Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 725 stöðu og örvar þannig stöðugt innanfrumuboð- kerfi frumunnar. Æxlisgen sem skrá fyrir umritunarþáttum: Sem dæmi um þennan flokk æxlisgena eru svo- nefnd myc æxlisgen sem hvetja umritun prótína sem örva frumuskiptingar. Nokkuð mörg ár eru frá því vitað var að til þess að krabbamein geti myndast, þurfa tvö eða fleiri æxlisgen að vera tjáð afbrigðilega. Árið 1985 var sýnt fram á það að þegar æxlisgen var flutt inn í músafrumur varð engin breyting á vaxtarhraða frumnanna. En við samtímis flutn- ing tveggja æxlisgena inn í frumumar, uxu frumumar afbrigðilega in vitro og þegar þess- um frumum var komið í mýs, þá mynduðu þær krabbamein (5). Önnur músarannsókn gerð tveimur ámm síðar sýndi að við innleiðslu tveggja æxlisgena samtímis inn í dýrin, mynd- uðust krabbamein mun oftar og fyrr heldur en við innleiðslu eins æxlisgens (6). Bæligen: Mikilvægi gena sem bæla krabba- meinsmyndun kom í ljós í tilraun þar sem eðli- legri frumu var skeytt saman við krabbameins- frumu (hybridisation). Afurðin var ekki krabba- meinsfruma, heldur eðlileg fruma (7). Síðari rannsóknir sýndu að við tap á ákveðnum litn- ingasvæðum var hægt að breyta þessari frumu í krabbameinsfrumu (8). Ályktunin sem dregin var af niðurstöðum þessara rannsókna var sú að ákveðin gen innan litningasvæðanna, sem fjar- lægð voru, bældu tjáningu og virkni krabba- meinsgenanna í krabbameinsfrumunni En það var Alfred Knudsen sem fyrstur manna kom fram með kenningu um tilvist bæligena og er hún í raun forsenda nútíma skilnings á hlutverki þessara gena í krabba- meinsmyndun. Kenning hans gekk út á að út- skýra hvaða erfðaefnisskemmdir lægju að baki tveimur birtingarformum sjúkdómsins sjónu- kímfrumnaæxli (retinoblastoma) (9). Sjónu- kímfrumnaæxli myndast í sjónhimnu barna og getur annars vegar komið fram hjá einstakling- um án þekktrar fjölskyldusögu og hins vegar þar sem fjölskyldusaga er sterk. Einstaklingar án þekktrar fjölskyldusögu, fá yfirleitt æxli í annað augað. Hinir, það er að segja þeir sem hafa sterka fjölskyldusögu, eru um 30% sjúk- linga með sjónukímfrumnaæxli. Þeir fá oft á tíð- uin mörg æxli og yfirleitt í bæði augun. Knud- sen hélt því fram að einungis tvær stökkbreyt- ingar, ein í hvorri samsætu ákveðins gens, dygðu til þess að skýra myndun þessara tveggja birt- ingarforma sjúkdómsins, svokölluð tveggja Table 1. Inherited cancer syndromes (from ref. 14). Syndrome Main types of tumor Chromosome location Genes Familial adenomatous polyposis (FAP) Colorectal 5q APC von Hippel-Lindau disease Kidney, brain 3p VHL Multiple endocrine neoplasia type 1 Pituitary, pancreas parathyroid llq Menin Multiple endocrine neoplasia type 2 Thyroid "C" cells lOq RET Basal cell naevus (Gorlin) syndrome Skin, brain 9q PTCH Retinoblastoma Eye, bone 13q Rb Wilm’s tumor Kidney llp WTl Li-Fraumeni syndrome Sarcomas, CNS, leukemia, breast 1?P TP53 Neurofibromatosis type 1 Neurofibrosar- comas, glioma 17q NFl Neurofibromatosis type 2 Meningioma, auditory neoplasms 22 NF2 skota kenning (two-hit hypothesis). í sjúkling- um með enga þekkta fjölskyldusögu, þyrftu báðar stökkbreytingarnar að koma fyrir í einni og sömu frumu sjónhimnunnar, en líkurnar á því eru mjög litlar sem skýrir hvers vegna þess- ir sjúklingar fá aðeins eitt æxli. I arfbundnu formi sjúkdómsins taldi Knudsen aftur á móti að önnur stökkbreytingin væri þegar til staðar (hefði erfst) í öllum frumum sjónhimnunnar. Það þyrfti því aðeins eina stökkbreytingu til viðbótar að koma til svo æxli gæti myndast. Um það bil áratug síðar studdu rannsóknir kenningar Knudsens. Litningarannsóknir á frumum sjúklinganna sýndu að úrfellingar sáust oft á litningi 13 (10) þar sem retinoblast- oma genið (RB) fannst síðar (11-13). Með bætt- um aðferðum kom síðar í ljós að í krabba- meinsfrumunum reyndust báðar samsætur gensins stökkbreyttar (14). Æxlisbælikenning- in gerir þannig ráð fyrir því að báðar samsætur bæligena tapist ef jrau eiga að geta verið krabbameinsvaldar. Á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá áðurnefndum rannsóknum hafa fjölmörg bæligen verið skilgreind og komið hefur í ljós að vel flest arfbundnu krabbamein- in eru talin myndast vegna stökkbreytinga í þessum genaflokki (tafla I).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.