Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 24

Prentarinn - 01.04.2002, Blaðsíða 24
liallarstíl og eitt hið glæsilegasta í Reykjavík. Áfengisverslunin var sett á laggirnar 1922 og var skrifstofa stofnunarinnar að Hverfisgötu 21.2) Vínbúðin var aftur á móti í Hafnarstræti. Fyrsti forstjóri AVR var Peter Lassen Mogensen lyfsali, sem áður var lyfsali á Seyðisfirði en seinna (1928) tók við rekstri Ingólfsapó- teks. Lögin um Afengisverslunina voru þannig að forstöðumaðurinn varð að vera lærður lyfsali. Saga þessa máls snerti talsvert húsið okkar að því leyti að eig- andi þess Jón Magnússon var helsti ráðamaður þjóðarinnar á þessum tíma, þ.e. forsætisráð- herra og hann var því aðalmaður- inn á bak við það að slaka á vín- banninu sem hér hafði verið frá 1912 og heimila innflutning létt- vína, þ.e. að styrkleika undir 21%. Eins snerti þetta marga bókagerðarmenn því sumir af helstu talsmönnum þeirra voru eindregnir bindindismenn og and- stæðingar þess að koma á vínsölu í landinu. Forsaga málsiris var sú að við- skiptasamningar við Spánverja voru útrunnir og þeir þvinguðu okkur íslendinga til að kaupa vín frá Spáni í stað saltfisks, sem þeir keyptu frá íslandi. Fyrir utan ýmsa framsóknarmenn eins og Jónas frá Hriflu o.fl. börðust margir bókagerðarmenn af alefli gegn þessari undanlátssemi við Spánverja. Menn eins og Jón Baldvinsson prentari og forseti Alþýðusambandsins. Hann var þá nýkominn á þing og var eini þing- maðurinn sem greiddi atkvæði á móti endanlegu frumvarpi um þetta mál. Fleiri prentarar voru fylgjandi vínbanni svo sem Þor- varður Þorvarðarson fyrsti for- maður Hins ísl. prentarafélags. Stórstúka íslands gaf út á þess- um tíma blað sem hét „Templar" og afgreiðsla þess var á Bók- bandsvinnustofu bókbindaranna Guðgeirs Jónssonar og Eyþórs Guðjónssonar að Laugavegi 17 i bakhúsi. Guðgeir var lengi for- maður Bókbindarafélagsins og þekktur templari á sinni tíð. Hann var afgreiðslumaður og inn- heimtumaður fyrir „Templar“. Ritstjóri blaðsins var þekktur prentari, Jón Arnason stjörnuspá- maður. Jón skrifaði harðorða og mergjaða grein gegn Jóni Magn- ússyni og rakti þar æviferil for- sætisráðherra allt frá því hann „féll fyrir drykkjuástríðunni og var síðan endurreistur með hjálp Good-Templara-Reglunnar sér til bjargar og viðreisnar.“ Það var víst nokkuð til í þessu hjá ritstj. að nafni hans Magnússon hefði fallið fyrir Bakkusi því hann hætti lögfræðinámi í Kaupmannahöfn eftir tvo vetur og kom heim og gekk í stúkuna Einingu, en var aldrei mjög virkur félagi. Jón Magnússon fór síðan út aftur til Kaupmannahafnar eftir 5 ár og lauk lögífæðiprófi. Jón Amason skrifar ennfremur: „Ýmislegt var það sem skemmdi aðstöðu hans (Jóns M.) sem lög- reglustjóra og þar á meðal var það að hann átti sjálfur vínbirgðir og veitti vín í veislum og er það mál manna að birgðirnar hafi orðið honum drjúgar." Þetta kemur .ommois kotrxcntv Á Frá kommgskomutmi 1926. Krístján X á leið frá húsinu. heim við lýsingar á húsi Jóns, þar sem sagt er að í kjallara sé „vín- kjallari“. Jón Arnason telur líka að Jón Magnússon hafi brugðist templ- araheiti sínu. Það er víst ábyggi- legt, en templaraheitið var nokk- uð strangt, sérstaklega fyrir rnann sem var í stöðu forsætisráðherra og það hefur ekki hentað honum vel þar sem hann umgekkst svo marga erlenda menn, einkum Dani sem kalla nú ekki allt ömmu sína í þessum eírium. 1 templara- heitinu hétu menn því hátíðlega, að ævilangt skyldu þeir ekki drekka áfengi - en heldur ekki malt eða aldinsafa. Jóni þótti templarar alltof fanatískir og end- uðu þeirra samskipti með því að hann gekk formlega úr stúkunni sem hann var að nafninu til í. Að endingu má svo segja ífá því hér að eftirmaður Mogensens í forstjórastarfi Áfengisverslunar ríkisins 1928 var góður og gegn kaupfélagsmaður og prentari að iðn, Guðbrandur Magnússon, sem gegndi því starfi til 1957. Prentar- ar hafa því mjög komið við sögu áfengismála í landinu. Háttsettir gestir Aðstaða til gestamóttöku var ófullkomin í Reykjavík á þessunt árum. Því varð Jón Magnússon sjálfur að skjóta skjólshúsi yfir tigna gesti í opinberum erindum og opna hús sitt til þeirra veislu- halda sem siðvenjur kröfðust. Þannig bjuggu til dæmis í húsi hans Hage, formaður dönsku sambandslaganefndarinnar 1918 og Kristján konungur X og Alex- andrina drottning í heimsókn þeirra til Islands 1926. Þessi mik- ilvægi þáttur í starfi Jóns hvíldi þó mest á Þóru eiginkonu hans. í heimsókninni 1926 þótti ekki við hæfi lengur að hýsa konungs- hjónin i Menntaskólanum eins og áður hafði verið gert. Forsætisráð- herrahjónin buðust því til þess að skjóta skjólshúsi yfir þau. Nokk- uð var rætt um það í blöðum bæj- arins, að Islendingar þyrftu að reisa sérstakt konungshús í Reykjavík til að hafa fyrir konung sinn þegar hann kæmi í heimsókn til landsins, en það varð nú aldrei af því. Konungshjónin komu hingað til lands með fríðu foru- neyti á þremur herskipum laugar- dagsmorguninn 12. júní. Mikill mannijöldi fagnaði þeim og mörg hús voru fánum skreytt, en þau héldu strax upp í forsætisráð- herrabústaðinn að Hverfisgötu 21 og voru þeim fengin herbergin vestan til í húsinu á 1. hæð. Um kvöldið hélt borgarstjóri þeim veislu á Hótel Island, en áður hafði konungur brugðið sér inn að Elliðaám og veitt einn lax. Þau ferðuðust siðan um Suðurland daginn eftir, en á mánudeginum staðfesti konungur á ríkisráðs- frindi 51 lög sem samþykkt höfðu verið á síðasta Alþingi. Eins og áður sagði þáðu forsæt- isráðherrahjónin boð konungs- 24 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.