Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.10.1998, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84: 719-720 719 Ritstjórnargrein Siðfræði lækna og lyfjaframleiðendur Hagsmunir lækna og lyfjafyrirtækja fara ekki alltaf saman og þess vegna eru fjárhagsleg tengsl þessara tveggja aðila viðkvæm og oft umdeilanleg. Lyfjaframleiðendur styrkja á ýmsan hátt rannsóknir, ráðstefnur, útgáfufyrir- tæki og menntun lækna en hvort og á hvern hátt slíkt hefur áhrif á skoðanir og hegðun lækna er nánast óþekkt. Allt bendir til að lyfjaframleið- endur telji sig geta haft áhrif á lyfjaávísanir lækna með því að styrkja þá á ýmsan hátt. Að styrkir lyfjaframleiðenda geti haft áhrif á rann- sóknarniðurstöður eða að minnsta kosti túlkun rannsóknarniðurstaðna er enn viðkvæmara mál. Þeir sem óttast slík áhrif og hafa varað við of miklum fjárhagslegum tengslum lækna og lyfjaframleiðenda hafa hingað til ekki haft mikið í höndunum því að rannsóknir á þessu sviði hafa verið af skornum skammti. Nýlega birtist grein með niðurstöðum rann- sóknar á hugsanlegum áhrifum fjárhagslegra tengsla á afstöðu lækna til öryggis tiltekins lyfjaflokks (N Engl J Med 1998; 338; 101-6). Þessi grein og niðurstöður hennar hafa vakið mikla og verðskuldaða athygli. Á undanförnum árum hafa vaknað efasemdir um öryggi kalsíumgangaloka (calcium channel antagon- ists) við meðferð hjarta- og æðasjúkdóma og verður sú saga ekki rakin hér. Þessar efasemdir hafa leitt af sér allmikla umræðu þar sem sitt sýnist hverjum, einfaldlega vegna þess að mál- ið er óljóst og niðurstöðum rannsókna ber ekki alltaf saman. Þetta svið gefur þess vegna svig- rúm fyrir afstöðu sem mótast bæði af faglegum atriðum og tilfinningum og er vel fallið til rannsókna af þessu tagi. Höfundar leituðu uppi greinar þar sem öryggi kalsíumgangaloka var til rannsóknar og/eða umræðu á tímabili sem náði yfir stóran hluta áranna 1995 og 1996, alls 70 greinar. Niðurstöður þessara greina eftir af- stöðu til öryggis lyfjanna voru flokkaðar í þrjá flokka, jákvæðar, hlutlausar og neikvæðar. Haft var samband við höfunda greinanna og spurt um fjárhagsleg tengsl við framleiðendur kalsíumgangaloka eða annarra lyfja sem einnig eru notuð við sömu sjúkdómum (samkeppnis- aðila). Ekki verður annað séð en að vinnubrögð hafi verið hin vönduðustu, greinarnar voru til dæmis flokkaðar af tveimur til þremur óháðum aðilum og svarhlutfall höfunda var 80%. Rann- sóknin átti að svara þremur spurningum: 1. Eru þeir sem hafa jákvæða afstöðu til lyfja- flokksins líklegri en hinir til að hafa þegið fjárhagslegan stuðning frameiðenda slíkra lyfja? Svarið við þessari spurningu var já, slíkan stuðning hlutu 96% jákvæðra, 60% hlutlausra og 37% neikvæðra (p<0,001). 2. Eru þeir sem hafa neikvæða afstöðu til lyfja- flokksins líklegri en hinir til að hafa þegið tjárhagslegan stuðning frameiðenda annarra lyfja sem keppa við kalsíumgangaloka? Svarið við þessari spurningu var nei. 3. Eru þeir sem hafa jákvæða afstöðu til lyfja- flokksins líklegri en hinir til að hafa þegið fjárhagslegan stuðning einhvers lyfjafram- leiðanda? Svarið við þessari spurningu var já (100% jákvæðra, 67% hlutlausra og 43% neikvæðra; p<0,001). Þessi rannsókn sýnir greinilega fylgni milli fjárhagslegs stuðnings framleiðenda lyfja af vissum flokki og afstöðu lækna til öryggis lyfj- anna. Hún segir þó að sjálfsögðu ekkert um hugsanlegt orsakasamband. Þessi rannsókn er ekki fullkomin frekar en aðrar rannsóknir og höfundarnir benda sjálfir á ýmsa galla. Niður- stöðurnar eru hins vegar svo sláandi að tæplega verður efast um þær. Höfundar benda þó á að ekki megi draga of ákveðnar eða víðtækar ályktanir af niðurstöðum rannsóknarinnar en að læknar og aðrir sem stunda læknavísindi skuli taka þetta sem áminningu um að fara var- lega og hugsa vandlega sinn gang. Þeir benda jafnframt á að læknum hafi ekki tekist að finna aðferðir til að sýna hagsmunatengsl eða hags- munaárekstra af þessu tagi þar sem það á við. Til dæmis höfðu flestir höfundanna sem sam- band var haft við fjárhagsleg tengsl við lyfja- framleiðendur en það var einungis tíundað í tveimur greinum af 70.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.