Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 40
Ættfræði DV ættfræði U m s j ó n : K j a r t a n G u n n a r K j a r t a n s s o n N e t f a n g k g k @ s i m n e t . i s Í fréttum var þetta helst... 22. september 1957 ÁRBÆJARSAFN OPNAÐ Árbæjarsafn var vígt formlega 22. september 1957. Að vísu hafði fáni verið dreginn að húni við Árbæjarsafn 11. ágúst sama ár, til marks um að almenningi væri velkomið að skoða bæinn, en vígsla og formleg opnun byggðasafnsins var 22. september. Þokkaleg bújörð leiguliða Ekki er vitað hvenær búskapur hófst í Árbæ. Býlisins er fyrst getið á 15. öld og getur vel verið miklu eldra. Ekkert bendir til að þar hafi nokkurn tíma verið stórbýli þótt jörðin hafi verið þokkaleg bújörð. Hún hefur líklega verið í eigu Viðeyjarklausturs í lengri eða skemmri tíma eins og fleiri jarðir á þessum slóðum. Jörðin var síðan í konungseign um siðaskiptin og fram til 1838 en eftir það í einkaeign til 1906 er Reykjavíkurbær festi kaup á henni vegna fyrirhugaðrar vatnsveitu til bæjarins. Voðaverk og dauðadómar En þótt Árbær sé ekki sögusetur höfðingja á býlið þó sína sögu sem meðal annars greinir frá óhugnanlegu sakamáli í upphafi 18. aldar. Árið 1704 var tvíbýli í Árbæ. Bjuggu þar Sæmundur Þórarinsson, fjörutíu og eins árs, og kona hans, en á móti þeim Sigurður Arason, einhleypur og tuttugu og sex ára. Ástir tókust með Sigurði og konu Sæmundar með þeim afleiðingum að Sigurður varð Sæmundi að bana við Skötufoss í Elliðaánum, skammt frá gamla Ártúnsvaðinu. Sigurður varð uppvís að morðinu sem og kona Sæmundar af því að hafa lagt á ráðin með honum og voru þau bæði líflátin á Kópavogsþingi, hann höggvinn en henni drekkt. Skammt fyrir ofan Skötufoss er Drekkjarhylur þar sem sakakonum var drekkt, meðal annarra konu úr Brynjudal árið 1696 fyrir að bera út barn sitt. Áningarstaður og útisamkomur Með vexti Reykjavíkur jókst mjög umferð hjá Árbæ á síðari helmingi 19. aldar og árið 1884 hóf Eyleifur Einarsson, bóndi í Árbæ, veitingasölu þar og gistirekstur, enda varð Árbær einkar vinsæll sem síðasti áningarstaðurinn til Reykjavíkur. Eins var vinsælt meðal bæjarbúa að fara skemmtiferð upp að Árbæ og þar voru nokkrum sinnum haldnar fjölmennar útisamkomur. Í Árbæ var búið allt til 1940. Eftir að bærinn fór í eyði hrakaði mjög öllum húsum þar á skömmum tíma. Reykja- víkurfélagið fékk býlið í sína umsjá og hugðist halda húsunum við en 1955 voru þau afar illa farin. En þá kom til kasta Lárusar Sigurbjörnssonar, skjala- og minjavarðar Reykjavíkur. Lárus Sigurbjörnsson Lárus Sigurbjörnsson er án efa mesti áhuga- og eljumaður um minja- og safnamál Reykjavíkur, fyrr og síð- ar. Hann fæddist í Reykjavík 22. maí 1903, sonur séra Sigurbjörns Gísla- sonar, prests í Ási, og konu hans, Guð- rúnar Lárusdóttur alþingismanns, og því bróðir Gísla Sigurbjörnssonar sem lengst af starfrækti Elli- og hjúkrunar- heimilið Grund. Lárus lauk stúdentsprófi frá MR og síðan cand.fil. prófi við Kaupmannahafnarháskóla en sneri sér síðan að blaðamennsku og stundaði hana í Kaupmannahöfn í fimm ár. Hann hóf störf hjá Reykjavíkurbæ 1929 en var auk þess framkvæmdastjóri og síðan formaður Leikfélags Reykjavíkur um fimm ára skeið. Í stríðsbyrjun var Lárusi falið að koma skikkan á skjöl Reykjavíkurbæjar sem lágu undir skemmdum í reiðileysi á háaloftum hér og þar. Áratug síðar hafði hann komið upp skipulögðu Skjalasafni Reykjavíkur og var þar með orðinn skjalavörður bæjarins. Áhugi hans á minjasöfnun og minjavörslu fyrir Reykjavík varð til þess að borgarstjórn ákvað að stofna Minjasafn bæjarins 1954 og var Lárus þar með orðinn skjala- og minjavörður Reykjavíkur. Minjasafnið var svo opnað í Skúlatúni 2 árið 1958. Ýmis önnur verkefni er lutu að sögu Reykjavíkur komu í hlut Lárusar með einum eða öðrum hætti þótt hér sé ekki tóm til að gera þeim öllum skil, svo sem örnefnasöfnun í borgarlandinu, umsjón með skrifum um sögu Reykjavíkur, umtalsverð ljósmyndasöfnun og ákvarðanir um fornleifauppgreftri. Því má með sanni segja að hann sé öðrum fremur forgöngumaður um varðveislu sögu Reykjavíkur á síðari árum. Gamalt álitamál um Árbæ eða Viðey En nú víkur sögu að Árbæ. Lárus hafði strax árið 1954 sett fram hug- myndir um að Reykjavíkurborg kæmi sér upp útisafni þar sem hægt yrði að koma fyrir sögufrægum húsum sem yrðu að víkja vegna nýs skipulags. Kom þá Viðey helst til álita og fór Lár- us margar könnunarferðir út í Viðey til að skoða ástand Viðeyjarstofu og kirkj- unnar og viðræður hófust milli borg- aryfirvalda og þáverandi eigenda Við- eyjar. Á árunum 1955–1957 voru hins vegar töluverðar deilur í gangi um framtíð bæjarhúsanna í Árbæ. Húsin voru þá svo illa farin að flestir áhrifa- menn á vegum borgarinnar töldu rétt- ast að jafna þau við jörðu. Aðrir bentu hins vegar á þá staðreynd að þarna væri einn síðasti torfbær Reykjavík- ur þótt búið væri að bárujárnsklæða húsin og sá eini sem væri raunverulegt sveitabýli. Í marsmánuði 1957 gerði Gunnar Thoroddsen borgarstjóri sér ferð upp í Árbæ og hafði með sér þá Lárus og Hafliða Jónsson garðyrkjustjóra. Tölu- verðar skemmdir höfðu verið unnar á bæjarhúsunum sem stóðu nánast opin fyrir veðri og vindum og sumt þar að hruni komið. En hér munaði um áhuga og bjartsýni Lárusar. Hann hófst fljótt handa að moka sjálfur út úr húsunum, snjó, klaka og rusli, og fékk Hafliða í lið með sér. Nokkrum dög- um síðar lagði hann til við bæjarráð að byggðasafninu yrði komið fyrir uppi í Árbæ, húsin þar endurreist og túnið friðað. Mánuði síðar samþykkti bæjar- ráð þessa tillögu hans og Árbæjarsafn varð að veruleika þótt þar biði mikið verk óunnið. Bæjarhúsin og byggðasafnið Bæjarhúsin í Árbæ eru að stofni til frá 1880–1920, auk fjárhúss, hesthúss og smiðju sem byggð var úr gömlum viði árið 1964. Árbæjarkirkja var upp- haflega að Silfrastöðum í Skagafirði en var endurreist í Árbæ 1961. Skrúðhús- ið var hins vegar byggt 1964. Auk þess hafa á þriðja tug gamalla húsa verið flutt að Árbæ á síðustu áratugum, eink- um úr Kvosinni og nágrenni hennar. Það hús sem þar á nú skemmsta viðkomu og er að komast í gagnið um þessar mundir er ÍR-húsið sem upp- haflega var fyrsta kaþólska kirkjan hér á landi á seinni tímum. Hún stóð við Túngötu, neðarlega á Landakotstún- inu en var síðan flutt upp á hornið á Túngötu og Hofsvallagötu og var þar íþróttahús ÍR um áratugaskeið. Mik- ið starf hefur því verið unnið í Árbæj- arsafni síðastliðin fimmtíu ár og ýmsu verið bjargað þangað undan bægsla- gangi samtímans. Ættfræði DV Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp frétt- næma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk�dv.is föstudaGur 21. september 200740 Gömlu bæjarhúsin í Árbæ Þau eru upphafið að byggðasafninu í Árbæ. fyrir hálfri öld voru þessi hús að hruni komin og svo niðurnídd að flestum þótti skynsamlegast að jafna þau við jörðu. en Lárus sigurbjörnsson var á öðru máli. Vísir að byggðasafni Á árunum 1955–1957 voru hins vegar töluverð- ar deilur í gangi um fram- tíð bæjarhúsanna í Árbæ. Húsin voru þá svo illa far- in að flestir áhrifamenn á vegum borgarinnar töldu réttast að jafna þau við jörðu. Aðrir bentu hins vegar á þá staðreynd að þarna væri einn síðasti torfbær Reykjavíkur þó búið væri að bárujárns- klæða húsin og sá eini sem væri raunverulegt sveitabýli. Lárus Sigurbjörnsson málverk eftir hinn kunna teiknara Halldór pétursson sem var sonur péturs Halldórssonar borgarstjóra. AXEL KRISTJÁNSSON f. 21. september 1908, d. 4. júní 1979 Axel Kristjánsson var í hópi þekkt- ustu iðnrekenda landsins um og eft- ir miðja síðustu öld. Hann fædd- ist í Reykjavík, sonur Kristjáns Hálfdáns Jörgens Kristjánssonar, múrara í Reykjavík, og k.h., Guðrúnar Ólafsdóttur húsmóður. Axel lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík og iðnnámi í Vélsmiðjunni Hamri hf. 1928, vélstjóraprófi frá Vélskólanum í Reykjavík 1930 og prófi frá Köbenhavns Maskin- Teknikum 1934. Hann stundaði verkfræðistörf hjá Marinens Flyvevæsen, AS Atlas og Orlogsværftet í Kaupmannahöfn 1934–37, var eftirlitsmaður flugvéla 1937–49, ráðunautur Fiskimálanefndar 1937–50 og framkvæmdastjóri Raf- tækjaverksmiðjunnar hf. í Hafnarfirði 1939 og til dauðadags. Þá var hann tvívegis framkvæmdastjóri BÚH skamma hríð, aðaleigandi og stjórnarformaður útgáfufélagsins Hilmis hf., sat í raforkumálastjórn, í stjórn Hafskips, í stjórn Iðnlánasjóðs, Félags íslenskra iðnrekenda og í bankaráði Iðnaðarbankans auk þess sem hann var formaður Tæknifræðingafélags Íslands og sat í undirbúningsnefnd vegna stofnunar Tækniskóla Íslands. Þessi upptalning á ýmsum þeim trúnaðarstörfum sem Axel sinnti er til marks um það hve fjölhæfur hann var. Hann var án efa í hópi helstu braut- ryðjenda á sviði tækni og iðnrekstrar hér á landi á 20. öld . Rafha-eldavél- arnar, sem fyrirtæki hans framleiddi og voru nánast á hverju íslensku heimili um áratuga skeið, þóttu bera af flestum erlendum eldavélum. Axel var hár vexti og fyrirmannlegur, glaðsinna og hressilegur í viðmóti en nokkuð seintekinn. Hann var afar vandur að virðingu sinni og mikill vinur vina sinna, en harður í horn að taka ef honum fannst á sig hallað. Hann var alla tíð mikill jafnaðarmaður og mikils metinn ráðgjafi í þeirra herbúðum en sóttist ekki sjálfur eftir pólitískum metorðum. Þá var hann frammámaður í íþróttamálum Hafnfirðinga og var sæmdur heiðursmerki KSÍ. Merkir Íslendingar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.