Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 21

Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 21
Þorsteinn Helgason í Gutenberg. Sigríður Auðunsdóttir hjá Isafold. bæjarhlað og umhverfi kirkju ásamt bílastæðum. Ekki tókst að ljúka þeim ffamkvæmdum síðast- liðið sumar eins og áætlað var, en stefnt er að lokaffágangi í sumar. A árinu 2000 hófst samstarf miili Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri og FBM um orlofsíbúð í Reykjavík. Félagar okkar af landsbyggðinni hafa nýtt sér vel þennan möguleika. Miðað við reynslu síðustu ára er nokkuð ljóst að þetta íyrirkomulag virðist anna eftirspurn eftir orlofsíbúð í Reykjavík fullkomlega. íbúðimar í Furulundi em alltaf jafn eftirsóttar og er undantekning ef þær em ekki i leigu yfir orlofs- tímabilið. Við höfúm verið með aðra íbúðina í fastri vetrarleigu en hina fyrir félagsmenn að vetri og hefur aðsókn verið nokkuð góð. Þá em hús í Ölfúsborgum og á Illugastöðum, eitt á hvorum stað, sem hafa verið mjög vel nýtt yfir sumartímann. Húsið á Illugastöð- um er allt nýstandsett og endur- bætt og settur hefur verið heitur pottur við húsið í Ölfusborgum. Á síðasta sumri vorum við með or- lofshús á Vestfjörðum í skiptum við Starfsmannafélag Landhelgis- gæslunnar og vonandi verður sami háttur hafður á í sumar. LÁTNIR FÉLAGAR Frá síðasta aðalfundi hafa 9 fé- lagsmenn látist, þau eru: Anna M. Stefánsdóttir, Árni Már Waage, Benedikt Orri Viktorsson, Birgir Vilhelmsson, Haukur Jónsson, Ingveldur Guðrún Finnbogadóttir, Jón Breiðtjörð Ólafsson, Leifur Bjömsson og Sverrir M. Gísla- son. Eigið fé: 8. Yfirlit um eigið fé: Eigið fé 1.1.2001 .................................................................... 32.182.034 Leiðrétting vegna fyrra árs .................................................. ( 335.122) Endurmat varanlegra rekstrarfjármuna ..................................................... 77.163 Reiknuð gjöld vegna verðlagsbreytinga ............................................... 2.962.758 Hagnaður ársins ...................................................................... 6.619.061 Eigiðfé 31.12.2001 ................................................................... 41.505.894 Skuldir: 9. Heildarskuldir í árslok námu rúmri I millj.kr. og eru þær óverðtryggðar. Ábyrgðarskuldbindingar: 10. Prenttæknistofnun er 50% eigandi að Margmiðlunarskólanum á móti Rafiðnaðarskólanum. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri í árslok 2001 nemur tap ársins 39,4 millj.kr. og er eigið fé neikvætt um tæplega 22 millj.kr. í uppgjörinu er miðað við sömu reikningsskilaaðferðir og árið 2000 við tekjufærslu skólagjalda. Þannig eru tekjufærð í uppgjörinu skólagjöld að fjárhæð 30,6 millj.kr. vegna vorannar 2002 en kostnaður fellur að langmestu leyti til á árinu 2002. Þar sem Prenttæknistofnun ásamt Rafiðnaðarskólanum kann að vera ábyrg fyrir skuldbindingum skólans gætu kröfur fallið á hana geti skólinn ekki staðið við skuldbindingar sínar.Vakin er athygli á málinu þar sem þetta gæti haft veruleg áhrif á fjárhagsstöðu eigenda skólans falli skuldbindingar á þá. Onnur mál: I I. Rekstur Prenttæknistofnunar er fjármagnaður með framlagi sem er 1% af launum allra starfsmanna með aðild að FBM samkvæmt samningum frá árinu 1991. Framlagið er ekki dregið beint af launum starfsfólks heldur er launataxti 0,5% lægri en annars væri og atvinnurekendur bæta við 0,5%. Auk þess hefur stofnunin tekjur af námskeiðum. PRENTARINN ■ 21

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.