Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 75

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 75
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 779 stofnunum landsins. Þannig yrðu smám saman til dreifðir samtengjanlegir gagnagrunn- ar. Miklu skiptir að þróun þessi haldi áfram, og virðast hugmyndir þær sem fram eru settar í frumvarpið gefa færi á því bæði til hagræðis við notkun sjúkragagna í daglegu starfi en ekki síður vegna mik- ils vísindagildis, bæði að því er varðar rannsóknir á erfða- tengslum sjúkdóma og ekki síður rannsóknir á faralds- fræði og lýðheilsu. Slíkar rannsóknir er af ýmsum ástæðum gott að stunda hér- lendis og möguleikar á sér- stæðu framlagi Islands í þessu efni hefur verið mönnum ljós árum saman og ýmsar rann- sóknastofnanir byggt starf sitt þar á, til dæmis Hjartavemd, Krabbameinsfélagið, Erfða- fræðinefnd og fleiri. Með hugmyndum frum- varpsins er einnig í fyrsta sinn leitast við gera heilsufarsupp- lýsingar að verðmæti sem gagnist landsmönnum. Slík hugmynd er einstök og athygli verð. Hún hefur eftir því sem við best vitum ekki verið reynd annars staðar. Ýmis álitamál hafa þó vakn- að við umfjöllun um frum- varpsdrögin og lúta m.a. að eftirfarandi: 1. Er þörf á miðlægum gagna- grunni, umfram marga smærri og dreifða? 2. Hvernig er persónuleyndar gætt? 3. Eiga heilsufarsupplýsingar að vera fjárhagsleg auðlind? Hvemig er gjaldtöku háttað? 4. Hver á heilbrigðisupplýs- ingar og hver hefur um þær forræði? 5. Þarf upplýst samþykki sjúklinga? 6. A einkaleyfi rétt á sér? 7. Hvers konar upplýsingar fara í gagnagrunninn? Hvernig verður skráningu háttað og eftirliti með fram- kvæmd? 8. Er jafnræði til rannsókna tryggt? Meginniðurstaða Vísindasiðanefnd hefur í áliti sínu dagsettu 2. septem- ber 1998 varað við gerð mið- lægs gagnagrunns í því formi sem gert er ráð fyrir í frum- varpsdrögunum og lýst and- stöðu við þá hugmynd. Að álitinu standa allir aðalfulltrú- ar nefndarinnar að formanni undanskildum. Enda þótt við séum í reynd sammála sumum af þeim ástæðum sem fram koma í meginniðurstöðu þorra nefndarmanna og skiljum áhyggjur þeirra af svo flóknu máli getum við ekki á þessu stigi verið jafn ákveðnir í af- stöðu gegn frumvarpinu og þeir. Helstu ástæður þessarar efahyggju eru eftirfarandi: A Rétt er að flestum vísinda- legum markmiðum sem stefnt er að í miðlægum gagnagrunni má ná með að- skildum gagnagrunnum sem unnt væri að tengja saman við leit að tilteknum upplýsingum (en líklega ekki öllum). Hins vegar getur miðlægur gagna- grunnur auðveldað slíka vinnu verulega og gert hana skilvirkari. B Ekki fáum við séð að veru- legur munur sé á dreifðum gagnagrunnum á kennitölu (sem ákveðið hefur verið að koma á fót) og dulkóðuðum miðlægum gagnagrunni að því lýtur að vernd persónu- upplýsinga og hættu á inn- brotum og misnotkun. Jafnframt gerum við okkur grein fyrir að mögulegt verður að brjótast inn í báð- ar tegundir og dulkóðun veitir ekki fullkomið öryggi að þessu leyti. Þó þarf þar brotavilja til og líklega í flestum tilvikum verulegan tíma og mannafla. Olíklegt er að slíkt yrði brotamanni til fjár og ljóst að slíkt var- aði umsvifalaust missi rekstrarleyfis eða áskriftar. C Með þeim fjármögnunar- hugmyndum sem tengjast þessu frumvarpi virðist mun líklegra að unnt verði að tölvuvæða íslenska heil- brigðiskerfið en með því móti sem gert hefur verið hingað til. Þetta gæti því verið veruleg lyftistöng fyr- ir vísindarannsóknir á Is- landi. Einnig er það í sam- ræmi við þá afstöðu að heilsufarsupplýsingar megi nýta til fjár svo fremi sem ágóðinn fari til þeirra sem upplýsingamar veita. D Eins og fram kemur að neð- an er þó samþykki þeirra sem upplýsingar gefa skil- yrði þess að unnt sé að fall- ast á hugmyndina á bak við frumvarpið hvort sem gert er ráð fyrir ætluðu eða upp- lýstu samþykki. Hér verður einnig að hafa í huga að for- ræði hins opinbera á þegn- unum er takmarkað. Draga má vald hins opinbera í efa til söfnunar upplýsinga á þennan hátt. A sama hátt má efast um vald þess til að standa gegn notkun slíkra upplýsinga einkum ef það er vilji þess sem upplýsing- arnar veitir. Hér skiptir hins vegar miklu að rannsóknir sem gerðar verða fái til- hlýðilegt vísindasiðfræði- legt mat. I þessu samhengi er einnig vakin athygli á fyrirvara að neðan um einkaleyfi, eftirlit og rann- sóknafrelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.