Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 3
Nú stöndum við í Félagi bókagerðar- manna á krossgötum varðandi endur- og simenntun fyrir okkar félagsmenn og með hvaða hætti við tökum á okkar end- urmenntunarmálum i framtíðinni. I haust er við héldum upp á tíu ára afmæli Prenttæknistofnunar, virtist framtíðin brosa björt við okkur þar sem við værum með eina öflugustu endurmenntunar- stofnunina í samstarfi við Rafiðnaðar- skólann með rekstri Margmiðlunarskól- ans og vissum ekki betur en að þar með væri okkar framtíð tryggð til frambúðar. En fljótt skipast veður í lofti og það kom okkur vægast sagt í opna skjöldu er RSÍ sagði skólastjóra MMS Jóni Arna Rún- arssyni upp störfum vegna mikillar íjár- málaóreiðu í skólakerfi rafiðnaðar- manna. Eftir tveggja ára starfsemi Marg- miðlunarskólans þar sem aðsókn í upp- hafi var góð og stígandi og leiddi til stækkunar skólans um mitt árið 2001 kom gífurlegt bakslag í starfsemina um siðustu áramót, sem hefur orðið til þess að skólinn er nú í miklum vanda staddur. 1 árslok 2000 var skólinn rekinn með 17 m.kr. hagnaði skv. ársreikningi en nú stefnir í u.þ.b. 40 m.kr. halla. Þvi er rétt að fram komi að við bráðabirgðauppgjör sem lagt var fram af skólastjóra fyrir stjóm skólans í október 2001, var ekki gert ráð fyrir þeim halla sem stjórn skól- ans stendur nú frammi fyrir. Ljóst er að þar var ekki sett fram rétt fjárhagsstaða. Þarna höfðu verið reist pótemkín-tjöld, sett upp til að blekkja skólastjóm og fela raunvemlega stöðu skólans. Stjórn Margmiðlunarskólans sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu þegar ljóst var orðið að fjárhagsleg staða skólans var afar slæm og aðstæður þannig að ljóst var orðið að framhald á núverandi rekstri var óhugsandi: „I kjölfar þess að skólastjóra Margmiðlunarskólans var vikið ffá störfum hefur komið i ljós, að ekki er fjárhagslegur grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri skólans með óbreyttu sniði og því hefúr verið brugðið á það ráð að segja upp öllum viðskipta- legum skuldbindingum skólans þannig að allir samningar séu lausir nú í vor eða nánar tiltekið 31. maí 2002. Það er ætlan eigenda skólans að nota timann fram á vor til að kanna með hvaða hætti áfram- haldandi starfsemi verður.“ Nú er verið að vinna í því að tak- marka eins og kostur er tjón PTS og einnig þarf að endurmeta starfsemi Prenttæknistofnunar. Það sem við stönd- um hugsanlega frammi fyrir er að hætta allri starfsemi MMS. Eins og fram hefur komið í ársskýrsl- um undanfarin ár, þá höfum við gert tvær tilraunir til að koma upp margmiðl- unarbraut, fyrst hjá PTS og síðan hjá MMS. Báðar hafa mistekist á fjárhags- legum forsendum. Unnið hafði verið að þvi að fá námið viðurkennt hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna og var Tækniskólamálið hluti af þeirri vinnu, þ.e. Menntamálaráðuneytið vildi að skól- inn sameinaðist stærri einingu og þar með fengist námið viðurkennt. FBM tel- ur mikilvægt að koma margmiðlunar- námi fyrir í opinberu menntakerfi og nýta þá þekkingu sem hefur skapast í þessari grein undanfarin ár. Það virðist ekki vera forsenda til að halda þessu námi úti með þeim skólagjöldum sem þarf til að reka skólann. Það sem ég hef fyrst og fremst áhuga á er að finna farveg fyrir margmiðlunar- nám, þannig að sú vinna er við höfúm lagt í margmiðlunarnámið verði ekki til einskis. Mér sýnist að endurmenntunar- stofnanimar hafi ekki bolmagn til að reka þetta áfram. Þá er til skoðunar að fá fleiri aðila að skólarekstri i Faxafeni 10. Einnig eru uppi hugmyndir innan ASI um að stofna Fræðslumiðstöð atvinnu- lífsins, með aðkomu allra endurmennt- unarstofnana innan verkaiýðshreyfingar- innar. Því vaknar einnig sú hugmynd að fara í samvinnu við framhaldsskóla með margmiðlunarnámið, þ.e. Iðnskólann eða Borgarholtsskóla. Einnig ætti að athuga með margmiðlunarbraut á háskólastigi við Listaháskólann eða Tækniháskólann. Stjóm skólans og eigendur vinna nú að því að finna viðunandi lausn á þessum málum. Hvert er framhaldið? Ef það yrði nið- urstaðan að hætta rekstri MMS í núver- andi mynd þurfum við að finna annan hátt á okkar eftirmenntun. Að taka þátt i sameiginlegri fræðslumiðstöð er að vissu leyti áhugaverður kostur þ.e. að öll þau félög er vinna að endurmenntun samein- ist um eina ffæðslumiðstöð, að vísu var reynt fyrir nokkmm árum að stofha fræðslumiðstöð iðnaðarins en ekki var þá nægilegur áhugi fyrir því, að það yrði að raunveruleika. Fræðsluseturað Hall- veigarstíg virkaði aldrei eins og til stóð. Að fá fleiri aðila að rekstri í Faxafeni er í raun ekki spurning sem snýr að PTS, þar sent við erum ekki eignaraðilar að því húsi. Þá mætti athuga þann kost að PTS yrði til húsa að Hverfisgötu 21. Tæki þá efri hæðina í félagsheimilinu á leigu, þar yrði okkar eftirmenntunarstofnun, þar með yrði traustari grundvöllur á rekstri PTS, sem gæti fengið góða skrifstofuað- stöðu og einnig sett upp tölvustofu fyrir sértæk námskeið. Nú er það spurning hvort PTS eigi yfirleitt að vera með tölvustofur eða vinna þannig að öll nám- skeið séu keypt af einkaaðilum. PTS skipuleggi námskeið og kaupi síðan út þjónustuna. Ef við gerðum samning við Iðnskólann með því að margmiðlunar- nám yrði þar sem framhaldsnám af Upp- lýsinga- og fjölmiðlabraut og legðum þeim til þau tæki er við eigum, gætum við haft öll okkar eftirmenntunarnám- skeið í Iðnskólanum. Þar yrði þá aðstaða fyrir námskeið í prentun, prentsmíð, bókbandi, ljósmyndum og ekki síst nám- skeið og framhaldsnám í Margmiðlun. Nú þegar höfum við gengið frá nýju námsfyrirkomulagi í okkar iðngreinum, þ.e. námi á Upplýsinga- og tjölmiðla- braut sem er tveggja ára nám, síðan kemur 12 mánaða starfsþjálfun á vinnu- stað er lýkur með sveinsprófi í löggiltum iðngreinum. Ef síðan kæmi framhalds- nám í Margmiðlun, tvö ár, værum við búnir að setja allt okkar nám og endur- menntun í traustan farveg í samvinnu við traustan framhaldsskóla sem er Iðnskól- inn í Reykjavík. Einnig eru uppi hug- myndir um að Iðnskólinn setji upp fjar- nám. Með því yrði mjög auðvelt að út- víkka okkar nám þannig að það gæti far- ið fram hvar sem er á landinu, en eins og allir vita hefur verið vissum erfiðleikum háð að stunda iðnnám annarsstaðar en á suðvesturhorninu eða Akureyri. Með samvinnu við Iðnskólann fengist einnig staðfesting á því að margmiðlunarnámið sé lánshæft, þar sem það yrði hluti af framhaldsskólakerfinu sem myndi þýða stórlækkuð námsgjöld, en það er ekki sist vegna hárra skólagjalda sem rekstur okkar á MMS er kominn í þrot. Allar þessar hugmyndir þurfúm við að skoða vandlega og taka síðan ákvörðun á okkar forsendum, þ.e. hver er besti kosturinn fyrir félagsmenn FBM í si- og endur- menntun. April 2002. Sœmundur Arnason Leiðari prentnrmn ■ MÁLGAGN FÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA Ritnefnd Prentarans: Georg Páll Skúlason, ritstjóri og ábyrgðarmaður. Bragi Guðmundsson Jakob Viðar Guðmundsson Kristín Helgadóttir Pétur Marel Gestsson Sævar Hólm Pétursson Ábendingar og óskir lesenda um efni í blaðið eru vel þegnar. Leturgerðir í Prentaranum eru: Helvitica Ultra Compness, Stone, Times, Garantond o.fl Blaðið er prentað á 135 g Ikonofix silk. Prentvinnsla: Filmuútkeyrsla: Scitex Prentvél: Heidelberg Speedmaster 4ra lita. Svansprent ehf. Forsíðan Ásgeir Ingason prentsmiður í Viöey er hönnuður forsíðunnar. Forsíðan var framlag hans í forsíðukeppni Prentarans 2001 og var meðal þriggja verka sem valin voru a( dómnelnd til birtingar. flsgeir er að leggja land undir fót og hyggst nema grafíska hönnun á Ítalíu. PRENTARINN ■ 3

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.