Fréttatíminn - 10.12.2010, Síða 78

Fréttatíminn - 10.12.2010, Síða 78
78 bíó Helgin 10.-12. desember 2010 P resturinn Cotton Mar-cus býr með eiginkonu sinni og syni í Baton Rouge í Louisiana. Hann á að baki langan feril sem sær- ingamaður og hefur í gegnum tíðina hrakið illa anda úr lík- ömum fjölda fólks. Þrátt fyr- ir þennan árangur í starfi er hann efins í trúnni og í tals- verðri sálarkreppu eftir að særing hjá samstarfsmanni hans misheppnaðist með þeim afleiðingum að ungur drengur lést í miðjum klíðum. Hann ákveður því að hætta baráttunni við útsendara djöf- ulsins og láta allar særingar lönd og leið. Hann lætur þó til- leiðast að fremja eina særingu þegar kvikmyndagerðarfólk biður um að fá að gera heim- ildarmynd um síðustu særingu hans. Markmiðið með heimild- armyndinni er að sýna fram á að særingar séu eintóm blekk- ing og Cotton er tilbúinn að taka þátt í þeirri vinnu. Hann velur af handahófi eitt af fjölmörgum bréfum sem honum hafa borist með beiðni um að flæma burt illa anda. Fyrir valinu verður Louis Sweetzer en á bóndabæ hans er allt í uppnámi vegna þess að flest bendir til þess að eitt- hvert annarlegt óféti hafi tekið sér bólfestu í dóttur hans, Nell, sem Ashley Bell leikur. Tilgangurinn helgar með- alið hjá Marcusi og hann kemur fyrir tólum og tækjum til þess að blekkja fjölskyldu Nell og telja þeim trú um að særingin sé raunveruleg. Að loknu góðu dagsverki hverfa Marcus og kvikmyndatöku- liðið á braut, þess fullviss að þeim hafi tekist að laga and- legt ástand stúlkunnar sem fjölskylda hennar hafði rang- túlkað sem andsetningu. En þá er ballið rétt að byrja þar sem Nell birtist óvænt á hótel- herbergi Marcusar og hegðar sér þannig að ljóst er að ekki er allt með felldu. Þannig að Marcus þarf að taka á öllu sínu til að reyna að bjarga stúlkunni og sjálfum sér. Hryllingsundrabarnið Eli Roth er einn framleiðenda The Last Exorcism en hann hefur sýnt og sannað með mynd- unum Cabin Fever og Hostel að hann kann bæði að skjóta fólki skelk í bringu og ganga fram af því með viðbjóði. Roth er Íslendingum að góðu kunn- ur. Þegar hann var unglingur dvaldi hann sumarlangt á bæn- um Ingólfshvoli í nágrenni Sel- foss árið 1991. Þar komst hann í snertingu við skemmt hey og fékk í framhaldinu skæðan húðsjúkdóm sem varð einmitt kveikjan að Cabin Fever. Þá heimsfrumsýndi hann, ásamt vini sínum Quentin Tarantino, Hostel á Íslandi að viðstaddri Þorgerði Katrínu Gunnars- dóttur, þáverandi mennta- málaráðherra, auk þess sem forsetinn bauð félögunum á Bessastaði. Aðrir miðlar: Imdb: 5,8/10, Rotten Tomatoes 72%, Metacritic: 63/100 Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó  the Last exorcism andsetin stúLka gerir Presti Lífið Leitt Ashley Bell leikur hina andsetnu Nell með miklum tilþrifum en eins og al- kunna er á andsetið fólk það til að fetta sig, beygja og teygja í allar áttir. Bell gerði allar sínar leikfimiæfingar sjálf og engar tæknibrellur voru notaðar þegar hún er sýnd taka beygjur sem flestir telja ómögulegar. Særingamaður í vondum málum Illir andar fara mikinn í kvikmyndahúsum í Reykjavík þessa dagana. Í Paranormal Activity 2 ofsækir púki bandaríska vísitölufjölskyldu og í The Last Exorcism, sem er frumsýnd í dag, tekur annar álíka andskoti sér bólfestu í líkama ungrar stúlku. Tilgang- urinn helgar með- alið hjá Marcusi og hann kemur fyrir tólum og tækjum ... P aranormal Activity virkaði merkilega vel sem hryllingsmynd í hráum einfaldleika sínum og sló óvænt í gegn í fyrra. Myndin var gerð fyrir lítinn pening og tekin á stuttum tíma þannig að hún skilaði vitaskuld miklum gróða. Það verður ljóst strax í upphafi Paranormal Acti- vity 2 að ætlunin er að feta örugga slóð fyrri myndar- innar án þess að brydda upp á of mörgum nýungum. Hér eru að vísu líf og limir heillar fjölskyldu í veði þegar óskil- greindur og ósýnilegur púki byrjar að herja á heimilið. Í fyrri myndinni var aðeins ungt kærustupar í skotlínu skrattakollsins. Myndunum er fléttað ágætlega saman þar sem húsmóðirin í nýju myndinni er systir konunnar sem óværan tók á taugum í fyrra og sögutími myndanna rennur saman og í raun eru það atburðir myndar númer 2 sem hrinda atburðarás fyrri myndarinnar af stað. Paranormal Activity 2 byrjar á því að hjónin koma sæl og glöð heim af fæðingar- deildinni með nýfæddan son sinn en fyrir á heimilinu er unglingsdóttir eiginmanns- ins frá fyrra sambandi og roskin, spænskættuð barn- fóstra sem veit sitt hvað um illa anda. Ekki líður á löngu þar til húsið er bókstaflega lagt í rúst, að því er virðist af skemmdarvörgum sem hirtu ekki um að stela neinum verðmætum. Þá eru öryggis- myndavélar settar upp úti um allt hús og við fáum aðallega að fylgjast með draugagang- inum í gegnum þær. Fjöldi myndavélanna er helsta ný- breytnin síðan síðast og sjón- arhorn áhorfandans víkkar talsvert með þeim. Þar fyrir utan eru möguleg fórnar- lömb púkans öllu fleiri núna en þar fyrir utan er um hálf- gert ljósrit af fyrri myndinni að ræða með þeim göllum að spennan ristir ekki nándar nærri jafn djúpt og það sem var ferskt og sniðugt fyrir ári er frekar þreytt í töku tvö. Þórarinn Þórarinsson Reikistefna óhreins anda  bíódómur ParanormaL activity 2  Nú ógnar illi andinn litlu barni en það er vitaskuld skothelt bragð að stefna börnum í lífs- hættu. Ævintýrin í Narníu halda áfram og sem fyrr gengur mikið á. Bíómyndirnar um ævintýraferðir krakkanna Lucy, Ed- mund og Eustace til Narníu hafa notið mikilla vinsælda. Nú er þriðja myndin komin í bíó á Íslandi og að þessu sinni eru herlegheitin í þrívídd. Myndirnar byggjast á sígildum sögum C.S. Lewis og þegar hér er komið sögu slást krakkarnir í för með Caspían prinsi á skipinu Dagfara. Á siglingunni, sem endar við endimörk heimsins, verða á vegi þeirra alls konar furðufyrirbæri og forynjur, þar á meðal drekar, dvergar og hafmeyjar. Aðrir miðlar: 7,0/10 Rotten Tomatoes: 63% Metacritic - Þriðja ferðin til Narníu Trainspotting 2? Trainspotting er ein þeirra mynda sem festu leikstjórann Danny Boyle í sessi. Af og til hefur umræða um framhalds- mynd skotið upp kollinum og nú er Boyle byrjaður að viðra slíkar hugmyndir. Hann segist telja nokkuð víst að af framhald- inu verði og hann og hans fólk sé þegar komið með nokkuð skýra mynd af því hvernig þau vilji sjá hana. Nokkur óvissa er þó um það hvort Ewan McGregor fæst til að endurtaka rullu Rentons en þeir Boyle hafa verið í fýlu hvor út í annan í allnokkur ár. Robert Carlyle segist hins vegar vera til í að leika Begbie strax í næstu viku og það launalaust. Clooney spáir í Enron George Clooney er ósmeykur við að takast á við umdeild verkefni, bæði sem leikari og leikstjóri, og hann er nú sagður hafa augastað á hinu vinsæla breska leikriti Enron sem hefur víða verið sýnt við miklar vinsældir. Clooney mun vilja koma verkinu á hvíta tjaldið og hefur hug á að framleiða bíómynd byggða á því og jafnvel leikstýra henni. Hryllingsmyndin The Exorcist frá árinu 1973 markaði ákveðin tímamót í sínum geira og óhætt er að segja að hún hafi komið flatt upp á áhorfendur sem margir hverjir yfirgáfu kvikmyndahúsin í rusli. Myndin gekk nær fólki en það átti að venjast og sögur komust á kreik um fólk sem féll í yfirlið yfir myndinni og gott ef ein- hverjir köstuðu ekki hreinlega upp. The Exorcist stenst tímans tönn vel og lifir enn á fornri frægð og er sú mynd sem allar aðrar særingamyndir lenda óhjá- kvæmilega í samanburði við. Leikstjórinn William Friedkin, sem hafði áður slegið í gegn með The French Connection, gerði The Exorcist eftir samnefndri sögu Williams Peters Blatty um unglings- stúlkuna Regan sem gerir líf einstæðrar móður sinnar að martröð þegar púkinn Pazuzu sest að í líkama hennar. Linda Blair öðlaðist heimsfrægð fyrir túlkun sína á Regan en náði ekki að festa sig í sessi í fremstu röð leikkvenna. Jesúítapresturinn Damien Karras er kallaður til. Hann er veikur í trúnni og púkinn á auðvelt með að finna á honum snögga bletti þannig að Karras sér ekki aðra leið færa en að leita til hins eina sanna sær- ingamanns, Lankester Merrin, sem Max von Sydow lék eftirminnilega. Leiðir Merrin og Pazuzu hafa áður legið saman þannig að fjandinn verður svo sannarlega laus þegar þessir andstæðingar mætast á ný. Merrin mætir til fundar við gamlan óvin á heimili Regan. Hinn eini sanni særingamaður Iron Man háður félögum sínum Þótt þegar hafi verið ákveðið að Iron Man 3 komi í bíó hinn þriðja maí 2013 hefur enginn hugmynd um hvernig handritið kemur til með að líta út. Ástæðan er einfaldlega sú að saga Iron Man kallast á við aðrar Mar- vel-hetjumyndir sem munu koma á undan og eitthvert samræmi verður að vera á milli mynda. Járnkallinn er því háður því sem Þór, Hulk, Captain America og The Avengers taka sér fyrir hendur á næstunni. Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.