Fréttatíminn - 10.12.2010, Side 63

Fréttatíminn - 10.12.2010, Side 63
Skógræktarfélag Reykjavíkur www.heidmork.is www.facebook.com/heidmork P & Ó Velkomin í Jólaskóginn í Heiðmörk og Jólatrjáasöluna Kauptúni í Garðabæ Jólaskógurinn í Hjalladal Heiðmörk opnar laugardaginn 11. desember opið tvær helgar fram að jólum kl. 11-16 Komið og höggvið eigið tré! Í boði eru úrvals íslensk jólatré. Einnig nýhöggvin tré á staðnum, tröpputré og eldiviður. Jólasveinar, kakó og piparkökur handa öllum! Borgarstjóri kemur ásamt fjölskyldu og velur sér tré kl. 11. Jólatrjáasalan í Kauptúni Garðabæ opnar föstudaginn 10. desember opið virka daga kl. 15-21 og um helgar kl. 10-21 fram að jólum Jólatrjáasalan í Kauptúni er við hliðina á Bónus í Kauptúni 3. Þar gefst kostur á að versla úrvals, nýhöggvin íslensk tré á góðu verði. Jólamarkaðurinn á Elliðavatni Heiðmörk opið allar helgar fram að jólum kl. 11-17 Íslensk jólatré, handverk og hönnun. Fallegar jólaskreytingar úr skógarefni. Jólasveinar heilsa upp á gesti. Rithöfundar lesa úr nýútkomnum bókum. Barnastund í Rjóðrinu, harmonikkuleikur og kórsöngur. í ll l i l i i l f j l l. i i i i ! i l í l j l . i i i , l i i . l i , i ll ! j i fj l l l l. . í i f i i i l. l l. f j l l j l í i i li i í i . f l l , i í l i. lli i i i ll l f j l l. l j l , . ll j l i f i. l i il i. i f l . í j i , i l i . Veisluþjónusta Erfidrykkjur - Jólahlaðborð - Þorraveislur - Árshátíðir Heimaveislur - Skírnarveislur - Fermingar Afmæli - Brúðkaup - Partý Er útskriftarveisla eða partý á næsta leiti? Kynntu þér spennandi og girnilega tapas rétti á www.soho.is Örn Garðarsson, matreiðslumeistari Soho catering veisluþjónusta • 692 0200 • orn@soho.is • www.soho.is Hvaða ilm tengjum við jólunum? Fyrir sumum er það hangikjöt eða rjúpur. Öðrum finnst epla- og mandarínulykt minna á jólin og svo er margháttaður kryddilmur og kryddbragð sem við tengjum við jólin og þó einkum og sér í lagi við jólabaksturinn. Jólalegustu kryddtegundirnar eru kannski kanill og negull en svo mætti líka nefna engifer, allrahanda og kardimommur. Allar þessar kryddteg- undir voru mikið notaðar fyrr á öldum til að krydda alls konar rétti, bæði kjöt, fisk og grænmeti, en í lok miðalda hurfu þær mikið til úr evrópskri matargerð, að minnsta kosti norður-evrópskri – nema í kökubakstrinum. Þar hélt þetta ilmríka, austurlenska krydd vinsældum sínum og til urðu alls konar kryddaðar smákökur, brauð og tertur. Bragð og ilmur af flestu kryddi kemur best fram þegar það hitnar. Það er þess vegna sem heilt krydd er oft ristað á pönnu áður en það er malað og það er þess vegna sem kitlandi ilminn leggur um allt hús þegar bakaðar eru piparkökur. Bragðmesta og ferskasta kryddið fær maður með því að kaupa heilt krydd og mala það en sumt af jólakryddinu er mjög erfitt að mala í heimahúsum. Það gildir til dæmis um negulnagla og kanilstengur og þá er um að gera að láta kryddið ekki verða mjög gamalt því bragðið dofnar með aldrinum. Ef krydd- ið er sjaldan notað getur borgað sig að kaupa litla kryddbauka fremur en stóra þótt þeir stóru séu hlutfallslega ódýrari því að ef notaðar eru tvær teskeiðar af negul á ári endist stóri baukurinn til 2025 eða svo og þá er hætt við að lítið bragð sé eftir í kryddinu. Krydd, hvort sem það er heilt eða malað, á alltaf að geyma í loftþéttu íláti á dimmum stað (nema ílátið sé ógegnsætt), þurrum og svölum. Oft er kryddhilla fyrir ofan eldavélina en það er satt að segja einn versti staðurinn til að geyma kryddið, einkum og sér í lagi það sem sjaldan er notað. En ef maður ætlar að baka smákökur og í uppskriftinni er hálf teskeið af einhverju kryddi sem maður á ekki og hefur aldrei notað, þarf þá að kaupa það og nota svo kannski aldrei aftur? Nei, ekkert endilega. Ef þetta eru kökur með fleiri kryddtegundum má kannski sleppa þessu kryddi alveg eða nota aðeins meira af hinum. En svo er líka gott að eiga til brúnkökukrydd eða einhverja ámóta kryddblöndu og nota í staðinn. Og um að gera að prófa sig áfram með kryddtegundir og hlutföll í bakstrinum – kryddi í flestum krydduðum smákökum og kryddkökum er allt í lagi að breyta eftir smekk hvers og eins.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.