Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 6
6 FJARÐARPÓSTURINN hvað þessi mál varðar undanfarin misseri geta eftir sem áður komið upp einstök mál, sem fá ómælda at- hygli og taka þarf á. En reynslan hef- ur sýnt að þar sem foreldrar og full- trúar stofnana eru meðvitaðir um hlutverk sitt, bera hag sinna svæða fyrir brjósti og eru virkir þátttakend- ur í að byggja upp umhverfið í víð- tækum skilningi þess orðs, er ástand mála hvað best. Ef eitthvað miður æskilegt gerist á slíkum svæðum bregðast foreldrar undantekninga- laust vel við og eru samtaka um að Iaga það sem aflaga hefur farið og þar lætur árangurinn ekki á sér stan- da._ I ljósi þessa skiptir miklu máli að foreldrar haldi vöku sinni, viðhaldi og efli með sér samstöðu og sjái til þess að reglum verði fylgt. Reglurnar um útivistartíma takmarka t.d. ekki möguleika unglinganna til að vera annars staðar innan dyra en heima hjá sér að kvöld og næturlagi, svo framarlega sem þeir eru í því ástandi og við þær aðstæður, sem reglur segja til um og foreldrar geta sætt sig við. Þeir geta verið úti við í fylgd for- ráðamanna eða við heilbrigða íþrót- ta- og æskulýðsstarfsemi eftir að úti- vistartíma líkur. Hins vegar er ekki ætlast til að þau séu þá utan dyra upp á sitt einsdæmi. Þegar samstaða foreldra og góð samvinna við unglingana er til staðar njóta allir góðs af þegar upp er stað- ið. Vonandi munu sem flestir foreldr- ar hafa vilja til að taka þátt í jákvæð- um framgangi mála er varðar svo mjög heill bamanna. Velferð þeirra í framtíðinni kemur ekki einungis til með að byggjast á einstökum ákvörð- unum og aðgerðum stjómvalda og stofnana samfélagsins, heldur og ekki síður á afstöðu og ákvörðun ÁLFASKEIÐ - BÍLSKÚR. 2ja herbergja tæplega 57 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli ásamt bílskúr. Hagstæð greiðslukjör og ýmiss skipti, jafnvel bílinn upp í. / Ahv. byggingasj. ofl. 3,5 millj. ÁSBYRGI FASTEIGNASALA SUÐURLANDSBRAUT 54, REYKJAVÍK s: 568 2444 fax: 568 2446 Eldhúsinnréttingar Baðinnréttingar Fataskápar Gerum föst verðtilboð mnréttingar og húsgögn Flatahrauni 29 sími 555-2266 Sala - Siníði - Isetning. Setjum pústkerfi undir allar gerðir bifreiða. B. J. B. PÚSTÞJÓNUSTA Helluhrauni 6 S. 565-1090 & 565-0192 TÆKNI - TORG VIÐGERÐARÞJÓNUSTA-RÁÐGJÖF Bæjarhrauni 20 sími 896-9466/555-4747 Símkerfi, öryggiskerfi, lagnir og fleira Fonnit fypir heimili og fyrirtæki. VIÐGERÐIR Á STAÐNUM ÓDÝR OG GÓÐ ÞJÓNUSTA VÖRUBÍLASTÖÐ HAFNARFJARÐAR Önnumst öll jarðvegsskipti Gerum tilboð eða vinnum ítímavinnu ÚTVEGUIZIMOLD Vörubílar, kranabílar, vatnsbílar og gröfur MARGS HÁTTAR ÞJÓNUSTA VÖRUBÍLASTÖÐ HAFNARFJARÐAR, HELLUHRAUNI4, SÍMAR 555 0055 OG 565 4555 hvers foreldris fyrir sig. Því fleiri sem taka skynsamlega afstöðu í dag, því gæfulegri mun morgundagurinn verða. Foreldravaktin er ákjósanleg leið til þess að auka vitund foreldra um hlutverk sitt og skyldur - jafnframt sem hún gerir mörgum þeirra kleift að sjá með eigin augum hvemig að- stæður og ástand unglinganna eru á ákveðnum svæðum. Þá eru og aukn- ar líkur með tilkomu hennar til þess að hlutunum verði komið í það horf sem æskilegt megi telja fyrir alla að- ila, foreldrana bömin og yfirvöld. Það sem lítur að yfirvöldum er fyrst og fremst það að þau styðji við bakið á foreidrunum og reyni að koma til móts við þarfir unga fólks- ins innan ramma laganna. Þá þurfa Iögreglu- og félagsmálayfirvöld að reyna að koma málum þannig fyrir að þau séu þess umkomin að geta tekið á málum ungra afbrotamanna. Því fyrr sem unglingar eru stoppaðir af, tekið utan um þá og þeim sinnt markvisst í tiltekinn tíma og reynt verði með öllum ráðum að koma þeim inn á rétt spor aftur, því meiri líkur eru á að hægt verði að taka á málum þeirra þegar fram líða stundir - því færri afbrotamenn - því fleiri heilbrigðir einstaklingar - því minni skaði. Stór hluti allra afbrota og alls of- beldis sem lögreglan þarf að hafa af- skipti af, tengist vímuefnaneyslu með einum eða öðrum hætti. Ef og þegar tekst að koma á ákveðinni X y -.... V* M 555-2900 $ Sími VEITIIMGAHÚS LÆKJARGÖTU 30 PIZZUR HAMR0RGARAR STÓRSTEIKUR Bopðið á staðnum eða fáið sent heim. JANÚARTILB0Ð venju og breyttu viðhorfi foreldrana gagnvart vímuefnaneyslu barna sinna er mjög líklegt að aldursmörk þeirra unglinga, sem neyta áfengis, eigi eftir að hækka og afbrotum bama og unglinga eigi eftir að fækka. Þá kemur það að sjálfu sér að ýmis- iegt annað í fari unglinganna á eftir að færast til betri vegar frá því sem nú er. Þegar upp er staðið munu allir njóta góðs af því að tekið skuli vera á þessum málum. IJjarni Daníelsson og Erlendur Ingvaldsson á hinum nýja stað Lækjarpizza flytur í nýtt húsnæði við Lækjargötu Nú fyrir nokkru flutti Pizza- staðurinn, Lækjarpizza, sig frá Hverfisgötu 61 í Rafha húsið við Lækjargötu. Um leið varð nokkur breyting á rekstrinum, því hjónin Bjarni Dan- íelsson og Jóhanna Kristinsdóttir, komu inn í reksturinn með þeim hjónum Erlendi Ingvaldssyni og Fjólu Reynisdóttir, sem stofnuðu Lækjarpizzu fyrir rúmlega ári síð- an. Einnig varð sú breyting á að nú bjóða þau sæti í 25 manna sal og þau bjóða einnig fleiri rétti en áður, því nú er auk þeirra vinsælu pizzu hægt að fá hamborgara og franskar, margs konar steikur, heit- ar samlokur og fleiri ódýra skyn- dirétti. Þá stefna þau að því að bjóða upp á heita rétti í hádeginu. Eins og áður eru þau með heim- sendingarþjónustu og er nú hægt að fá fleira heimsent en pizzurnar. HAFNARFJÖRÐUR IÐNAÐARSVÆÐI í HELLNAHRAUNI nýtt deiliskipulaa ásamt skipulags- og byggingarskilmálum i samræmi viö 17. og 18 gr. skipulapslaaa nr. 31/1978 er hér auglýst til kynningar breytt aeiliskipuTag iðnaðarsvæöa í Hellnahrauni í Hafnarfirði ásamt breyttum skipulags- og bygg- ingarskilmálum. Nýtt deiliskipulag kemur í staö deiliskipulags sömu svæöa sem staðfest var af félagsmálaráðherra 10. desember 1986. Breytinaar eru geröar á aðkomu inn á svæðin, á gatna- og lóö- arskiputagi ásamt ýmsum atriöum í gerö iðnaðarbygginga, sem fyrirhupaöar eru á svæðinu. Tillaga þessi var samþykkt af bæjarstjórn Hafnarfjarðar 7. nóv- ember 1995 og skipuíagsstjórn ríkisins veitti heimild til auglýs- ingar 6. desember 1995. Tillapan ligpur frammi í afgreiöslu tæknideildar aö Strandgötu 6, priðju næö, frá 19. janúar til 23 febrúar 1996. Ábendinpum og athupasemdum skal skila skriflega til bæjar- stjórans í Hafnarfirði fyrir 8. mars 1996. Þeir sem ekki gera athupasemd við tillöguna teljast samþykkir henni. Breytingar pessar öðlast þó ekki gildi fyrr en að Aöalskipulagi Hafnarfjarðar verður breytt til samræmis. 8. janúar 1996 Bæjarstjóri Hafnarfjarðar Skipulagsstjóri ríkisins "5ÁfiBOK Sýningar Hafnarborg, sími 55MK)X0. Sýning Kaffe Fassett listsýning. Opið alla daga nema þriðjudaga. Kaffistofan opin 11-18 alla virka daga og 12 - 18 laugard. og sunnud. Listhús 39, sími 565 5570. Heilabrot, málverkasýning Þórdísar Amadóttur. Opið virka daga 10-18, laugard. 12- 18 og sunnud. 14-18. Við Hamarinn, sími 555 2440. Opið alla daga nema mánud. 14-18. Gistiheimilið Berg. Sýning Bjama Jónssonar og Astrid Ellingsen. Gallerí Kompa (Skemman) Hjörtur Guðmundsson sýnir glerlist. Fjarðarnesti. Himinn og Jörð, myndlistasýning Patróh. Skemmtun Veitingahúsið Tilveran, sími 565 5250. Opið 12-23 aila daga. Café Royale, sími 565 0123. Opið 11-01 virka daga og 12-03 um helgar. Fjörukráin - Fjörugarður, sími 565 1890. Opið til kl. 03 um helgina. Gafl-Inn, Kaffitería - Veislusalir, sími 555 4477. Opið mán-lau. 08-21, sun. 10-21. Pizza 67, sími 565 3939. Álfurinn, sími 565 3939. Súfistinn sími 565 3740. Opið 07:30 - 11:30 virka daga. Laugard. 10 - 01 og sunnud.12 - 01. A.Hansen sími 565 1130. Leikhús- matseðill Söfn Bókasafn Hafnarfjarðar, sími 565 2960. Opið mán.-föst. 10 - 21. Tón- listadeild, opin mán., mið., föst., 16 - 21. Póst-og símaminjasafnið, st'mi 555 4321. Opið þriðjud. og sunnud. 15 - 18. Byggðasafn Hafnarfjarðar, sími 555 4700. Bjami Sívertsens-hús er opið alla daga 13 - 17. Lokað mánudaga. Siggubær er opinn eftir beiðni. Sjóminjasafn íslands, sími 565 4242. Opið laugard. og sunnud. 13-17 eða eftir samkomulagi. Félagslíf Bæjarbíó, sími 5550184. „Hinn eini sanni Seppi“ Leikltúsið sími 555 0553. Hervör og Háðvör. Himnaríki. Sýning föstudag . og laugardag. Vitinn, sími 555 0404. Félagsmiðstöð unglinga Föstud. 19. jan. Skautaferð í Laugar- dal. Mánud. 22. jan., miðvikud. 24. jan og föstud. 26. jan. Kara- okekeppni Vitans Fundir AA Kaplahraun 1, sími 565 2353. Apótek Læknavakt Tyrir Hafnarfjörð og Álftanes er í síma 555 1328. Hafnarfjarðarapótek, sími 565 5550 er opið virka daga 9-19. Laugardaga 10 - 16 og annan hvem sunnudag 10 -14. Apótek Norðurbæjar, sími 555 3966 er opið mánud. - föstud. 9 -19. Laugard. 10-14 og annan hvem sun- nud. 10 -14.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.