum og styðja þannig við bakið á þeim sem aðhylltust heil- brieðar skoðanir í þessum málum. Við bjóðum æfingar í tækjasal eftir leiðsögn sjúkraþjálfara. Tækjasalurinn er opinn: Mán. - fimmtud. frá kl. 8 -19 Föstud. frá kl. 8-17 Laugard. frá kl. 10 -13 Nauðsynlegt er að panta fyrsta tímann. Mánaðarkort kostar kr. 3.500,- Bakskóli Bakleikfimi Leikfimi fyrir bamshafandi konur SflT Heilsurækt 7\ Sjúkraþjálfarans hf. Dalshrauni 15 Sími 555 - 4449

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.