Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 55

Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 55
MÓDERNISMINN OG NÝRAUNSÆIÐ Hjónabandið fékk líka sína útreið hjá nýraunsæis- höfundunum og mátti oft á þeim skilja að það væri úrelt stofnun. Stundum var staða kvenna innan þess harðlega gagnrýnd eins og kom skýrt fram í sögu Guðlaugs Arasonar, Eldhúsmellum (1978): „[HJjónabandið er ekkert annað en kaupsamningur og hefur aldrei verið annað. Þar er verslað með öryggi, tryggð og peninga. Sá senr verri vöru hefur fram að bjóða verður undir, og undantekningarlítið eru það við konurnar. Hjónabandið er í eðli sínu smáborgaralegt fyrirtæki, þar sem karlmaðurinn ræður yfir konunni. ... Níutíu og níu prósent af giftum konum á Islandi eru eldhúsmellur”.24 Menningargagnrýni hinna nýraunsæju höfunda beindist ekki aðeins að filabeinsturnum hámenningarinnar, hjónabandinu og samskiptum kynjanna. Atvinnulífíð og vélgengni tæknisamfélagsins fékk sinn skerf líka. Sú samfélagsmynd sem birtist í skrifum þessara höfunda var oft Htuð af pólitískri hugmyndaffæði vinstrimanna með sósíahskum og marxískum áherslum. I bók sinni, Galeiðunni (1980), fjaUaði Olafur Haukur Símonarson um hóp ungra stúlkna sem starfa í dósaverksmiðju. Þar leitast hann við að sýna það ófrelsi sem þær búa við, bæði á vinnustað og í einkalífi, og það galeiðumynstur sem þær eru í raun hnepptar í. Vinnan er einhæf og innihaldslaus, umhverfi verksmiðjunnar er yfirþyrmandi og það er stutt í firringuna: Von bráðar er hún komin í verksmiðjuhverfið. Háar girðíngar, draugalegar skemmur, haugar af brotajámi, mótatimbri og tunnum. Verksmiðjuhúsin, stór og drúngaleg gímöld, standa niðri við sjóinn. ... Jónína hverfur inn um stórar dyr. Hún hrekkur í kút þegar klukkan stimplar á kordð hennar. ... Ein dós kemur, önnur fer, einn kassinn kemur, annar fer, steindauðir hlutir velta framhjá. Handtökin eru vélræn, bjóða ekki upp á neinar nýjúngar þegar þau eru einu sinni lærð, bara endurteknínguna ... þetta er storkun við allt sem heidð getur að brúka á sér hausinn.25 Löngum hefur samhengið milh skáldsagnagerðar og leikritunar í íslenskum bókmenntum verið talið náið. Það samhengi kom greinilega ffarn á áttunda áratugnum og virtist aðeins styrkjast með almennari leikhstaráhuga sem skilaði sér í aukinni aðsókn í leikhúsin. Þessi tengsl birtast vel í verkum Vésteins Lúðvíkssonar er sendi frá sér tvö leikrit sem voru mjög í anda sagnagerðar hans. Leikritin Eftirþankar Jóhönnu og Stalín er ekki hér (1977) gerast í reykvískri samtíð. Frásagnaraðferðin er raunsæisleg og bæði verkin leitast við að skýra ófarir sögupersónanna út ffá félagslegum orsökum og skella skuldinni á samtíð og samfélag. Segja má að andborgaraleg afstaða sé hreyfiafl sögu og leiks og ef til vill má tala um hatur á hinni borgaralegu fjölskyldu. „[Hjugmyndir um ffelsi sem hreyft er bæði í sögunni og leikritinu fela einkum í sér rómantíska drauma um ástir, frjálst og óheft kynlífi lausn undan kvöð og skyldu hefðbundins hjúskapar- og fjölskyldulífs."26 Dægurtónlist og hippamenning hafði líka sín áhrif í íslensku leikhúsi. Hópur ungra leikara sem vildi tengja leiklistina rokktónhst samdi Poppleikinn Óla sem settur var upp í Tjamarbíói um 1970. Hann fjallaði um Hfi óskir og vandamál ungs fólks á opnari og hispurslausari hátt en áður hafði tíðkast. Hljómsveitin Óðmenn sá um tónUstina og var söngleikurinn vel sóttur af ungu fólki. Vorið 1971 setti svo Leikfélag Kópavogs upp söngleikinn Hárið í Glaumbæ og hlaut hann líka góðar viðtökur. A þessum ámm var töluvert um starfsemi sjálfstæðra leikhópa sem störfuðu um lengri eða skemmri tíma og settu offi upp leikrit með samfélagslegri umræðu, bæði fyrir börn og fuUorðna. Hjónin Amar Jónsson og Þórhildur Þorleifsdóttir stofnuðu Alþýðuleikhúsið 1975 en þar var í gangi öflugasta leiklistarstarfsemi sem fram fór utan stóm leikhúsanna. Viðfangsefni þess tengdist gjarnan samfélagsádeilu og var jafhffiamt leitast við að ffamþróa leikaðferðir Leiksmiðjunnar sálugu. „Þannig reyndi Alþýðu- leikhúsið að sameina tvo þætti í þeirri geijun sem varð í leikhúsHfi þessara ára, en áttu aUt of sjaldan samleið: nýbreytni í formi og gagnrýnið inntak.“27 Af þeim íslensku leikritum í nýraunsæisstíl sem sett vom upp á þessum ámm varð Stundarfriður Guðmunds Steinssonar, sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu 1979, langvinsælast og var jafnvel taHð marka tímamót í sögu samtímaleikritunar. Verkið fékk mjög góða dóma bæði hjá gagnrýnendum og almenningi. Gagnrýni verksins á lífshætti nútímamannsins byggist á siðferðilegum rökum. Gegn hinni banvænu, kaup- og tæknivæddu nútíð er haldið ffam hugmynd um óbrengluð Hfsgildi fýrri tíma, með sínum einfaldari, fijórri og Hfvænni samfélagsháttum. SHk upphafning gamaUa og uppmnalegra dyggða og gUda er auðvitað þekkt úr margs konar skáldskap og spilaði umtalsvert hlutverk í þeirri raunsæishefð sem hafði verið ráðandi í skáldsagna- og leikritagerð Islendinga. En ekki vom aUir jafn ánægðir með þá samtíðarsýn sem birtist í verkinu. I umfjöUun um Stundarfrið sagði meðal annars: „Er ekki orðin þörffýrir „raunsæi" sem dýpra ristir, tekur okkar eigin samtíð og samtíma vemleika, þar með hugmyndir okkar sjálffa um hann, til djúptækari rannsóknar en felst eða falist getur í þessum hefðbundna harmagrát um Hfsháskann af öUum okkar lífsgæðum?"28 Á síðari hluta 8. áratugarins voru margir búnir að fá sig fuUsadda af „flötum" stílbrögðum hinna nýraunsæju höfunda. Efasemda fór einnig að gæta um áhrif hinnar póhtísku baráttu skáldanna og héldust þær í hendur við minnkandi áhrif vinstrimanna og hægrisveiflu á stjómmálasviðinu. Adeilu- og baráttubókmenntimar gátu ekki dugað til langframa, til þess vom þær allt of uppteknar af því að hafa þjóðfélagsleg áhrif. Sjálfir urðu höfundarnir ffáhverfir „afhjúpunarbókmenntum“ sínum. Nýir höfundar komu ffam sem tóku borgina í sátt og skrifuðu bernsku- eða þroskasögur er fjöUuðu um þær kynslóðir sem vom að alast upp í Reykjavík á 6. og 7. áratugnum. Má þar nefna höfunda eins og Pétur Gunnarsson og Einar Má Guðmundsson. Fjölbreytni einkenndi bókmenntaflómna á 9. áratugnum. Sífellt meira bar á að menn fléttuðu saman módemisma og hefðbundinni íslenskri skáldsagnaritun. Þannig „virtist sameinast að hluta það form sem túlkaði tætingslegan vemleika borgarHfsins og hin hefðbundna ffásagnarhst sem Islendingar þekktu svo vel.“29 Blómatími nýraunsæis í íslensku menningarlífi var liðinn. SAGNIR 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.