Sagnir - 01.06.2005, Side 84

Sagnir - 01.06.2005, Side 84
Guð hefndarinnar konungi færi á að teygja valdsvið sitt til íslands.“"x“ En það tók mun lengri tíma að breyta þessari rótgrónu hefndarhugmynd. Það var í raun fyrst þegar ríkisvaldið styrktist, seint á 15. öld og í byrjun þeirrar 16., sem tókst að breyta hefndarhugsuninni. Þá tókst loks að búa til stofhanir sem tóku við hlutverki hefndar, þ.e. dómstóla til að kveða upp dóma og framkvæmdavald til að framfylgja þeim. Því var það fyrst á 16. öld að hefndin hafði misst tak sitt á samfélaginu og aðrar leiðir til að leysa deilur höfðu verið teknar í gagnið. Þessi breyting sást líka innan kirkjunnar. Hún hafði áður veitt öllum skjól en á 16. öld neitaði norska kirkjan að hýsa drápsmenn og konungur studdi kirkjuna í þessu. Ofbeldismenn voru því útskúfaðir úr samfélaginu. Þessi þáttaskil urðu um 1570 þegar almenningi hætti að finnast dráp eðlileg og fann ekki lengur til samúðar með drápsmönnum. Noregskonungar unnu því staðfastlega að því að raska valdajafnvægi á Islandi frá seinni hluta 13. aldar og náðu þannig sterkari tökum á íslensku samfélagi ásamt kirkjunni.xl NIÐURSTÖÐUR Fyrir íslenskan höfðingja á fyrri hluta miðalda voru fæðardeilur jafn náttúruleg leið til að leysa deilur og það er fyrir okkur að hringja á lögregluna og þær virkuðu að vissu leyti á þann veg. Eftir að kristni varð viðtekin á íslandi hélt þessi hefð deilna áfram. En hefndarskyldan sem slík hlýtur að hafa gengið gegn kenningum kirkjunnar um hegðun manna. En eins og kemur klárlega fram í ritheimildum tímabilsins þá blandast hin samfélagslega hefndarskylda og kristni saman án sjáanlegra árekstra. Guð gamla testamentsins var guð hefndar líkt og margir álíka himna-guðir. En Guð nýja testamentsins var mildari og hann var sá Guð sem miðaldakirkjan ásetti sér að fylgja á seinni hluta miðalda. Á hámiðöldum reyndi kirkjan að koma á Guðs friði en það takmarkaði einungis að litlu leyti fæðardeilur, bardaga og ágreining milli hefðarmanna heima fyrir. Áður en kirkjan gat framfylgt Guðs fríði varð hún að afvopna vígða menn og því varð það aðalverkefni kirkjunnar í fyrstu. Á Norðurlöndum skipti kirkjan sér lítið af hefndaraðgerðum annarra en vígðra manna, en slík afskipti urðu hlutverk konunga seinna meir. Óánægja kirkjunnar með hefhdarskylduna kom fyrst fram eftir að hún byrjaði að vinna með konungum að því að ná völdum, þar sem konungar höfðu mikinn áhuga á því að stýra hefndaraðgerðum. Kirkjan hafði mikið gagn af tilkomu miðstýringar. Því hafði hún sem stofnun mikinn áhuga á því að stýra hegðun fólks og þar á meðal fæðardeilum. Hún virðist þó aldrei hafa lagst beint gegn þeim. Slík andstaða var einungis möguleg í samvinnu við konunga sem höfðu áhuga á og getu til að stýra vopnaburði og útdeila réttlæti. Þeir vildu einir hafa framkvæmdavald og dómsvald. Með blessun kirkjunnar lögðu þeir grunn að því opinbera framkvæmda- og dómsvaldi að ofan. Hinn mildi Kristur átti betur heima í slíku samfélagi og því var hinum bardagaglaða Kristi skipt út. Hann hafði þegar gegnt hlutverki sínu; að kristna heiðingjana í norðri. TILVÍSANIR i DuBois, Thomas A.: Nordic Religions in the VikingAge. Pennsylvania, 1999, bls. 141. ii Lausleg þýðing:„[b]ringer of victory.’Trapp, J.B., Gray, o.fl: Medieval English Literature. 2. útg. Oxford, 2002, bls. 96-100. iii Lausleg þýðing:„The figure of Christ as a warrior-hero voluntarily accepting the contest with the forces of evil is an example of both the Anglo-Saxon convention of restating a Christian subject in terms of its own heroic code and the borrowing of a notion of Christ as a warrior contestant that goes back to Greek patristic sources.”Sama heimild, bls. 95. iv Sawyer, Birgit og Sawyer, Peter.: Medieval Scandinavia. From conversion to reformation circa 800-1500. The Nordic series XVII. Minneapolis, 1993, bls. 100-101. v Lausleg þýðing:„a Christian monarchy in the region and the idea of mass conversions. The concept of Christianity as a politically motivated public cult took shape ...”DuBois, Thomas A.: Nordic Religions in the VikingAge, bls. 155. vi Helgi Þorláksson: „Hvað er blóðhefnd?.” Sagnaþing helgaó Jónasi Kristjánssyni sjötugum. Reykjavík, 1994, bls. 389-414. vii Lausleg þýðing:,,... the story had to be portrayed as possible, plausible, and therefore useful within the context of Iceland's particular rules of social order and feud. The sagas served as a literature of social instruction.”Byock, Jesse L.: Medieval Iceland. Society, sagas andpower. Berkeley, 1988, bls. 36. viii Ólafur Lárusson: Lög og Saga. Reykjavík, 1958, bls. 151. ix Helgi Þorláksson: „Konungsvald og hefhd.” Sagas and the Norwegian Experience. 10. Intemational saga conference, Trondheim 3-9 ágúst 1997, bls. 249- 261. x Carroll, Stuart: „The peace in the feud in sixteenth- and seventeenth century France.” Past and Present CLXXVIII, 1. tbl. 2003, bls. 74-115. xi Ólafur Lámsson: Lög og Saga, bls. 155. xii Helgi Þorláksson: „Hvað er blóðhefnd?”, bls. 399. xiii Halsall, Guy: „Violence and society in the early medieval west: an introductory survey.” Violence and society in the early medieval west. Ritstjóri Guy Halsall. Woodbridge, 1998, bls. 18-39. xiv Lausleg þýðing:„heroism comes at the expense of devaluing Christian values against the old heroic ones.”Miller, William Ian: Bloodtaking andpeacemaking. Feud, law, and society in saga Iceland. Chicago & London, 1990, bls. 192. xv Lausleg þýðing:„not unusual to flnd puntilious observance of Christian form and respect for holy artifacts coupled with pragmatic bmtality.”Miller, William Ian: Bloodtaking andpeacemaking, bls. 192. xvi Brennu-Njálssaga. Sveinn Yngvi Egilsson annaðist útgáfuna. Reykjavík, 2003, bls. 289. xvii Sama heimild, bls. 204. xviii Sama heimild, bls. 217-218. xix Sama heimild, bls. 173. xx Lausleg þýðing:„Rather than trying to stamp out feud, Iceland’s clergy early on adapted their church responsibilities to the dominant codes of the society.” Byock, Jesse: Feud in the Icelandic saga. Los Angeles, 1982, bls. 36. xxi Ólafúr Lámsson: Lög og Saga, bls. 153. xxii Lausleg þýðing:„Although the Church had an intemational standard of conduct by which its members were to live, for Icelandic clergy the indigenous process of feud often took precedence.” Byock, Jesse: Feud in the Icelandic saga, bls. 110. xxiii Sverrir Jakobsson: „Friðarviðleitni kirkjunnar á 13. öld.” Saga XXXVI. 1998, bls. 7- 46. xxiv íslenzkt fornbréfasafn. Fyrsta bindi 834-1264. Kaupmannahöfii, 1857-76, bls.283- 284. xxv Sturlunga saga. Ritstjóri Ömólfur Thorsddon. Reykjavík, 1988. xxviSverrir Jakobsson: „Friðarviðleitni kirkjunnar á 13. öld,” bls. 13 og 17. xxvii Hjalti Hugason: „Fmmkristni og upphaf kirkju”. Kristni á íslandi I. Reykjavík, 2000, [bls. ekki getið]. xxviii Sama heimild, [bls. ekki getið]. xxixSverrir Jakobsson: „Friðarviðleitni kirkjunnar á 13. öld,” bls. 16-17. xxx Lausleg þýðing:„[t]he influence of Christianity had an effect in convincing some to substitute arbitrated settlement for blood revenge, but vengeance in a just cause was something that God and his faithful were not quite willing to relinquish.” Miller, William Ian: Bloodtaking andpeacemaking, bls. 190. xxxi „Það virðist mér augljóst af bréfi þessu, að það muni vera hið fyrsta embættisbréf, sem Eiríkur erikibiskup hefir sent til íslands...” íslenzktfornbréfasafn, bls. 285. xxxii Sama heimild, bls. 288. xxxiii Sama heimild, bls. 291. xxxiv Sverrir Jakobsson: „Friðarviðleitni kirkjunnar á 13. öld,” bls. 19. xxxv Sama heimild, bls. 19. xxxvi Lausleg þýðing:„Even toward the end of the Free State, clergy participated in blood vengeance and the ethos of feud, although,...they often showed a certain reluctance to bloody their own hands.” Byock, Jesse: Feud in the Icelandic saga, bls. 110. xxxvii Sverrir Jakobsson: „Friðarviðleitni kirkjunnar á 13. öld,” bls. 21-23. xxxviii Lausleg þýðing:„The custom of secular control of staðir hobbled the power and wealth of the Icelandic Church throughout the Christian centuries of the free state. The situation persisted because the Church at first lacked the ability to manage its property and later...it lacked the power to repossess the property.” Byock, Jesse: Feud in the Icelandic saga, bls. 32. xxxix Lausleg þýðing:„It was not until well into the thirteenth century that the archbishops and the Norwegian Crown,... were able to work together effectively in order that both church and crown might extend their authority to Iceland.” Byock, Jesse L.: Medieval Iceland, bls. 150. xl Helgi Þorláksson: "Konungsvald og hefnd", bls. 249- 261, bls. 258-259. 82 Sagnir 2005
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.