Fréttatíminn - 10.12.2010, Síða 20

Fréttatíminn - 10.12.2010, Síða 20
Þ að er ógeðfellt að bera menn sökum [um kynferðislegt áreiti] opinberlega 25 árum síðar, þegar hann á ekki möguleika á að bera hönd fyrir höfuð sér og málið getur ekki farið í þann farveg að lög- regla geti upplýst það,“ segir Brynjar Níels- son, lögmaðurinn sem þau Gunnar Þorsteins- son í Krossinum og Jónína Benediktsdóttir, eiginkona hans, leituðu til vegna ásakana sjö kvenna, sem voru í Krossinum, um áreiti af hálfu Gunnars. „[Að ræða um málið í fjölmiðlum] er leið til að fá samfélagið til að „dæma“ hann fyrir brot sem hann getur ekki varist. Mér finnst það ekki geðsleg aðferð. Ég veit ekki hvað er rétt og rangt í þessu máli. Mér finnst ásakanirnar óljósar að mörgu leyti. Sumt virðist ekki vera brot og sumt eftiráupplifun.“ Brynjar segir að það trufli Gunnar að þessar ásakanir komi í kjölfar deilna um yfirráð innan safnaðarins. „Þá verður maður tortryggnari á ásakanirn- ar en ella.“ Hann segist ekki sjá betur en að ásakanirnar á hendur Gunnari eigi sér dýpri rætur en að þagnarmúr um kynferðisbrota- menn hafi verið rofinn. Blæs á brostinn þagnarmúr „Hver er kveikjan að því núna? Biskupsmálið kom fyrst upp árið 1996. Mál Gunnars Björns- sonar kom upp fyrir nokkrum árum. Það er fullt af tilefnum og þess vegna er svo grun- samlegt að þetta gerist núna í kringum deilur í söfnuðinum og hjónaband hans við Jónínu Benediktsdóttur,“ segir hann. „Ég hef gögn undir höndum frá hluta þessara kvenna sem bera ekki merki þess að þær hafi verið með andlega áþján vegna kynferðislegra tilburða Gunnars Þorsteinssonar í fortíðinni, þvert á móti. Allt verður vitlaust þegar þessi kona kemur inn í spilið. Þá verður barátta um þenn- an kross. Þau sættu sig ekki við að Jónína Ben kæmi inn í spilið, hvað þá að hún færi að predika,“ segir hann en Jónína er nú ráðgjafi innan Krossins. Brynjar segir að hann hafi einnig spurnir af því að forsprakki kvennanna hafi hringt í kvenkyns safnaðarmeðlimi, ósk- að stuðnings við sig og spurst fyrir um hvort Gunnar hefði ekki einnig leitað á þær. „Það er skýrt í þessum pósti að samskipt- in við frumkvöðulinn í þessu máli breytist á nokkrum dögum. Tölvupóstsamskipti við Gunnar í vor, í byrjun mánaðar, gefa ekki til kynna að þessi maður hafi gert á hlut hennar. Hún sendir svo síðar í mánuðinum póst þar sem hún er brjáluð þar sem hann ætlar að giftast [Jónínu]. Hvað segir það mér?“ spyr Brynjar. „Það útilokar ekki að það sé rétt að hann hafi áreitt hana kynferðislega, en það gerir frásögnina tortryggilega. Einnig það að farið sé í opinbera herferð með talsmanni og reynt að hafa uppi á öllum konum sem hafa einhvern tíma verið í Krossinum og þær spurðar hvort Gunnar hafi ekki áreitt þær kynferðislega.“ Kæri innan frests eða þegi ella Brynjar segir að hann vilji ekki gera lítið úr káfi en strokur hér og koss þar, auk þess sem einhverjar segi að hann hafi reynt að strjúka þeim undir nærbuxum, sé ekki glæpur þess eðlis að konurnar ættu að vera í áþján í 25 ár: „Snertingar, jafnvel kynferðislegar, eru hluti af mannlegri tilveru.“ Brynjar segir ótækt að ásakanir um kyn- ferðisbrot komi fram áratugum eftir að at- vik hafi átt sér stað. „Annað hvort kærir fólk innan frestsins eða þegir ella,“ segir hann. „Auðvitað getur fólk djöflast með gamlan draug, en ég er ekki viss um að hann hverfi með opinberri umræðu. Líði mönnum betur eftir það er það vegna hefndarinnar.“ Spurður segir hann að ekki þurfi að afnema fyrningar- frest í kynferðisbrotamálum. „Þessi mál verða ekki upplýst svona löngu seinna.“ Upplifun á atvikum geti breyst í tímans rás, með auknum þroska og breyttri lífssýn. „Því þarf að taka svona málum með fyrirvara og af reynslu.“ Brynjar segist ekki geta ráðlagt þeim Gunnari og Jónínu annað en að afplána um- ræðuna. „Það er ekkert hægt að gera – nema hugsanlega að biðjast fyrir.“ - gag M ér finnst hrikalegt að heyra lögfróð-an mann segja að treysti fólk sér ekki til að kæra kynferðisbrot innan lagarammans þá eigi að láta kyrrt liggja,“ seg- ir Thelma Ásdísardóttir, ráðgjafi hjá Dreka- slóð, þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis, og kvennanna sem hafa sakað Gunnar í Kross- inum um kynferðislegt áreiti. Hún segir að með orðum sínum um að málið eigi sér rætur í deilum innan Krossins dragi Brynjar úr því að ásakanir kvennanna séu réttar. „Ein lýsir því að hafa aðeins verið 14 til 15 ára. Mér finnst ekki hægt að stimpla frásögn um eitthvað sem gert er ógeðfellda vegna þess að langt sé um liðið,“ segir hún og bendir á að það hafi ekki verið konurnar sem stigu fyrst fram með málið í fjölmiðlum heldur Gunnar sjálfur. Hún bætir við að þótt óvenjulegt sé að konur sem verði fyrir kynferðisbrotum séu með talsmenn sé það ekki merki um að málið sé herferð gegn Krossinum. „Margar kvennanna eru að opna sín mál í fyrsta sinn og ekki í stakk búnar til að fara í fjölmiðlastríð, eins og stefndi í í upphafi og var jafnvel orð- ið þegar ásakanir gengu á milli og tilgangur kvennanna var dreginn í efa.“ Traust til manna með völd Thelma segist ekki ætla að gerast dómari í máli Gunnars og kvennanna. „En það er deginum ljósara að menn í valdastöðu, bók- staflegri og andlegri, gagnvart fólki færir því traust þess. Þeir þurfa öðrum fremur að vanda framkomu sína,“ segir hún og nefnir til að mynda að læknar, lögreglumenn og lög- fræðingar njóti fyrirfram trausts skjólstæð- inga sinna; því skipti máli yfir hvaða línur sé farið. „Hvaða traust er verið að brjóta? Hvernig er mismunur í valdastöðu fólks nýttur?“ Yfir- lýsingar Brynjars um að konurnar ættu vart að vera í áralangri áþján vegna atvika sem þær nefni – kossa, þukls og káfs – séu því fárán- legar. „Í fyrsta lagi er ofbeldi ekki mælt í magni. „Lítið ofbeldi“ getur haft jafnalvarlegar afleið- ingar og margendurtekið ofbeldi. Það hef ég margséð í mínu starfi.“ Sömuleiðis segir hún að algengast sé að það líði í kringum fimmtán ár frá því að ofbeldi hafi verið framið þar til eitthvað sé gert í málunum. „Þolandi ákveður því ekki strax að kæra eða lætur ella kyrrt liggja. Það er tómt bull og raunveruleikinn ekki þannig í kynferðisbrotamálum.“ Lævíst og lúmskt ofbeldi Thelma segir ekki óeðlilegt að fleiri mál komi upp nú í kjölfar biskupsmálsins og til að mynda Breiðavíkurmálsins, þar sem saga Breiðavíkurdrengjanna hafi rutt brautina fyr- ir uppgjör fólks af öðrum upptökuheimilum. „Ég held að þetta sé vegna þess að fólk sem á svona sögur reynir að geyma þær í einhverj- um kjallara í sál sinni,“ segir hún og vísar í barnaníð föður síns. „Ef ég miða við mig þá var ofbeldið sem ég var beitt mjög skýrt. Ég velktist ekki í vafa um að ég hefði verið beitt mjög alvarlegu of- beldi, en það er oft flóknara þegar ofbeldið er lúmskara og lævísara. Fólki getur liðið eins illa en verið seinna til að átta sig á því að það hafi verið brotið á því. Kynferðislegt ofbeldi hefur þann kraft í sér að það getur brotið nið- ur manneskju. Það dregur úr líkum þess að fólk geti staðið á rétti sínum, sérstaklega ef ofbeldismaðurinn er í valdastöðu gagnvart þolandanum,“ segir hún. „Ég tala nú ekki um það þegar hætta er á fjölmiðlaflóði.“ Hún segir konurnar ekki sekar um neitt fyrir það eitt að stíga fram og segja sögu sína. Þær hafi sama rétt og aðrir til að setja mál sín á borðið og vinna í þeim, burtséð frá því hvar ofbeldismaðurinn sé staddur í sínu lífi. „Maður sem einhvern tímann á ævinni hefur stigið það skref að beita aðra manneskju of- beldi þarf að axla þá ábyrgð hvenær sem er á lífsleiðinni. Telji hann sig ekki hafa gert neitt rangt – þrátt fyrir að aðrir séu honum ósam- mála – þá fer hann með sinn hreina skjöld á næsta stig, hvert sem það er. Og þá tala ég ekki beint um Gunnar heldur hvern sem er.“  ráðgjafi kvennanna ThelMa ásdísardóTTir ráðgjafi ráðgjafi gunnars Brynjar níelsson lögMaður Finnst ekki geðslegt að nota dómstól götunnar Brynjar segir ótækt að ásakanir um kynferðisbrot komi fram áratugum eftir að atvik hafi átt sér stað. „Annað hvort kærir fólk innan frestsins eða þegir ella.“ Ástu Knútsdóttur, sem sú sem fyrst sakaði Gunnar um kynferðislega áreitni leitaði til. Rekja má sögu Krossins aftur til ársins 1979, þegar hann var stofn- aður í Kópavogi, en hann fékk lög- gildingu trúfélags 1982. Samkvæmt heimasíðu hans liggja ræturnar í Hvítasunnukirkjunni og þar segir að skilgreina megi söfnuðinn sem afsprengi hvítasunnuvakningar- innar. „Þannig leggur hann áherslu á persónulegt trúarsamfélag með- lima sinna og þátttöku hvers og eins í safnaðarstarfinu. Frá upphafi hefur söfnuðurinn einkum verið þekktur fyrir líflegt samkomuhald og ákveðna rödd inn í samfélagið, meðal annars hvað snertir vímuefna- varnir og siðferðisleg álitamál.“ Tíundin ekki bókstafleg Safnaðarmeðlimir Krossins voru 481 í fyrra, 25 færri en árinu áður. Trúfélagið fékk rétt rúmar 4,8 millj- ónir króna í sóknargjöld í fyrra úr ríkissjóði. Trúfélögum er ekki skylt að skila ársreikningum og hefur Fréttatíminn ekki séð neinn slík- an, en samkvæmt heimildum hefur Krossinn verið rekinn réttum megin við núllið. Samkomur Krossins eru haldnar í Hlíðarsmára 5-7 í Kópa- vogi, í húsnæði sem metið er á um 150 milljónir króna, en matsvirði þess lækkar með nýju fasteigna- mati um áramótin í 134 milljónir. Auk sóknargjalda greiða meðlimir trúfélagsins tíund til félagsins, sem ekki er óalgengt meðal trúfélaga á Íslandi. „Guð hefur ákveðið að greiðsla tí- undar og fórnargjafir séu þær leiðir sem ber að fara til að mæta efnis- legum þörfum safnaðarins. Menn gera sér að sjálfsögðu grein fyrir því að fjármagn þarf til að halda úti starfsemi kristins safnaðar. Í önd- verðu, jafnvel áður en lögmálið var gefið, setti Guð tíundina fram sem fullkominn vilja sinn í því efni,“ segir á heimasíðunni. „Framlagið er frjálst og ekki fylgst með því hvort greidd er tíund,“ seg- ir Nils. „Það er eins með Krossinn og björgunarsveitir og aðra sjálf- boðaliðastarfsemi sem rekin er með frjálsum framlögum að hver verður að eiga við sig hvað hann greiðir til safnaðarins og hve oft,“ segir hann. „Það er enginn sem fylgist með þessu en vilji fólk að starfið gangi upp leggur það fé í starfið.“ Nils segir alla þá sem sitji í stjórn Krossins hafa verið kosna af safnað- armeðlimum. „Í Krossinum er ekk- ert einræði,“ segir hann. „Í stjórn- inni er fólk sem hefur staðið sig vel í gegnum tíðina og ekkert óeðlilegt að þar sitji skyldmenni.“ Hann segir málið taka á safnaðarmeðlimi. „Fólk myndar sér sínar skoðanir og er ekki þvingað til eins né neins.“ Hann seg- ist þekkja vel Gunnar og fyrrum mágkonur hans, sem saka hann um kynferðislega áreitni. „Ég hef ekk- ert illt um þetta fólk að segja. Við viljum að málin séu sett á borðið og þau kláruð. Langbest væri auðvitað að hægt væri að dæma í málinu, en það er ekki hægt,“ segir hann, enda sakir fyrndar. Spurður hvort hann trúi því ekki að Guð dæmi í málinu segir hann: „Jújú, en hann hreinsar ekki mannorð.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Hús Krossins að Hlíðarsmára 5-7 í Kópavogi. Ljósmynd/Hari Thelma Ásdísardóttir, ráðgjafi hjá Drekaslóð og kvennanna sem segja sögur sínar af kynferðislegu áreiti Gunnars í Krossinum. Ljósmynd/Hari Brynjar Níelsson, lögmaður og ráðgjafi þeirra Gunnars í Krossinum og eiginkonu hans, Jónínu Ben, vegna frásagna um fyrnda kynferðislega valdníðslu Gunnars. Ljósmynd/Hari Eldri sögur af brotum ekk- ert ógeðfelldari en aðrar Thelma segir þolendur kynferðisofbeldis eiga rétt á að segja sögu sína, burtséð frá því hvar ofbeldismaðurinn sé staddur í lífi sínu. 20 fréttaskýring Helgin 10.-12. desember 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.