Kjarninn - 10.10.2013, Side 86

Kjarninn - 10.10.2013, Side 86
02/05 kjarninn KviKmyndir Alexander S nemma á þessari öld ákvað leikstjórinn Oliver Stone, sem er með sérstakt blæti fyrir því að gera myndir um raunverulegar persónur, að tímabært væri að gera kvikmynd um Alexander mikla. Stór- skotalið leikara var kallað til. Flestir þeirra áttu það sameiginlegt að vera einhvers konar kyntákn. Allir voru kjánalegir. Augljóst var að Stone vildi leggja upp úr því að Alexander hefði mikinn áhuga á því að stunda kynmök með karl mönnum. Warner Bros-kvikmyndaverið lét hann hins vegar klippa út töluvert af þeim senum í upprunalegri útgáfu myndarinnar, sem var frumsýnd í lok árs 2004. Stemmningin varð því til- gerðarlega hómóerótísk án þess að það virtist þjóna neinum tilgangi. Colin Farrell lék bardagamanninn Alexander og leit út eins og starfsmaður í spilavíti með englaþema sem hafði fengið síðustu hárkolluna og ljótasta englabúninginn. Ang- elina Jolie, sem er einu ári eldri en Farrell, lék mömmu hans. Sem, eðlilega, var mjög súrt. Myndin var fokdýr og kostaði 155 milljónir dala. Hún fékk að sjálfsögðu hræðilega dóma en náði þó á ótrúlegan, og óskiljanlegan, hátt að hífa sig upp í smávægilegan hagnað eftir að hafa notið mikillar aðsóknar utan Bandaríkjanna. 16% Einkunn Rotten Tomatoes Smelltu til að horfa á stikluna

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.