Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 6
Tassadaq Saleem, jafnan kallaður Bunty, flutti til Íslands fyrir tæpum fjórum árum frá Pakistan. Allt frá því hann kom til Íslands hefur hann unnið hjá fiskverkuninni Fiskkaupum við gömlu höfnina í Reykjavík. Hann er nú aðstoðarverkstjóri og talar íslensku með miklum ágætum. „Konan mín er íslensk og þess vegna flutti ég hingað,“ segir Bunty. Þau hjónin kynntust á netinu og höfðu þekkst í um eitt ár áður en þau hittust fyrst. „Hún kom og heimsótti mig til Pakistan og við ákváðum fljótlega að gifta okkur.“ Hann segir að það hafi verið mjög þægilegt fyrir sig að koma til landsins og hann hafi fengið góðar móttökur. „Þetta var aldrei neitt mál,“ segir hann. Bunty segir að veðrið hafi verið eina áfallið sem hann fékk við að flytja til Íslands. „Ég kem frá svæði í Pakistan þar sem yfirleitt er hlýtt. Það var þess vegna skrýtið fyrir mig að takast á við íslenska vetrarveðráttu með myrkri og snjókomu,“ segir hann. „Ég er samt alveg orðinn vanur veðráttunni og tek ekki lengur eftir kuldanum.“ Saltfiskur er gott líf Bunty líkar vel við að vinna í fiski. Hann gengur í flest verk hjá Fisk- kaupum sem aðstoðarverkstjóri, grípur í lyftarann og sinnir glænýrri flökunarvélinni jöfnum höndum. „Ég er hérna í góðum félagsskap. Hér er starfsfólk frá fjölmörgum löndum, langflestir frá Póllandi.“ Hann segir Íslendinga vera já- kvætt og gott fólk. „Þá er ég ekki að meina bara Íslendinga, heldur fólkið sem býr í landinu. Hérna er fjölbreytt samfélag fólks frá mörgum lönd- um. Það lifa flestir í sátt og samlyndi hérna. „Þetta er gott líf.“ „Mér þykir fiskvinnslan vera mikil ágætisvinna og það er forvitnilegt að Íslendingar skuli ekki vinna meira við þessi störf. Þetta er jú gamla aðalatvinnugreinin.“ Fordómar gegn múslímum „Ég og fjölskylda mín erum múslímar. Það varð mér engin hindrun þegar kom að því að kvænast konu af öðrum trúarbrögðum,“ segir Bunty. Hann segir að það sé alls ekkert algilt að múslimar megi ekki giftast út fyrir trúarbrögðin. „Sumar fjölskyldur eru mun strangari í viðhorfum sínum. Hins vegar er Pakistan mjög fjölbreytt land og þar þrífast alls konar viðhorf til lífsins og trúarinnar.“ Bunty kveðst aldrei hafa fundið fyrir fordómum í sinn garð vegna þjóðernis síns. „Fordómarnir hafa örugglega aukist í seinni tíð, enda eru múslimar sjaldnast nefndir án þess að umræðan tengist hryðjuverkum. Við grínumst hins vegar bara með þetta hérna á vinnustaðnum, og sennilega er það besta leiðin,“ segir hann. Fátækt í heimalandinu Bunty er fæddur og uppalinn í borginni Faisalabad í Pakistan. Bunty giskar á að í Faisalabad búi í kringum þrjár milljónir manna. „Þetta er nokkuð stór borg í norður- hluta landsins, ekki langt frá rótum Himalaja-fjallgarðsins,“ segir Bunty. Hann segir að í Pakistan séu mikl- ar og sterkar andstæður. Svokölluð millistétt fyrirfinnist varla heldur séu þar fyrst og fremst tvær stórar stéttir fólks. Önnur mjög rík og hin ákaflega fátæk. Hann segist ekki vita hvað valdi því að auðæfi Pakistana haldist að mestu hjá einni stétt fólks. „Landið er líka þannig að þar eru svæði og staðir þar sem allt er mjög nútímalegt og þróunin er mjög hröð. Svo eru svæði í sveitunum þar sem allt er nánast eins og í forneskjunni. Þar stundar fólk landbúnað með ber- um höndum,“ segir Bunty. föstudagur 21. september 20076 Fréttir DV Sandkorn n Næturvaktin fjallar um starfsfólk bensínstöðvar að næturlagi og þar ræður stöðv- arstjór- inn Georg Bjarnfreðs- son ríkjum. Þættirnir voru nýlega frumsýndir á Stöð 2 við góðar undir- tektir og leik- ur gamanleikarinn Jón Gnarr stöðvarstjórann ákveðna. Þrátt fyrir góðar viðtökur þáttanna standa yfir deilur milli fram- leiðanda þeirra og Gests Vals Svanssonar sem fullyrðir að hann sé hugmynda- smiðurinn. Hann segir hugmyndina hafa fæðst er hann sjálfur starfaði í tvö ár á bensínstöð Esso við Brú- arland en Ragnar Bragason leikstjóri hafnar því alfarið að þættirnir séu byggðir á hug- mynd Gests. n Ljóst er að þarna standa orð gegn orði en forvitnir hafa engu að síður velt því fyrir sér hver sé raunveru- leg fyrir- mynd Gests að stöðv- arstjóran- um Georgi Bjarnfreðs- syni. Það upplýs- ist hér með að fyrirmynd- in er bókasafnsfræðingurinn Guðjón Jensson sem um ára- bil starfaði sem stöðvarstjóri bensínstöðvarinnar við Brú- arland. Hann vildi ekki tjá sig um málið er blaðamaður DV leitaðist eftir því að öðru leyti en því að hann vonaðist til að vel væri farið með fyrirmyndir þeirra persóna sem fram koma í Næturvaktinni. n Nokkur óánægja ríkti meðal starfsmanna Ríkisútvarpsins þegar Egill Helgason var ráð- inn á háum launum til að sjá um bókmenna- og stjórn- málaþætti. Sú óánægja virðist hins vegar hafa breyst í óblandna gleði því RÚV-arar eru hæst ánægðir með hvernig hef- ur tekist til við bókmenntaþætti Egils, Kiljuna. Það eina sem RÚV-arar setja fyrir sig þessa dagana er útsendingartíminn á Kiljunni, þeim finnst skrýtið að jafn dýr þáttur skuli ekki vera sendur út fyrr en að ganga ellefu á miðvikudagskvöldum. n Meira af starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Talsverðar mannabreytingar hafa orðið á RÚV eins og lesa mátti í DV í vikunni um flótta frétta- kvenna frá stofnuninni. Það eru þó ekki að- eins konur sem hætta störfum þar. Nú eru tveir kunnir karlfréttamenn að hætta. Finnur Beck og Páll Benediktsson eru báðir á leið annað. Víst má telja að einhverjir eigi eftir að sakna þeirra tveggja, samstarfs- menn þeirra fá þó eitt tækifæri enn til að gleðjast með Finni og Páli, mikið starfslokapartí verður haldið þeim til heiðurs í kvöld. Alfreð Þorsteinsson byggir ekki nýtt sjúkrahús: ENGIN VONBRIGÐI FYRIR MIG „Þetta eru ekki beinlínis vonbrigði fyrir mig vegna þess að ég leit alltaf á þetta verkefni sem hugsjónavinnu,“ segir Alfreð Þorsteinsson sem Guð- laugur Þór Þórðarson heilbrigðis- ráðherra hefur ákveðið að skuli ekki lengur stýra byggingu nýs sjúkrahúss Ladspítalans. Alfreð segir að hver og einn verði að meta það fyrir sig hvort ákvörð- un ráðherrans sé fremur af pólitísk- um toga en faglegum. „Það má allt- af búast við því þegar nýtt fólk tekur við stjórnartaumunum að það verði einhverjar breytingar. Guðlaugur Þór verður sjálfur að greina frá því hvers vegna hann gerir þetta vegna þess að það getur ekki verið vegna þess að nefndin hafi ekki skilað góðu starfi. Nefndin hefur unnið mjög vel og það er allt á áætlun,“ segir hann. Alfreð bendir á að á bilinu tvö til þrjú hundruð starfsmenn Landspítalans hafi komið að stefnumótun hins nýja sjúkrahúss með nefndinni og það samstarf hafi gengið mjög vel. Nefnd um byggingu sjúkrahússins hafi einnig náð góðu samstarfi við borgaryfirvöld hvað varðar skipulagsmál. „Við höfum leitt þetta starf, ég og Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona forsætis- ráðherrans. Þegar allt þetta er talið hlýtur að vera að einhverjar aðrar ástæður liggi að baki en að nefndin hafi ekki skilað góðri vinnu. Ég hef heldur ekki heyrt neina gagnrýni á störf okkar,“ segir Alfreð. Áætlaður heildarkostnaður við byggingu hins nýja sjúkrahúss er talinn geta orðið á bilinu 50 til 60 milljarðar króna. Tæpur hálfur milljarður hefur þegar verið lagður til verkefnisins. 1.500 milljónir renna svo í verkið á næsta ári og um fjórir milljarðar á hverju ári þar til framkvæmdum er lokið. Reiknað er með að fyrsta áfanga byggingarinnar verði lokið árið 2013. Alfreð segir fjölmörg önnur verkefni bíða sín en vill ekkert láta uppi um hverju hann kann að snúa sér að. sigtryggur@dv.is Alfreð Þorsteinsson Heilbrigð- isráðherra hefur ákveðið að alfreð sjái ekki um byggingu nýs sjúkrahúss Landspítalans. Tassadaq Saleem, eða Bunty, eins og hann er oftast kallaður, kynntist íslenskri eiginkonu sinni á internetinu fyrir rúmum fjórum árum. Þau giftust og hann flutti til Íslands. Tassadaq hefur starfað í fiskvinnslu í Reykjavík í tæp fjögur ár, talar prýðilega íslensku og er nú aðstoðarverkstjóri. Hann unir hag sínum vel og undrast að Íslendingar sýni ekki meiri áhuga á að starfa í fiskvinnslunni. SALTFISKUR eR GOTT LÍF SigTryggur Ari jóhAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is „Fordómarnir hafa örugglega aukist í seinni tíð, enda eru múslímar sjaldnast nefndir án þess að umræðan tengist hryðjuverkum.“ Í vinnunni bunty frá pakistan og eliza brzostek frá póllandi eru hér við vinnslulínuna hjá fiskkaupum. bunty kynntist íslenskri eiginkonu sinni á netinu og fluttist til Íslands. Hann segir móttökurnar hafa verið góðar og aðeins veðrið hafi verið viðbrigði. Saltfiskurinn bunty er aðstoðarverk- stjóri hjá fiskkaupum. Hann er hér að huga að saltfiski sem bíður þess að verða fluttur út til portúgals.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.