Fréttatíminn - 10.12.2010, Side 66

Fréttatíminn - 10.12.2010, Side 66
66 jólabaksturinn Helgin 10.-12. desember 2010 linis Ómissandi með laxinum Vörur frá Ópal Sjávarfangi fást í: Fjarðakaupum, Hagkaupum, Inspired by Iceland, Kaskó, Krónunni, Melabúðinni, Nettó, Nóatúni, Samkaupum Strax, Samkaupum Úrval, Sparversluninni og 10-11. B Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími: 585 8700 Hæðarsmára 6 201 Kópavogur Sími: 585 8710 Hafnarborg 220 Hafnarfirði Sími: 585 8720 www.madurlifandi.is Hátíðleg Ljúffengur, hollur og næringarríkur veislumatur fyrir alvöru sælkera. Okkar margrómaða hnetusteik er til sölu í verslunum Maður lifandi allan desember. hnetusteik 800 gr. | óbreytt verð frá því í fyrra kr. 2.800.- Hentugt í jólaboðið Inniheldur hvorki mjólkuafurðir né egg É g man alltaf þegar ég var unglingur og við vorum nokkrar stelpur staddar heima hjá einni vinkonu okkar snemma á aðventunni, sátum í eldhúsinu og vorum að spjalla saman. Allt í einu spurði hún: „Stelpur, hverju safna mömmur ykkar?“ Það varð eitt- hvað fátt um svör, engin kannaðist við að eiga móður sem safnaði einhverju sérstöku. Hún opnaði þá ís- skápinn og sagði: „Mamma mín safnar eggjum.“ Þetta var á þeim árum þegar eggjaskortur var algengt vandamál, ekki síst fyrir jólin. Húsmæður höfðu allar klær úti við að útvega sér egg í jólabakst- urinn og þegar egg komu í einhverja búð barst fréttin eins og eldur í sinu – þótt þetta væri löngu fyrir daga netsins og Facebook. Eggin voru þá oft skömmtuð, einn bakki á mann og sums staðar voru þau einungis seld ef annað var keypt með. Það var því reynt að nota eins lítið af eggjum og hægt var og það var ekki fyrr en eftir að þessu tímabili lauk sem marenstertur og marens-smákökur náðu þeim vinsældum sem þær hafa haft síðan, þótt þær væru vissulega þekktar áður. Flestir vita að þegar marens er búinn til þarf að þeyta eggjahvíturnar vel og lengi en færri átta sig á því að það er hægt að þeyta þær of mikið. Ofþeyttur marens lyftir sér minna en sá sem er hæfilega þeyttur og er óstöðugri; það er búið að þeyta of miklu lofti inn í hann og loftbólurnar sem myndast í honum og valda því að hann þenst út eru byrjaðar að springa. Marensinn er hæfilega þeyttur þegar topparnir sem myndast þegar maður lyftir þeytaranum halda vel lögun. Marensinn á líka að vera fallega gljáandi; ef gljáinn hverfur og marensinn verður mattari er hann ofþeyttur. Það eru nokkur fleiri atriði sem gott er að hafa í huga: Eggin eiga ekki að vera ísköld, það er best að taka þau úr kæli a.m.k. hálftíma áður en hvíturnar eru þeyttar. Það er samt auðveldara að aðskilja köld egg og því mætti byrja á að gera það og breiða svo plast- filmu yfir skálina með hvítunum og láta hana standa nokkra stund. Þá þeytast þær miklu betur en ef þær eru ískaldar. Skálin þarf að vera tandurhrein og þeytararnir líka. Best er að nota ekki plastskál því það gæti setið ósýni- leg fitufilma innan á henni og truflað þeytinguna. Sama er að segja um raka og því er um að gera að þerra skálina og þeytarana vel. Best er að hálfþeyta hvíturnar áður en byrjað er að bæta sykri út í smátt og smátt. Ef sykur er settur út í strax í upphafi getur það lengt þeytingartímann mikið. Þær þeytast betur ef svolítið salt er sett út í og verða stöðugri ef ögn af vínsteini (cream of tartar) er bætt út í. Hvorugt er þó nauðsynlegt. Marensinn „grætur“, það er vatnsdropar myndast á yfirborðinu þegar marensinn er bakaður: Hann er sennilega ofbakaður, annaðhvort of lengi eða við of háan hita. Sennilega er hann líka seigur. Styttu bökunartímann eða lækkaðu hitann. Marensinn springur í ofninum eða þegar hann kólnar: Sennilega er hlutfall sykurs of lágt. Hæfilegt sykurmagn er gjarna talið 50-60 g fyrir hverja eggjahvítu. Marensinn festist við bökunarpappírinn: Hann ætti að losna sjálfkrafa þegar hann er fullbakaður, þá er botninn orðinn þurr og loðir ekki lengur við. Bakaðu hann aðeins lengur. S arah Bernhardt fæddist í París árið 1844. Hún var frægasta leikkona heims á sínum tíma, lék mörg þekktustu hlutverk heims- bókmenntanna og lék meira að segja Hamlet í stuttmynd árið 1900. Hún var geysilega vinsæl um alla Evrópu og raunar víðar. Árið 1907 komu endurminningar hennar út og fjórum árum síðar voru þær þýddar á dönsku og gefnar út í Danmörku. Af því tilefni heimsótti leikkonan Danmörku. Hún var þá komin hátt á sjötugsaldur. Danir vildu gera eitthvað sérstakt til að fagna leikkonunni og bakaranum Johannes Steen var falið að skapa nýja köku. Hann brást vel við og bjó til súkkulaðiþaktar möndlumakrónur með súkkulaðitrufflufyllingu – kökurnar sem við þekkjum nú sem Söru Bernhardt-kökur eða sörur. Oft er sagt að Ástríður Guðmundsdóttir hafi fyrst birt uppskrift að sörum á íslensku, í Gestgjafanum 1987. Það var áreiðanlega þessi upp- skrift sem varð til þess að breiða út söru-fagnaðarerindið um landið, enda var hún í köku- eða jólablaðinu, þegar fólk er í smákökustuði. En fyrsta uppskriftin sem ég hef fundið (Sarah Bernhardt Lúxus smákök- ur) birtist þó í Morgunblaðinu 3. júní 1980. Sennilega hafa fáir freistast til að baka sörur í júní og uppskriftin sló ekki í gegn fyrr en Ástríður birti hana nokkrum árum síðar. Nokkur algeng marensvandamál Marensbakstur og eggjaþeyting Flestir vita að þegar marens er búinn til þarf að þeyta eggja­ hvít urnar vel og lengi en færri átta sig á því að það er hægt að þeyta þær of mikið. Hver var Sarah Bernhardt og af hverju heita sörur eftir henni?

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.