Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 28

Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 28
Hallbjörn, Kristín, Inga og Halldór Laxness voru öll í Mjólkurfélagi heilagra. Skreyting utanhúss Prentarafélagið hélt upp á 50 ára afmæli sitt 1947 og var húsið skreytt að utan af því tilefni. Haf- steinn Guðmundsson prentari gerði uppdrátt að blómaskreyt- ingu á svölum og Tryggvi Magn- ússon málaði merki stéttarinnar á skjöld, sem hafður var í skreyting- unni. Fánaborg var sett framan við húsið, alls 14 flögg frá Reykjavíkurborg. í fundargerðabók fasteigna- nefndar HIP stendur: „Fram- kvæmd nefndarinnar heppnaðist vel og blakta 15 fánar við hún og skreyting á svölum blasti fagur- lega við vegfarendum. Skreyting- in stóð fram á 13. apríl, en þá var afmælishóf félagsins á laugar- degi.“ Húsið var skreytt áfram á svip- aðan hátt á hverju tugafmæli fé- lagsins og einnig þegar félagið var 75 ára. 1951 eru steinstólpar á girðingu framan við húsið farnir að molna niður og þurfti að gera við þá. Eitthvað hefur nú gengið á í gegnum árin í sambandi við girð- inguna, sem sumum fannst svo falleg með steinsúlum á vissu millibili og hærri súlum í garð- lrliði. Þrettán árum seinna stendur í fundargerðabókinni: „Grindverk fjarlægt fyrir framan lóð félagsins á Hverfisgötu 21 og lækkaður steinveggur að vestan og hafður í sömu hæð og sökkull meðfram götu.“ Þar með var lokið hinni fornu frægð grindverksins og fag- urri byggingarlist frá fyrri hluta síðustu aldar. Breytingar á húsinu 1986-87 Fyrir 90 ára afmælið 1987 voru framkvæmdar miklar endurbætur á húsinu, bæði innan og utan. Að- albreytingin úti var að sett var drenlögn hringinn í kringum hús- ið, límdur drendúkur á steypuna, garðurinn endurskipulagður og steinlagður. Austan við húsið var brotinn niður hár veggur sem lok- aði garðinum og sett grindverk í staðinn á lóðarmörkum svo nú er hægt að ganga hringinn í kring um húsið. Ný tré og runnar voru sett niður, en blómin fjarlægð og garðdúkur settur undir yfirborðið til varnar arfanum sem oft var mikill. Allar steintröppur hússins voru endurnýjaðar og á tröppur við aðalinngang voru settar kín- verskar steinflísar. Nýtt grindverk var sett á allar tröppur. Steypt sorptunnuskýli og lagðir steinar á lóðamörk að norðan. Heitt vatn var lagt í gangstéttar í garðinum og í gangstéttina við Hverfisgötu. Innanhúss voru gerðar miklar endurbætur. Allar rafmagnsleiðsl- ur voru endurnýjaðar og sett tvö- falt gler í alla glugga. Salurinn á 2. hæð var stækkaður, en eldhúsið minnkað. Salerni voru endurnýj- uð. Innveggir í sal á 2. hæð og í fordyri á báðum hæðum einangr- aðir með steinull. Svalagólf end- urnýjað og nýr þykkur burðarbiti (límtré) settur í loft á fordyri á 2. hæð. Þegar pappinn og striginn voru rifnir af veggjunum í salnum kom í ljós að dönsk dagblöð frá árinu 1912 voru límd beint á steypuna. Mátti lesa þar ýmsan fróðleik frá þeirri tíð. Nemafélagið H.I.P. veitti prentnemum löng- um aðstöðu til fundarhalda og einnig skrifstofurými í kjallara hússins. og þar hafði Félag bóka- gerðarnema aðstöðu eftir að það var stofnað 1970. Starfsemi þess minnkaði þó með árunum. Meginhluti kjallarans var gerð- ur upp um 1990. Skipt var um leiðslur í gólfi, raffnagn endur- nýjað og málað og dúklagt. A 50 ára afmæli nemafélagsins haustið 1990 var nemunum afhent skrif- stofuherbergi í norðvesturhomi kjallarans, en starfsemi félagsins lagðist að mestu niður upp úr 1993 og nemarnir gengu í Félag bókagerðarmanna 1994-95. I þessu herbergi hefur Svanur Jóhannesson nú haft bókbands- stofu sína frá 1998. Lýðveldisgarðurinn Umhverfið hefur breyst mikið hin síðari ár, sérstaklega þegar litla húsið hans „Valda pól“, Hverfisgata 23 var flutt í heilu lagi vestur í Grjótaþorp, en Lýð- veldisgarðurinn kom í staðinn. Þetta var gert árið 1994 þegar Reykjavíkurborg byggði þennan fallega garð í tilefni 50 ára af- mælis íslenska lýðveldisins. Stóra tréð sem stóð undir austurhlið litla hússins stendur þarna enn úti við Hverfisgötuna sem miðdepill garðsins og áletraðir steinar, sinn úr hverjum landsfjórðungi og einn frá Þingvöllum, tróna þarna upp- lýstir á dimmum vetrarkvöldum eins og hornsteinar lýðveldisins. Eftirmáli Það er mikil vinna fólgin i heimildaleit fyrir ekki lengri frá- sögn er hér birtist. Ef nokkur maður ætti skilið þakklæti fyrir slíka vinnu þá er það Pétur Pét- ursson þulur, sem var óþreytandi við að finna ýmsar traustar heimildir. A síðustu stundu fann hann sönnun þess að Áfengis- verslun ríkisins hefði verið að Hverfisgötu 21 en margar fleiri góðar ábendingar lét hann mér í té. Kann ég honum bestu þakkir fýrir. Svanur Jóhannesson Heimildaskrá: Munnlegar heimildir: 1) Guömundur Þórhallsson bókbindari, 2002. 2) Pétur Pctursson þulur, 2002. Skrifaðar heimildir: Borgarskjalasafn Rcykjavíkur: íbúaskrár Reykjavíkur 1927-1942. Byggingaskjöl 1911-1927. Drög aö sögu Sparisjóðs Rcykjavíkur og nágrennis. 1 handriti, Rv. 2002. Skjalasafn FBM: Hið íslenska prentarafé- lag, fundargerðabækur fasteignanefndar 1941-1980. Prentaðar heimildir: Alþingismannatal 1845-1995,Rv. 1996. Bernharð Stefánsson: Endurminningar, Ak- ureyri 1961. Einar Laxness: „í vinahópi í Unuhúsi, „Mjólkurfélag heilagra“ og fleira fólk.“, ritgerð bls.57-82 í bókinni Nærmynd af Nóbelsskáldi, Akureyri 2000. Finnur Ó. Thorlacius: Smiður í fjórum löndum. Endurminningar, Rv. 1961. Freyja Jónsdóttir: „Hverfisgata 21 (Prent- arahúsið)“, Dagur-Tíminn, Rv. 21. júní 1997. Gils Guðmundsson: Öldin okkar. Minnis- verð tíðindi 1901-1930, Rv. 1950. Guðjón Friðriksson: Saga Reykjavíkur I, Rv. 1991, og II, Rv. 1994. Guðjón Friðriksson: Ævisaga Einars Bene- diktssonar III bindi, Rv. 2000. Guðmundur Halldórsson: „Prentarahúsið“, Prentarinn, 3. hefti, apríl, Rv. 1941. Heimasíða ATVR - www.atvr.is: Ágrip af sögu ÁTVR. Heimir Þorleifsson: Frá einveldi til lýðveld- is, Rv. 1973. Hörður Ágústsson: íslensk byggingararf- leifð I, Rv. 1998. Jón Árnason: „Þingmennskuframboð Jóns Magnússonar“, Templar, 6. blað, júní, Rv. 1922. Jón Helgason biskup: Árbækur Reykjavíkur 1786-1936, 2. útg., Rv. 1938. Jón Krabbe: Frá hafnarstjórn til lýðveldis, Rv. 1959. Páll Líndal: Sögustaður við sund III bindi, Rv. 1988. Páll Eggert Ólason: íslenskar æviskrár III bindi, Rv. 1950. Pjetur G. Guðmundsson: Handbók Reykja- víkur, Rv. 1927. Sigurður Líndal: „Jón Magnússon (1859- 1926)“, ritgerð í bókinni Þeir settu svip á öldina, Rv. 1983. Skafti Guðjónsson: Mynd af lúðrasveit fyrir framan Hverfisgötu 21 í heimsókn Krist- jáns X 1926, birt í bókinni Á tímum friðar og ófriðar 1924-1945, Rv. 1983. Þorsteinn Gylfason: „Mjólkurfélag heil- agra“. Ræða við afhendingu stílverð- launa Þórbergs Þórðarsonar á afmælis- degi hans 12ta marz 1999, birt í Tímariti Máls og menningar, 2. hefti 1999. 28 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.