Sagnir - 01.06.2003, Side 31

Sagnir - 01.06.2003, Side 31
SAGA ÍRAKS í LJÓSI NÝLIÐINNA ATBURÐA ógna hinum ríkjunum pólitískt, þar sem flest þessara ríkja eru ekki lýðræðisleg. Ef írak yrði lýðræðislegt gæti sú krafa komið ffam að lýðræði yrði einnig komið á meðal hinna ríkjanna. Þannig gætu þessi ríki ekki haft samskipti sín á miUi eða starfað saman eins og þau hafa getað gert hingað til.“ Atti Saddam Hussein stuðning altnennings í eigitt landi eða tneðal atinarra arabarikja á tneðatt á valdatið Itatts stóð? „Ef ég svara fyrst seinni spumingunni, þá held ég að arabar almennt hafi ekki stutt persónu Saddam Hussein. Flestir gera sér grein fyrir því hvers konar mann hann hefur eða hafði að geyma og fyrir því ofbeldi sem hann beitti þjóð sína á valdatíð sinni. Fólk hvorki treysti honum né dáðist að honum. Andstaða araba við innrás Bandaríkjanna stafar því ekki af aðdáun á Saddam Hussein heldur frekar afmikilli samúð með írökum sjálfum. Almenningur í landinu hefiir þurft að þola óvenju mikið síðustu tólf árin, ekki einungis vegna þess að fólkið hefur lifað við einræðisstjóm, heldur hefur þjóðin líka þurft að þola efnahagsþvinganimar. Samúðin með írökum er einnig til komin vegna hinnar miklu eyðileggingar í landinu og þar með enn meiri fatækt. Erfitt er að segja til um hvaða skoðanir almenningur í Irak hefúr á þessu máli. Margar fjölskyldur í írak hafa orðið fyrir barðinu á Saddam Hussein og stjóm hans. Hins vegar er mikil föðurlandsást í Irak og írakar hafa einungis haft aðgang að fjölmiðlum sem stjórnað var af ríkisstjóm Hussein. Hafa verður í huga að Hussein var við völd frá því 1979 og fyrir marga sem fæddir em eftir 1979 eða rétt þar á undan, var líf undir stjóm hans eðlilegt ástand og fólk þekkti nánast ekkert annað. Ég tel að festir hafi verið ánægðir með Hussein en fólk vissi ekki hvað tæki við ef hann félli frá völdum og trúði ekki endilega að sá sem tæki við yrði betri kostur. Með stríðinu varð almenningur orðinn að hinum “collateral damage” sem um er rætt. Spumingin var því hvort fólk kysi heldur að vera á lífi undir einræðisherra eða dautt en undir lýðræði. Ég held að írakar hafi óttast mjög þessar áætlanir um innrás og vildu ekki bola honum frá með þessum hætti. Þó em margir innan írak, svo sem Kúrdar, sem studdu þessa leið þannig að það er ekki einfalt að svara þessari spumingu. Eitt af vandamálunum í írak í dag er að það er enginn líklegur eftirmaður Hussein og fólk er ekki sammála um hver eigi að taka við. írakar óttast mjög að út brjótist borgarastyijöld þar sem hinir ýmsu hópar innan íraks muni berjast um völd og nota tækifærið til að hefna sín vegna ýmissa misgjörða síðustu ára.“ Er tnikið Itatur í garð Baiidaríkjamanna í írak og ef svo er, er það þá einnig arfurfrá Persaflóastríðinu? ,Já, ég myndi segja að fólk líti ekki mjög jákvæðum augum á ríkisstjóm Bandaríkjanna. Það era fýrst og fremst Bandaríkjamenn og Bretar sem hafa haldið uppi efnahagsþvingunum á Irak sem hafa valdið því að mörg hundmð manns hafa látist. Fólkið horfir líka til stuðnings Bandaríkjamanna við ísrael og flestir Irakar hafa rnikla samúð með Palestínumönnum. Það er þvi ekki margt sem Bandaríkjamenn hafa gert síðustu 25 árin á þessum slóðum sem hefur stuðlað að jákvæðri ímynd þeirra. Þessi neikvæða ímynd stafar fýrst og fremst af utanríkisstefnunni, sem fólk er ósammála og hefur orðið fýrir barðinu á. Á hinn bóginn njóta Bandaríkin niikillar aðdáunar, sérstaklega á meðal Iraka, sem sjá að þar er mjög opið þjóðfélag sem býður upp á mörg efnahagsleg tækifæri. írösk fjölskylda x flóttamannabúðum eftir Penaflóastríðið 1991. Eg held að ef írakar gætu, myndu vel flestir vilja fara til Bandaríkjanna til þess að læra eða vinna.“ Líta Irakar og aðrir arabar ekki tnikið til ísraels og bera saman stefnu Bandaríkjamanna í ísrael og svo aftur Irak og hafa notað stefnu Bandaríkjamanna í Ísrael settt áróður gegtt stríðinu í írak. í stuttu tttáli, saka þeir Baiidaríkjamenn ekki tttit tvískinnungsliátt í utan- ríkisstefnu sitttti? „Ég held ekki að þeir beri þessar tvær deilur saman og sjái einhveija hliðstæðu þar á. Fyrst og fremst finnst þeim Bandaríkjamenn hvorki vera samkvæmir sjálfúm sér, né hlutlaus aðili í þessum málum. írakar telja að Bandaríkjamenn nýti sér ofbeldisfullar aðferðir til að ná fram friði og benda á að Bandaríkjamenn hafa stutt ríkisstjóm Anels Sharons í ísrael sem hefur einmitt notað svipaðar aðferðir gegn Palestínumönnum, í stað þess að setjast við samningaborðið og semja. ísraelsmenn halda uppi stríði við Palestínumenn, sem hefur valdið gífurlegri eyðileggingu bæði í samfélagi Palestínumanna og í ísrael og margir telja að Vesturlönd og samstarfslönd þeirra líti svo á að ekki sé hægt að semja við leiðtoga Austurlanda, hvorki Yasser Arafat né Saddam Hussein. Eina leiðin til að halda stöðugleika á þessum slóðum sé að halda uppi stöðugu stríði og segjast þannig tryggja öryggi fólks. Kannski er hliðstæðan sú, en ég held að almennt séð líti arabar svo á að Irakar og Palestínumenn séu fórnarlömb bandarískrar utanríkisstefnu og eiga auðvelt með að setja sig í fótspor þessa fólks. Þeir álíta að enn á ný séu þeir, það er að segja arabar eða fólk úr þriðja heiminum, fómarlömb heims valdas tefnunnar. ‘ ‘ Hvernig hefur samskiptum íraka við nágrannaþjóðimar veríð háttað eftir Persaflóastríðið? „Irak hefur verið útlagaríki síðustu tólf árin og stífar efnahagsþvinganir á landið hafa valdið því að stjómvöld hafa hvorki getað stýrt efhahagsmálum þjóðarinnar né sinnt félagslegri þjónustu við íbúana. Bæði vöruflutningur og fólksflutningur inn og út úr landinu hefúr verið heftur. Almennt séð hafa vel flest ríki sett Irak á svartan hsta og þeir hafa lítið tekið þátt í alþjóðastjórnmálum á undanfömum ámm. Nú síðastliðna mánuði hefur Irak SAGNIR 29

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.