Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 7
FJARÐARPÓSTURINN 7 Iþróttir '— ----——— — —...— ■ | ■ —=— — umsjón Björn Pétursson Ný líkmas- ræktarstöð, Technosport Nú nýverið var opnuð ný lík- amsræktarstöð við Bæjarliraun og ber hún nafnið Technosport. Fjarðarpósturinn fór á staðinn og tók tali eigendurna, þau Magnús Guðmundsson og Hrefnu Arna- dóttur. Þau ráku áður sólbaðs- stofuna Trimmsól á Revkjavíkur- veginum, en aðspurður sagði Magnús að sólbaðsstofurnar hafi verið orðnar það margar að þetta hafi verið spurningin um að hætta eða gera betur en hinir. Þau völdu seinni kostinn og reka nú eina fullkomnustu líkams- ræktarstöð landsins, en auk lík- amsræktar salsins eru þau með Ijósabekki, gufuböð og heitan pott. Salurinn sjálfur er um 160 fer- metrar og andrúmsloftið er mjög heimilislegt og notalegt. Mikið er lagt upp úr að fólki líði vel þegar það kemur á staðinn, og er til dæm- is lýsingin og loftræstingin mjög góð, þannig að loftið er alltaf hreint og ferskt. Tækin í salnum, sem heita Technogym og eru ítölsk, eru ein þau bestu sem á markaðinum eru í dag, og hafa mörg af stóru knatt- spyrnuliðunum úti í heimi gefið sinn stimpil á þau, til dæmis Arsenal. Af mörgum góðum tækj- um varð ég undirritaður hrifnastur af hlaupabrettunum. Þau eru mjög fullkominn og hafa fjölda prógrama sem hægt er að stilla á. Þau geta farið á allt að 30 km hraða og frá 45° halla niður í -5°, auk þess sem á þeim er þráðlaus púlsmælir sem stilltur er fyrir hvern einstakling. Brettin sýna hraðann sem hlaupið Þrekhjólunum er stillt upp við glugga, þannig að fólk getur notið útsýnis- ins á meðan það hjólar. Technogym hiaupabrettin sem greinarhöfundur var svo hriFinn af. er á, vegalengdina, hallann, púls- inn, hitaeiningarnar sem fjúka og hvar menn eru staddir í því prógra- mi sem brettið er stillt á. Að sögn Hrefnu eru tækin það góð að menn sem æfa í þeim þurfa ekki að vera í erobiki, tækin segja allt, sem segja þarf. Auk Hrefnu og Magnúsar eru lærðir íþróttakennarar á stöðinni, bæði á morgnanna og kvöldin, sem leiðbeina fólki við æfingarnar. Aðspurður sagði Magnús að við- tökurnar hafa verið mjög góðar og að mun fleiri hafi komið en þau Hrefna höfðu búist við. Technosport er opið frá klukkan sjö á morgnanna á virkum dögum og hafa margir mætt þá, á leið í vinnu. Annars er opið til kl 22 mánudaga - fimmtudaga og 20 föstudaga. Um helgar er opið frá 9 til 18 á laugar- dögum en 10 til 14 á sunnudögum. Bikarúr- slitaleik- ur um helgina Á sunnudaginn kemur, klukkan 16, leika Haukarnir til úrslita í bikarkeppni körfuknattleikssam- bandsins gegn IA í Laugardals- höllinni. Aðspurður sagði Jón Arnar, einn besti leikmaður þeirra, að þeir ætli „að taka þennan leik“ og annað kæmi ekki til greina. Þrátt fyrir að Haukar hafi staðið sig betur en IA í deildinni í vetur, væri þetta einungis einn leikur og allt getur gerst í einum leik. „Til að vinna svona leik verður margt að koma til og ekki síst stuðningur frá áhorfendum“. Þetta er í fjórða sinn sem Haukamir komast í úrslitaleik í bikamum og hafa þeir sigrað tvisvar þ.e. 1985 og 1986 en 1992 töpuðu þeir. Forsala á leikinn hefst á fimmtudag í Haukahúsinu við Flata- hraun, og á fimmtudag og föstudag verður forsalan einnig í Fjarðarkaup- um frá kl. 17-19. Á sunnudag verða fríar rútuferðir á leikinn og lagt verð- ur af stað frá Haukahúsinu og íþróttahúsinu við Strandgötu kl 14.30. Meistaraflokkur Hauka í Körfuknattleik BILLIARDSTOFA HAFNARFJARÐAR Trönuhraun 10, Sími 565-1277 Jpið virka daga kl. 16-23.30 Föstud-sunnud. kl. 14-23.30 Sælgæti, gos, samlokur og kaffi. Mót á hverjum sunnudegi Glæsilegasta billiardstofa landsins. Allt 12 feta borð. Stigamót BSSÍ sunnudaginn 28.1 kl. 12-16 NÝTT - NYTT Rýmir - fyrirferðalítill QyQái? plöntustandur 50 plöntur á hálfum fermeter! Wrnrfn Rýmir - er plöntustandur úr plasthúðuðu stáli og tekur 50 stk. af 8-1 Ocm blómapott- um sem fylgja standinum. Hæð1.20cm-breidd 50cm. Með notkun Rýmis er hægt að flytja 50 plöntur út/inn með einu handtaki. Uppl. í síma 564 2715 kl. 18:00 -22:00 mánud. - föstud. laugardaga 12:00 -16:00

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.