Fréttatíminn - 10.12.2010, Page 14

Fréttatíminn - 10.12.2010, Page 14
Gjafasett. Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is NIKE gjafsett fyrir dömur og herra Jólatilboð kr. 3.942 Tony&GUY Gjafasett Jólatilboð kr. 3.965,- Jólatilboð 3.965 kr. Góð jólagjöf! Talsverð launahækkun Þó nokkur hækkun varð á launum á milli annars og þriðja ársfjórðungs í ár, að því er Hagstofan greinir frá. Regluleg laun voru að jafnaði 2,0% hærri á þriðja en á öðrum ársfjórðungi en svo mikil hækkun hefur ekki átt sér stað á milli ársfjórðunga síðan á sama tíma árið 2008, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Þessa miklu hækkun má rekja til samn- ingsbundinna launahækkana á almennum vinnumarkaði sem komu til framkvæmda undir lok annars ársfjórðungs. Þannig hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 2,6% á milli fjórðunganna á sama tíma og laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 0,7%. Milli þriðja ársfjórðungs í ár og sama tímabils í fyrra hafa laun hækkað um 6,0%. Á þann mælikvarða hefur svo mikil hækkun launa ekki mælst síðan á fyrsta ársfjórðungi 2009. -jh Líflegt haust á íbúðamarkaði Veltan á íbúðamarkaði hefur aukist umtalsvert undanfarið. Gerður var 281 kaupsamningur um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í nóvembermánuði samanborið við 207 samninga í sama mánuði í fyrra og hefur veltan því aukist um 36% milli ára. Heildarveltan í nóvember nam 7,4 milljörðum króna og var því meðalupphæð hvers samnings sem gerður var í nóvember 26,4 milljónir króna. Endurspeglar það að veltan var langmest með íbúðir í fjölbýli, segir Greining Íslandsbanka og metur það svo að botninum sé náð á íbúðamarkaði og ekki sé langt í að viðsnúnings sé að vænta. Makaskiptasamningum hefur fækkað verulega upp á síðkastið en þeim fjölgaði mjög eftir hrun. -jh Vaxtalækkun Seðlabankans Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði vexti bankans á miðvikudag. Vextir á viðskiptareikningum innláns- stofnana lækkuðu um 0,5 prósent í 3,5% og hámarksvextir á 28 daga innistæðu- bréfum og á lánum gegn veði til sjö daga lækkuðu um 1,0 prósent í 4,25% og 4,5%. Þá lækkuðu daglánavextir um 1,5 prósent í 5,5%.-jh Fimmtán milljóna króna innistæður tryggðar Um hámarksgreiðslu er að ræða miðað við innistæður hjá sömu innlánsstofnunum óháð fjölda reikninga. Verulegar takmarkanir verða á tryggingarverndinni.  Tryggingarsjóður ný lög vænTanleg um áramóT Tryggingar- verndin nær til allra sparireikn- inga sem inn- lánsstofnanir bjóða upp á. T ryggingarsjóður innstæðu-eigenda mun frá áramótum, verði frumvarp um inni- stæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta að lögum, tryggja innistæður í hlutaðeigandi inn- lánsstofnun að fjárhæð sem nemur jafnvirði 100.000 evra í íslenskum krónum, um 15,2 milljónum. Um há- marksgreiðslu er að ræða og miðast hún við innistæður innistæðueig- enda hjá sömu innlánsstofnun óháð fjölda innlánsreikninga. Áður var gert ráð fyrir 20.800 evra lágmarks- tryggingu, eða sem svarar tæplega 3,2 milljónum króna, eins og fram kom í síðasta tölublaði Fréttatím- ans. Verulegar takmarkanir verða á tryggingarverndinni samkvæmt nýju reglunum. Eftirfarandi inni- stæður njóta ekki verndarinnar: 1. Innistæður í eigu fjármálafyrir- tækja. 2. Innistæður sem tengjast málum þar sem sakfellt hefur verið fyrir peningaþvætti. 3. Innistæður fyrirtækis þar sem innlánsstofnun fer með virkan eignarhlut sam- kvæmt lögum um fjármálafyrir- tæki. 4. Innistæður ríkis, sveitar- félaga, stofnana þeirra og fyrirtækja að meirihluta í eigu opinberra að- ila. 5. Innistæður rekstrarfélaga verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu sam- kvæmt lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. 6. Innistæður annarra félaga í sömu samsteypu. 7. Innistæður sem ekki eru skráðar á nafn. Hámarksgreiðsla úr verðbréfa- deild tryggingarsjóðsins til hvers fjárfestis vegna tryggðra verðbréfa eða reiðufjár nemur 20 þúsund evr- um og gilda sömu takmarkanir og hjá innistæðueigendum. Innistæða er í væntanlegum lögum skilgreind tiltölulega rúmt, þ.e. sem innistæða vegna innláns eða millifærslu í hefðbundinni al- mennri bankastarfsemi. Í því felst að tryggingarverndin nær til allra sparireikninga sem innlánsstofn- anir bjóða upp á, allt frá óbundn- um, óverðtryggðum reikningum til bundinna, verðtryggðra reikninga, t.d. til hlaupareikninga og spari- reikninga. Þó er tekið sérstaklega fram að lántökur innlánsstofn- ana, eiginfjárreikningar, peninga- markaðsinnlán, heildsöluinnlán og safnreikningar, aðrir en reikn- ingar innlánsleiða vörsluaðila líf- eyrissparnaðar, teljast ekki til inni- stæðna. Hvað varðar séreignasparnað eða viðbótarlífeyrissparnað er þannig lagt til að tryggingarsjóðurinn tryggi innistæður á safnreikning- um, þar sem félagar sjóðs geta ekki verið skráðir fyrir reikningum pers- ónulega, hvort sem vörsluaðili er líf- eyrissjóður eða fjármálafyrirtæki. Hið sama á við um safnreikninga sem bankar og önnur fjármálafyrir- tæki starfrækja til að halda utan um séreignasparnað í eigu viðskipta- manna. Allar innistæður í innlendum bönkum og sparisjóðum hafa verið með ríkisábyrgð frá bankahruni. Eins og fram kom í Fréttatímanum á föstudaginn verður ekki fallið frá ríkisábyrgð á innlánum strax heldur verður hún afnumin í þrepum þegar traust á bönkum og fjármálafyrir- tækjum hefur verið endurheimt. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Tryggingarsjóður innstæðu- eigenda mun tryggja rúmlega 15 milljóna króna innistæðu hjá sömu innlánsstofnun óháð fjölda innlánsreikninga. Getur þú verið heimilisvinur Abigale? www.soleyogfelagar.is HELGARBLAÐ Sími 531 3300 14 fréttir Helgin 10.-12. desember 2010

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.