Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1950, Qupperneq 6

Læknablaðið - 01.06.1950, Qupperneq 6
34 LÆKN ABLAÐIÍ) um birtist 1923. Síðustu 10—15 árin hefir töluvert verið um efnið ritað 1 amerískum bók- menntum, og þaðan kemur heitið „cor pulmonale“, en ekki þekki ég höfund þess. Skilgreining. Hugtakið cor pulmonale chronicum nær í víðustum skilningi yfir alls konar á- reynslu og bilun á hægri hjartahelming,sem veldur hyp- ertrofi á hægri hlið hjartans. Orsök þessa er allir langvinn- ir lungnasjúkdómar, hyper- tensio í lungnahringrásinni af óþekktum orsökum, hjarta- sjúkdómar í vinstri helming hjartans (morbus cordis mitr- alis), og meðfæddir hjarta- sjúkdómar. Aftur á móti er ekki hægt að færa undir þenna hóp bilun (insufficiens) á hægri hjartahelming, sem fram kemur samtímis bilun á vinstri hjartahelming, en þessu valda sjúkdómar, sem hafa áhrif á hjartað sem heild. Hér er hægt að nefna hjarta- sjúkdóma við hyperthyreoid- ismus, myxödema, myocarditis acuta, anæmia, beri-beri, lang- vinna tachycardia paroxystica, og arrythmia perpetua. Geta má að beri-beri-hjartað veldur sérlega mikilli bilun á hægri hjartahelmingi., Það sem venjulega er átt við með cor pulmonale chronicum, er sem sé alls konar ofraun hægri hjartahelmings við lang- vinna lungnasjúkdóma, ásamt þeim fáu tilfellum með hyper- tensio í lungnahringrásinni, þar sem ekki finnast einkenni um aðra hjarta- eða lungna- sjúkdóma. Þar eð langflestir sjúklingar með cor pulmonale chronicum eru yfir 40 ára að aldri, eru í mörgum tilfellum einnig breytingar á hjarta og æðakerfi sökum kölkunar eða hækkaðs blóðþrýstings, og eru þetta ellibreytingar, en þær valda oftlega áreynslu og hyp- ertrofi á vinstra afturhólfi hjartans. Uppruni sjúkdómsins. Það er nákvæmt samræmi milli hjarta- og lungnastarf- semi, þannig að sjúkdómur í öðru líffærinu hefir áhrif á hitt. Þó veldur lungnasjúk- dómur, sem takmarkaður er við lítinn hluta lungnavefsins,- sjaldan nokkurri ofraun fyrir hjartað. Fyrst þegar fram eru komnar útbreiddar breytingar í lungnavef og lungnaæðar beggja vegna, aukast að mikl- um mun starfskröfur hægri hjartahelmings, þar eð eyði- legging á lungnaháræðum og -arteriolum á stóru svæði valda aukinni mótstöðu í lungnahringrásinni, og þar með auknu erfiði hægra aftur- hólfi hjartans„ Það er almenn skoðun, að

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.