Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 64

Sagnir - 01.06.2003, Blaðsíða 64
það sem ég gat en bara klassík, ég fór aldrei að sjá modern sýningar."40 Að loknu þriggja ára námi í Chalif skólanum sneri Sigríður heim á leið árið 1946, nýútskrifuð með kennarapróf í listdansi, þjóðdönsum, fagurfræði og samkvæmisdansi. Þrátt fyrir að hún teldi sjáif að hún hefði ekki tileinkað sér neitt af því sem hún lærði í kennslustundunum í nútímalistdansi, „þá“, segir hún „bara kom það þegar ég þurfti á að halda.“41 A þessum árum var komin hefð fýrir því að þegar listamenn komu frá námi eða störfum erlendis héldu þeir sýningar eða tónleika til að kynna list sína fyrir landsmönnum. Samkvæmt þessari hefð hélt Sigríður Armann sólósýningu í Sjálfstæðishúsinu í nóvember 1946. Kvöldið fýrir opinberu sýninguna hélt hún sýningu fýrir boðsgesti og sagði frá henni í Morgunblaðinu 19. nóvember, sama dag og opinbera sýningin var. Sá sem þar hélt um penna, en ekkert nafn eða stafir eru undir greininni, segir þar að sérstaka hrifningu hafi vakið dans sem var kallaður Dansandi skuggi og Sigríður hafi sjálf samið við tónlist eftir Sinding.42 Umsögn um sýninguna birtist nokkrum dögum síðar og þá var það Nína Tryggvadóttir sem skrifaði. Hún var mjög ánægð nreð sýninguna og hrósaði Sigríði mikið. Síðan segir hún: Jeg verð að játa að jeg hafði mest gaman af dansi no. 7 eða síðasta dansinum, sem er expressjonistiskur, og tilheyrir þeirri stefnu sem hinn klassiski ballett alstaðar í heiminum færist meira og nreira inn á að lýsa tilfininga lífinu eingöngu með hreifingu en styðjast ekki við neina ytri atburðarás eins og áður hefur tíðkast svo mjög.43 Dans núnrer 7 var einmitt sá sami Dansandi skuggi og áður var minnst á. Sigríður segir sjálf að þessi dans hafi verið í sanra stíl og hún notaði þegar hún sanrdi Eldinn nokkrunr árum síðar. Aðdragandinn að dansverkinu Eldinum var sá að Bandalag íslenskra listamanna efndi til Listanrannaþings vorið 1950 og Sigríður Armann var beðin um að semja dansverk til flutnings í Þjóðleikhúsinu ásamt öðru efhi. Þetta var í fýrsta sinn sem heilt dansverk í nútímalistdansstíl var samið á Islandi. Hún kaus að nota fýrstu þrjú erindi kvæðisins Eldur eftir Einar Benediktsson og Jórunn Viðar sanrdi tónlistina við dansverkið.44 Sýningin gekk nrjög vel og fékk óhenrju góðar undirtektir hjá áhorfendum og gagnrýnendunr blaða. Bjarni Guðnrundsson endaði unrsögn sína í Morgunblaðinu 7. maí með þessunr orðum: „Vekur þetta einstaka affek vonir manna um að íslendingar geti með tímanum eignast sinn eigin ballett - dýrasta djásn allrar leiknrenntar- .,.“45 Þessi sýning í nraí 1950 var því merkur áfangi í stuttri listdanssögu okkar. Hvað var það við nútínralistdansinn senr fangaði athygli áhorfenda fram yfir hinn klassíska? Þeir dansarar sem á annað borð stóðu fýrir sýningum voru oft neyddir til að semja sýningaratriðin sín sjálfir. Margir sígildir sólódansar úr þekktustu dansverkum heimsins svo sem Þyrnirós og Hnotubrjótnum eru samdir með frábæra dansara stóru dansflokkanna í huga, auk þess sem þá var ekki tilkomin Sigríður Ármann lærði í Chalif School of Dancing i New York og vakti mikla athygli á Islandi þegar hún hélt sólósýningu í Sjálfstæðishúsinu í nóvember 1946. nein aðgengileg aðferð til að skrifa niður dansa og því ekki á færi margra að útvega sér þekkta sígilda dansa. Því var það ráð oft tekið að semja nýja dansa við tónlist sem höfðaði til dansarans sem gat þá valið þau spor og sporasamsetningar sem hæfðu honum best. Þar að auki krafðist hinn jarðbundni nútímalistdans oft nreiri tjáningar af hálfu dansarans og viðfangsefnin voru tengdari hugarheimi áhorfandans en viðfangsefni hins upphafna klassíska listdans. ♦ ♦ Þáttaskil ♦ ♦ Mikil þáttaskil urðu þegar Listdansskóli Þjóðleikhússins var stofnaður árið 1952 og danski ballettmeistarinn Erik Bidsted var ráðinn til að veita honum forstöðu og kenna ásamt konu sinni Lise Kæregaard. Næstu ár á eftir var það eingöngu klassískur listdans sem sást á leiksviðum borgarinnar. Að vísu komu nútímahreyfingar og dansar í þeim stíl fýrir í leiksviðsverkum og íslenskir dansarar tóku þátt í erlendum gestadanssýningum til dænfis Fröken Júlíu eftir Birgit Culberg sem var sýnd á afmælishátíð Þjóðleikhússins árið 1960. Það var þó ekki fýrr en árið 1964 sem farið var að kenna nútímalistdans við Listdansskóla Þjóðleikhússins, fjórtán árum eftir sýninguna á Eldinum. Síðan urðu önnur þáttaskil þegar Islenski dansflokkurinn, fýrsti og hingað til eini atvinnudansflokkur landsins, var stofnaður árið 1973. Honum var strax frá upphafi ætlað að verða nútímadansflokkur. Alan Carter, fýrsti stjómandi flokksins, sá fýrir sér að sá dansstíll myndi hæfa bæði íslenskum dönsurum og 62 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.