Fréttatíminn - 10.12.2010, Page 94

Fréttatíminn - 10.12.2010, Page 94
94 dægurmál Helgin 10.-12. desember 2010 B ækurnar mínar hafa notið vin-sælda núna í tíu ár bæði hér heima og erlendis og ég er mjög þakklátur fyrir það. Þess vegna kemur kannski ekki á óvart þótt Furðustrand- ir geri það líka. Lesandinn kemst nær kviku lögreglumannsins Erlendar en nokkru sinni fyrr og það er gaman að heyra mismunandi sjónarhorn sem fólk hefur á sögu hans,“ segir metsöluhöfund- urinn Arnaldur Indriðason í samtali við Fréttatímann um ótrúlega velgengni nýjustu bókar hans, Furðustranda, sem selst hraðar en nokkur önnur bóka hans hefur gert – og er það ekki lítið afrek í ljósi þess að síðustu bækur hans hafa selst í hátt í þrjátíu þúsund eintökum hver. Egill Örn Jóhannsson hjá Forlaginu, útgáfu Arnaldar, segir að þegar hafi ver- ið prentuð hátt í þrjátíu þúsund eintök af Furðuströndum og ekki sé ólíklegt að endurprenta þurfi annað risaupp- lag. „Það stefnir í að Furðustrandir slái öll fyrri sölumet en Myrká, sem kom út 2008, er söluhæsta bókin hans til þessa með rúmlega þrjátíu þúsund seld eintök,“ segir Egill. Í haust bárust fréttir af því að Arnaldur hefði selt sjö milljónir eintaka af bókum sínum út um allan heim en hann segist lítið velta því fyrir sér og finni ekki fyrir neinni pressu vegna velgengninnar. „Ég hef aldrei fundið fyrir sérstakri pressu þegar ég er að skrifa. Ég skrifa mínar bækur ár frá ári án þess að hugsa of mikið um það sem er að gerast í kring- um þær. Ég held ekki að höfundar eigi að eltast við velgengni, hún verður yfirleitt til þar sem síst er von,“ segir Arnaldur. Furðustrandir er fjórtánda glæpasaga Arnaldar og hann hefur ekki hugsað sér að skipta um vettvang á næstunni. „Ég hef ekki velt því neitt fyrir mér. Ég er að vinna við nýja spennuskáldsögu, sem ég á von á að komi út 1. nóvember að ári,“ segir Arnaldur. oskar@frettatiminn.is  arnaldur IndrIðason ný metsöluBók  meIstarakokkar ÁhugamÁl „Velgengnin verður til þar sem hennar er síst von“ Furðustrandir, nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar, hefur farið betur af stað en nokkur önnur bóka hans, að sögn útgefanda. Arnaldur segist sjálfur vera þakklátur fyrir vinsældir hennar. m eistarakokkarnir Kjartan Gíslason, Eyþór Rúnarsson og Gunnar Karl Gíslason komust heldur betur til himna þegar þeir heimsóttu New York á dögunum. Tilgangur ferðar- innar var að kynna íslenska mat- reiðslu en þeir notuðu tækifærið til að snæða hádegisverð á veit- ingastaðnum Per Se sem þykir einn sá flottasti í veröldinni, með þrjár Michelin-stjörnur. Kjartan segir í samtali við Fréttatímann að þetta sé áhuga- mál þeirra félaga og þeir reyni alltaf, hafi þeir tíma og fjármagn, að borða á flottum stöðum þegar þeir eru erlendis. „Þetta var óað- finnanlegt. Matreiðslan frábær og bragðið sömuleiðis,“ segir Kjartan en þeir félagar fengu sér níu rétta hádegisverð og eyddu þremur og hálfum tíma í matinn. „Við fengum meðal annars foie gras, dádýr, sæeyru og hörpu- skel. Þetta var veisla,“ segir Kjartan. Svona ferðir á flottustu veitingastaði heims eru þó ekki eingöngu til að kitla bragðlauk- ana því menn eru líka á hött- unum eftir lærdómi og meiri þekkingu. „Það komu margar hugmyndir upp þarna og eitt- hvað situr eftir.“ Og málsverðurinn var ekki ókeypis því hver þeirra borgaði 400 dollara. „Vel þess virði,“ seg- ir Kjartan og bætir við að Per Se sé örugglega á topp fimm listan- um yfir bestu veitingahús sem hann hefur komið á. óhþ Borðuðu sæeyru í New York Sænska veðmálafyrirtækið Betsson hefur enga trú á íslenska landsliðinu í hand- bolta á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Svíþjóð í næsta mánuði. Betsson telur líkurnar á að silfurliðið frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsliðið á EM í Austurríki verði heimsmeistari séu 1/20. Alls telja sænsku veðmálasérfræðingarnir sjö lið líklegri til að vinna titilinn. Frakkar, Ólympíu- og Evrópumeistarar, eru efstir á blaði en síðan koma Danmörk, Spánn, Króatía, Þýskaland, Pólland og Svíþjóð. Betsson hefur ekki trú á Íslandi Þreytandi lögregluheimsóknir Jón Hallgrímsson, betur þekktur sem Jón stóri, er orðinn leiður á tíðum húsleitum sem lögreglan gerir hjá honum, ef marka má Facebook-síðu hans. Lögreglan hefur einu sinni tekið hús á Jóni svo eftir var tekið en það var fyrir rúmu ári þegar lög- reglumenn mættu gráir fyrir járnum heim til Jóns þar sem sést hafði til vopnaðs manns í garðinum. Síðar kom í ljós að þar var á ferðinni meindýraeyðir með stórt vasaljós. Löggan virðist hafa bankað upp á hjá Jóni á miðvikudag en þá skrifaði hann eftir- farandi á Facebook: „Lögreglan að ljúka en einni húsleit hjá kallinum sem stóðst með prýði eins og venjulega ;)................ orðið frekar þreyttandi samt sem áður...“ Eineygður köttur á Eyjafjallajökli Gosinu í Eyjafjallajökli hafa verið gerð ágæt skil í bókum en sú sem hlýtur að teljast þeirra skemmtilegust er hin nýútkomna Eineygði kötturinn Kisi og leyndardómar Eyjafjallajökuls eftir fjöllistamanninn Hug- leik Dagsson. Þetta er fyrsta bókin um Kisa sem Hugleikur teiknar ekki sjálfur en hann leggur til textann við myndir Péturs Antonssonar sem býr í San Francisco þar sem hann er eftirsóttur teiknari. Annars er það helst að frétta af Hugleiki að eftir helgi fer glænýtt lag um Kisa, eftir Hugleik og Þormóð bróður hans, í spilun á útvarps- stöðvum. Það stefnir í að Furðustrandir slái öll fyrri sölumet ... “ Arnaldur Indriðason hefur sjaldan eða aldrei fengið jafngóða dóma fyrir bækur sínar eins og fyrir Furðustrandir nú. Hún fékk meðal annars fjórar stjörnur frá Páli Baldvini Baldvinssyni, bókmenntagagnrýnanda Fréttatímans. Ljósmynd/Ralf Baumgarten Bækur Arnaldar Synir duftsins 1997 Dauðarósir 1998 Napóleonsskjölin 1999 Mýrin 2000 Grafarþögn 2001 Röddin 2002 Bettý 2003 Kleifarvatn 2004 Vetrarborgin 2005 Konungsbók 2006 Harðskafi 2007 Myrká 2008 Svörtuloft 2009 Furðustrandir 2010 Eyþór Rúnarsson og Gunnar Karl Gíslason sjást hér skála í kampavíni á Per Se í New York. Ljósmyndari: Kjartan Gíslason Þetta var veisla.“ Bær Rúnar S. Gíslason Lögg. fasteignasali. Við bjóðum Davíð Ólafsson söngvara velkominn til starfa david@remax.is - 897 1533 Hann er jákvæður og kraftmikill sölufulltrúi sem lætur verkin tala ... .... og syngja Ókeypis verðmat án skuldbindinga

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.