Sagnir - 01.06.2005, Qupperneq 41

Sagnir - 01.06.2005, Qupperneq 41
„En sautjándi júnf hefur sigrað' Ungmennafélögin tvö í Reykjavík, Umf. Reykjavíkur og Iðunn, gengust íyrir skrúðgöngu suður í kirkjugarð á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar árið 1908 og lögðu blómsveig ffá ungmennafélögum á leiði hans. Kvöldið eftir var útisamkoma í garði bamaskólans á vegum Stúdentafélags Reykjavíkur. Þar vom haldnar ræður til heiðurs Jóni, Islandi, Reykjavík og íslenska fánanum. Þar á eftir var gengið í skrúðgöngu suður í kirkjugarð og lagður blómsveigur frá Stúdentafélaginu á leiði Jóns. I Fjallkonunni sem gefin var út í Hafharfirði segir svo frá 17. júní: „Fánar blöktu á hverri stöng á afmælisdaginn, bæði danskir og íslenzkir; hér í Hafharfirði drógu og flestir flaggstangaeigendur fána á stöng þann dag og vom þeir flestallir bláir.“v Hafnfirðingar létu ekki sitt eftir liggja til að minnast Jóns Sigurðssonar því síðar um daginn stofhuðu þeir ungmennafélagið 17. júní og kenndu það við fæðingardag hans. Fyrsti formaður þess var einmitt ritstjóri Fjallkonunnar, Jón Jónasson." HÁTÍÐAHÖLD TIL HEIÐURS JÓNI SIGURÐSSYNI 17. JÚNÍ 1909 Ungmennafélagar á Akureyri vom þeir fyrstu sem vildu heiðra' minningu Jóns Sigurðssonar með því að halda sérstaka hátíð á fæðingardegi hans. Ungmennafélag Akureyrar var forystufélag í Fjórðungssambandi ungmennafélaga Norðlendingafjórðungs og forsvarsmenn þess auglýstu að „fyrsta íþróttamót landsins" yrði haldið á Akureyri 17. júní 1909.““ Mótið hófst með skrúðgöngu mikilli og gekk lúðrasveit í fararbroddi. Þá var fram haldið miklum ræðuhöldum eins og siður var í þá tíð. Aðalræðumaður dagsins var Stefán Stefánsson skólameistari sem talaði fyrir minni Jóns Sigurðssonar. Klukkan eitt hófst fjölmenn íþróttakeppni þar sem keppt var í hlaupum, stökkum, göngu, sundi, knattleik og glímu sem var höfuðíþróttin. Fyrst var flokkaglíma 25 manna en síðar um daginn fór Islandsglíman fram og tóku 13 menn þátt i henni. Sigurvegari íslandsglimunnar varð Guðmundur Stefánsson úr Reykjavík og var það í fyrsta sinn sem hið glæsilega Grettisbelti yfirgaf Norðurland.™' Þó að mótið væri á sínum tíma aðeins haldið fyrir Norðlendingafjórðung var það síðar talið fyrsta Landsmót Ungmennafélags Islands, UMFI. Mótið vakti mikla athygli og þótti vel heppnað. Það hlaut síðar þá einkunn að vera „[fjyrsta nútíma íþróttamótið sem haldið var hér á landi...“u Sérstaða þess fólst í hinni fjölbreyttu íþróttakeppni en fram að þessu höfðu hlaup, stökk og glíma verið helstu íþróttimar. Austfirskir ungmennafélagar fylgdu í kjölfar þeirra norðlensku með Minningarhátíð Jóns Sigurðssonar sem var haldin í Egilsstaðaskógi 20. júní 1909. Þar talaði Þorsteinn M. Jónsson frá Útnyrðingsstöðum fyrir minningu Jóns Sigurðssonar. Einnig vom flutt minni íslands og ungmennafélaganna. Að auki var til skemmtunar söngur, íþróttir og dansf Þetta bendir til að ungmennafélögin sem um þessar mundir vom að slíta bamsskónum hafi snemma tekið minningu Jóns Sigurðssonar upp á arma sína enda var þjóðlegur metnaður og sjálfstæði landsins ofarlega á stefnuskrá þeirra. Þrjú félög kennd við Reykjavík; Ungmennafélagið, Kennarafélagið og Stúdentafélagið stóðu fyrir samkomu í Reykjavík 17. júní 1909. Bjami Jónsson alþingismaður frá Vogi, hélt ræðu af svölum alþingishússins um störf Jóns Sigurðssonar. Síðan var sungin „Eldgamla ísafold“ og því næst farið í skrúðgöngu til legstaðar Jóns og lagður þar blómsveigur.’11 ÞJÓÐHÁTÍÐIR HEFJAST 1897 Þá er rétt að líta betur á svokallaða þjóðminningardaga eða þjóðhátíðir sem haldnar vom i Reykjavík og viðar á ámnum 1897- 1909. Þær vora haldnar til að minnast þess er Kristján IX. afhenti íslensku þjóðinni stjómarskrá á þjóðhátíðinni 1874 en aðalhátíðisdagur hennar í Reykjavík var 2. ágúst/" Það mun hafa verið á firndi Stúdentafélags Reykjavíkur 7. maí 1897 sem Bjami Jónsson frá Vogi kom fyrst fram með hugmyndina að almennum þjóðhátíðardegi 2. ágúst „til að glæða þjóðræknistilfmningu landsmanna og samheldni með ræðuhöldum og ýmsum skemmtunum (t.d. glímum, kapphlaupum, veðreiðum o.s.frv.)."”" Stúdentafélagið leitaði samstarfs við ýmis félög í bænum en var sjálft burðarásinn í hátíðarhaldinu.’,,v Eftir karp í blöðum um hvað bamið ætti að heita; íslendingadagur, þjóðminningardagur eða þjóðhátíð virðist síðastnefhda heitið hafa orðið ráðandi. Framan af naut þó þjóðminningardagsnafnið nokkurra vinsælda á landsbyggðinni. Fyrsti þjóðhátíðardagurinn var svo haldinn á Rauðarártúni 2. ágúst 1897 og var þar margt til skemmtunar. Hátíðin hófst um morguninn með kappreiðum á Skildinganesmelum en um ellefuleytið var skrúðganga frá Lækjartorgi að hátíðarsvæðinu við Rauðará. í skrúðgöngunni sást í fyrsta sinni Hvítbláinn, hinn blái fáni með hvítum krossi, sem stúdentar og ungmennafélagar börðust án árangurs fynr að yrði fáni íslands. Leikur tveggja lúðrasveita þótti setja talsverðan hátíðarbrag á samkomuna. Böm sýndu hlaup, fullorðnir stökk og týhraustir garpar glímdu af kappi. Síðast á dagskrá var dansinn, sem unga fólkið beið eftir með óþreyju. Talið var að um þrjú þúsund manns hafi sótt hátíðina og augljóst var að hún vakti mikla athygli.” Umsagnir blaða vom jákvæðar, þó þau teldu að ýmislegt mætti betur fara. Öll vom þau á einu máli um að hátíðin hefði tekist vel og væntu framhalds á næsta ári. Næstu árin fór þjóðhátíð fram með svipuðu sniði. Árið eftir, 1898, var hátíðin haldin á Landakotstúni 2. ágúst í glampandi sólskini. Talið var að á fimmta þúsund manns hafi verið viðstaddir.™ Til samanburðar þá vom íbúar Reykjavíkur 5.240 talsins árið 1898.”“ Nú höfðu landsmenn tekið við sér og i fréttablöðum er getið um ekki færri en sjö þjóðhátíðir á landsbyggðinni. Fyrirhuguð þjóðhátíð sem vera átti á Oddeyri 7. ágúst fórst fyrir vegna þess að Páll Briem, sýslumaður Eyfirðinga, setti bann við henni þar sem hann taldi að þar myndu verða ólöglegar veitingar áfengra drykkja.™1 Barátta yfirvalda gegn drykkjuskap landans á tyllidögum var hafin. Hvergi verður vart við að minnst hafi verið á Jón Sigurðsson á þessum samkomum en minni konungs var flutt á þeim öllum. Allsstaðar var glímt og þar að auki víða kappreiðar, hlaup, stökk og dans. Þetta vom fjölmennar samkomur á þeirrar tíðar mælikvarða, frá 500 gestum upp í tvö þúsund að sögn blaðanna sem gerðu þeim ítarleg skil.”” í Fjallkonunni kvartaði ritstjórinn, Valdimar Ásmundsson, yfir að svo mikið hafi borist til blaðsins af frásögnum af þjóðhátíðum að það sjái sér engan veginn fært að birta þær allar. Þar var ennfremur lagt til að þjóðhátíðum verði fækkað og ekki haldnar fleiri en ein eða tvær í hveijum landsfjórðungi."’1 Þetta bendir til að ungmennafélögin sem um þessar mundir voru að slíta barnsskónum hafi snemma tekið minningu Jóns Sigurðssonar upp á arma sína enda var þjóðlegur metnaður og sjálfstæði landsins ofarlega á stefnuskrá þeirra. Ritstjóranum varð að ósk sinni því eftir þessa flóðbylgju þjóðhátíða virðist heldur hafa dregið úr áhuganum næstu árin. Aðeins fréttist af tveimur þjóðhátíðum á landsbyggðinni næsta ár og í fréttapistli úr Skagafirði sem birtist í Þjóðólfi segir pistilhöfúndur að ekki hafi Skagfirðingar haldið neina þjóðminningu í sumar „og hefiir Bakkusi gamla sjálfsagt þótt það leiðinlegt, því að rækilega var minnst við hann í fyrra á þjóðminningunni í Hegranesi.“™ Héma er tæpt á drykkjuskap þjóðhátíðargesta sem virðist hafa verið töluverður. Þjóðhátíðin í Reykjavík 1899 fór fram 2. ágúst á Landakotstúni og vom þar að sögn samankomin fjórar þúsundir manna. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri talaði fyrir minni konungs og Halldór Guðmundsson bankagjaldkeri fyrir minni íslands. Agent Ólafía Jóhannsdóttir flutti minni íslendinga erlendis og Guðmundur héraðslæknir Bjömsson minni Alþingis. Þá flutti Indriði Einarsson endurskoðandi 25 ára minningu stjómarskrárinnar og Jón Jakobsson alþingismaður minni Reykjavíkur.""0 íþróttimar vom á sínum stað og glíman að vanda helsta íþróttin. Þjóðhátíðin 1900 féll niður sökum mislingafaraldurs en næstu árin 1901-1906 var þjóðhátíð með hefðbundnu sniði haldin í Reykjavík. Árið 1907 fór þjóðhátíðin fram á Þingvöllum 2. ágúst i tilefni af komu Friðriks VIII. konungs íslands og Danmerkur. Þar var margt til hátíðabrigða en merkust var sérstök konungsglíma til heiðurs Sagnir 2005 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.