Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 62
768 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 skuli eigi teljast persónugrein- anlegur ef persónugreining getur einungis átt sér stað með notkun greiningarlykils. Hér er því notuð hliðstæð aðferð við skilgreiningu og í fyrr- greindri samþykkt Evrópu- ráðsins. Það sem skiptir mestu máli í þessu sambandi er að persónuverndin sé nægilega tryggð. Með því að beita bestu aðferðunt við dulkóðun og vörslu og að greiningarlykill sé í höndum Tölvunefndar tel- ur ráðuneytið að svo sé. Að öðru leyti vísast til svars við 3. spurningu. 5. Er það réttur skilningur LI að þrátt fyrir að sjúklingur hafi rétt á að hafna því að upplýsingar um hann verði settar inn í gagnagrunninn, þá séu allar upplýsingar um hann settar inn í grunninn án kennitölu? Það er ekki réttur skilning- ur. Eins og fram kemur í 2. mgr. 8. gr. frumvarpsins tekur undanþága frá því að verða skuli við beiðni sjúklings um að upplýsingar um hann verði ekki fluttar í gagnagrunn á heilbrigðissviði aðeins „til upplýsinga sem nauðsynlegar eru vegna gerðar heilbrigðis- skýrslna og annarrar tölfræði- legar skráningar á vegum heil- brigðisyfirvalda." Ráðuneytið telur eðlilegt að við mat á því hvaða upplýsingar séu nauð- synlegar í fyrrgreindum til- gangi verði stuðst við ráð- leggingar landlæknis. 6. Hver er réttarstaða barna, afkomenda og látinna vegna upplýsingasöfnunar? Engin ákvæði eru í frum- varpinu um hver taki ákvörð- un f.h. barna um flutning upp- lýsinga í gagnagrunninn. Um það gilda því almennar reglur um hver tekur ákvörðun fyrir þeirra hönd, þ.e.a.s. foreldrar eða sá sem fer með forræði. Gert er ráð fyrir að farið verði með upplýsingar úr sjúkra- skrám látinna með sama hætti og upplýsingar úr sjúkraskrám lifandi einstaklinga sem ekki hafa hafnað því að upplýsing- ar um þá verði fluttar í gagna- grunn á heilbrigðissviði. Frumvarpið gerir ekki ráð fyrir því að börn geti hafnað því að upplýsingar um for- eldra þeirra séu færðar í gagnagrunninn. 7. Hver er nauðsyn frá- hvarfs frá nýlega markaðri stefnu stjórnvalda um dreifða gagnagrunna í heilbrigðis- keifinu? Frumvarpið felur ekki í sér fráhvarf frá stefnu um dreifða gagnagrunna í heilbrigðis- kerfinu. Sú stefna tekur til persónutengdra gagnagrunna til notkunar vegna þjónustu við einstaklinga. Frumvarpið fjallar hins vegar um miðlæg- an gagnagrunn með dulkóðuð gögn sem ekki má nýta til þess að kalla fram upplýsingar um einstaklinga, heldur ein- ungis um hópa. 8. Hafa stjórnvöld látið gera kostnaðargreiningu fyrir gerð og rekstur miðlœgs gagnagrunns annars vegar og gerð dreifðs gagnagrunna- kerfis hins vegar? Vinnuhópur um gagna- grunn á heilbrigðissviði hefur lagt mat á tölur sem komið hafa fram um kostnað við uppbyggingu gagngrunns. Ráðuneytið er að láta vinna nákvæmari kostnaðargrein- ingu. 9. Liggur fyrir áhœttumat á því hvað felst í svo umfangs- mikilli söfnun heilbrigðisupp- lýsinga um heila þjóð á einn stað? Ef svo er hvernig er áhœttan skilgreind? Ráðuneytið telur að með þeim ráðstöfunum sem gert er ráð fyrir til að tryggja öryggi upplýsinganna verði áhættan ekki meiri en í dreifðum per- sónutengdum gagnagrunnum. Nákvæmt mat á áhættu getur hins vegar ekki farið fram fyrr en búið er að útfæra nánar dulkóðun og aðrar öryggis- ráðstafanir í samræmi við kröfur Tölvunefndar. 10. Er eðlilegt að tvenn lög gildi um vísindarannsóknir, ein fyrir rekstrarleyfishafa gagnagrunns og önnur fyrir aðra vísindamenn? Almenn ákvæði um vís- indarannsóknir er að finna í lögum um réttindi sjúklinga og eru þar m.a. ákvæði um að- gang að upplýsingum úr sjúkraskrám. Þau ákvæði eru sett til að vernda persónuupp- lýsingar og til að vemda sjúk- linga sem taka beinan þátt í vísindarannsókn. I frumvarpi til laga um gagnagrunn á heil- brigðissviði er gert ráð fyrir því að sérreglur verði settar um aðgang rekstrarleyfishafa að upplýsingum úr sjúkra- skrám og vinnslu í gagna- grunni. Rökin fyrir því eru þau að búið verður að dulkóða upplýsingarnar áður en þær fara til rekstrarleyfishafa og hann hefur ekki aðgang að greiningarlykli Ákvæði 1. og 2. málsl. 10. gr. laga um rétt- indi sjúklinga um þátttöku í vísindarannsókn gilda um alla sem gera vísindarannsókn sem krefst þátttöku sjúklings. Á sama hátt eru í frumvarpi um gagnagrunn ákvæði um aðgang annarra vísindamanna að upplýsingum í gagna-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.