Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 18
Hvað hefur komið fyrir heil-brigðisráðherrann, Guðlaug Þór Þórðarson? Hvernig getur gengið að í stól ráðherra sitji maður sem veit ekki hvað hann er að gera? Hvað gerist næst? Geir H. Haarde ber ábyrgð- ina. Það er víst einhver vilji í samfélaginu til að byggja nýtt sjúkrahús, vilji til að byggja hátæknisjúkrahús. Og ef á að láta verkin tala er eins gott að það geri okkar færustu og dugleg- ustu menn. Minna dugar ekki. Þess vegna þarf þjóðin á Alfreð Þor- steinssyni að halda. Það verður að stoppa ráðherrann, ráðherrann sem hefur sett Alfreð af. Hvers vegna heldur núver-andi heilbrigðisráðherra að Alfreð hafi verið falið að byggja nýjan hátæknispítala? Held- ur ráðherrann að aðrir geti gert það sem Alfreð getur? Ó, nei ráðherra góður, ó, nei. Vonandi er ekki ráðherra í ríkis- stjórn sem trúir ill- um tungum, tungum sem segja að ekki hafi verið faglega að verki verið þegar Alfreð var falið að byggja spítalann. Sumir segja að Framsóknarflokkurinn hafi fundið fyrir hann fínasta djobb og skrif- stofu í penthási við Snorrabraut, bara til að rýma til fyrir Björn Inga Hrafnsson. Vondar tungur segja að svo mikið hafi legið á að fá Birni Inga forystu flokksins í Reykjavík að Framsóknarmenn hafi verið tilbúnir að gera hvað sem var. Illur tungur segja að það hafi verið með þeim rökum sem Alfreð fékkst úr gullstóli Orkuveitunnar, hann fékk penthás- ið og ritarana, hann fékk teikningar af spítala og hann fékk glás af pen- ingum. Og Björn Ingi fékk borgina, sem hann þráði svo mjög. Þetta er sko ekki rétt, bara alls ekki. Alfreð er maður framkvæmdanna, þess vegna á hann að byggja spítalann, en aðrir ekki. Hann sem byggði þetta fína hús fyrir Orkuveituna, hann sem var reiðubúinn að byggja fínt hús fyrir spítalann. Vanur maður hann, Al- freð. Okkar maður hann Alfreð. Allt var svo bjart og allt var svo öruggt. Ekkert var að. Þá kemur þessi Guð- laugur Þór og ræðst á friðinn og ger- ir allt vitlaust. Aumingja Alfreð. Framsókn verður að gera eitt-hvað. Bingi skuldar Alfreð. Alferð vék úr hásæti Fram- sóknar, gegn gjaldi, ef rétt er skil- ið, og það verður að borga lausn- argjaldið. Alfreð verður að þora rukka, hann verður að rukka, ekki bara sín vegna, heldur okkar allra. Ef á að byggja há- tæknisjúkrahús þá verður Alferð að gera það. Ekki vegna Fram- sóknar, ekki vegna Binga, ekki vegna forystusæt- is í Reykjavík, heldur vegna þess að Alfreð byggir manna mest, eða best. föstudagur 21. september 200718 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: reynir traustason og Sigurjón m. Egilsson ábm. fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritStjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: Valdimar Birgisson Umbrot: dV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. aðaLnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010, Áskriftarsími 512 7080, augLýsingar 512 70 40. Alfreð er mAðurinn Daggeisli REYNIR TRAUSTASON RITSTjóRI SkRIfAR. Það er ófært að fyrirtæki í eigu almennings lúti óstjórn af því tagi sem lýst hefur verið Fjáraustur RÚV leiðari Ríkisendurskoðun er nú með til skoðunar stóraukinn kostnað Ríkisútvarpsins ohf. sem talið er að sprengt hafi áætlanir. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi staðfesti þetta við DV í gær. Ríkisútvarpið hefur í gegn- um tíðina haft þá skyldu að gegna menningarlegu hlutverki og vera sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Hlutverk þess er ekki að veita innihaldslausa afþreyingu heldur að standa við bakið á þjóðlegum gildum. Þar er mikill misbrestur á. Eftir að Ríkisútvarpinu var breytt í hlutafélag hefur eitthvað gerst í rekstrinum sem fæstir botna í. Gríðarlegt launaskrið hefur átt sér stað og ekkert er til sparað í dagskrárgerð og þá sérstaklega þeirri sem snýr að dægurmálum hvers konar. Vef- miðillinn visir.is upplýsti að útvarpsstjóri ekur um á bifreið sem kostar 9,2 milljónir króna og er á rekstrarleigu, 200 þúsund krónur á mánuði. Afnotagjöld 72 íslenskra fjölskyldna fara í að greiða af bílnum. Varla er nein nauðsyn á því að útvarpsstjóri aki um á slíkum eðalvagni og ekkert það hefur gerst í rekstr- inum sem réttlætir að hann verðlauni sjálfan sig með þeim hætti. Bílamál útvarpsstjóra eru einfaldlega merki um óráðsíu og firringu í rekstri ríkisfyrirtækis. Reyndar sætir það furðu að Páll Magnússon útvarpsstjóri skuli verða uppvís að þeim oflát- ungshætti sem felst í því að aka langt um efni fram. Komu Páls í Ríkisútvarpið á sínum tíma fylgdu ferskir vindar og svo var að sjá sem tími steintrölla í fílabeinsturni væri liðinn. Útvarps- stjórinn var á gólfinu á meðal fólksins og las fréttir sjálfur. Páll kom úr einkageiranum og er þekktur að því að vera dugnað- arforkur og vonir vöknuðu um að hann ætlaði að taka fársjúk- an rekstur föstum tökum. Nú eru þær blikur á lofti að svo sé alls ekki. Fjáraustur Ríkisútvarpsins virðist vera staðreynd og menningarlegt hlutverk einokunarrisans víkur fyrir aumri af- þreyingu sem einkastöðvarnar eru fullfærar um að annast. Finnbogi Hermannsson, fyrrverandi forstöðumaður Svæðis- útvarps Vestfjarða, upplýsti í tímaritinu Mannlífi fyrr á árinu að síðan nýr útvarpsstjóri tók við hafi lítil virk fjármálastjórn verið. Það er ófært að fyrirtæki í eigu almennings lúti óstjórn af því tagi sem lýst hefur verið. Almenningur þarf nauðugur að greiða fyrir áskrift sem aldrei var beðið um. Páll Magnús- son verður einfaldlega að taka sér tak og koma skikki á rekstur- inn. Hann á að losa Ríkisútvarpið og þjóðina undan kostnaðin- um við glæsikerruna og marka stefnu félagsins og fylgja henni. Þegar hann hefur náð viðunandi árangri er eðlilegt að stjórn RÚV verðlauni hann og aðra starfsmenn með þeim hætti sem rúmast innan skynsamlegrar fjármálastjórnunar. Þá er eðlilegt að hann marki stefnu hins opinbera hlutafélags með það fyr- ir augum að styrkja íslenska menningu en ekki útgerð á sápu- óperum. Útvarpsstjóri verður að taka sér tak. Dómstóll götunnar Á að bæta laun kennara? „já, mér finnst að það mætti hækka launin þeirra mikið. Það er erfitt að nefna einhverja upphæð en launin þeirra þurfa að vera samkeppnishæf við aðrar háskólamenntaðar stéttir til að koma í veg fyrir flótta úr stéttinni.“ Sigríður Björnsdóttir, 78 ára eftirlaunaþegi „já, er það ekki sjálfsagt? Það mætti líka hækka aðrar láglaunastéttir og bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það er lágmark að fólk geti lifað af þeirri upphæð sem það fær. Því tel ég að það eigi að bæta kjör hjá þessum stéttum.“ Kristinn Hafliðason, 85 ára eftirlaunaþegi „já, mér finnst að þeir eigi það alveg skilið. Ég styð kennarana heilshugar í þeirra kjarabaráttu og launin þeirra mættu hækka umtalsvert.“ Árni Guðjónsson, 25 ára nemi „já, mér finnst það. mér finnst kennarar almennt vera á of lágum launum. Ég veit ekki alveg hversu mikil hækkunin ætti að vera en ég held að byrjunar- launin núna séu allt of lág.“ Berglind Eir, 15 ára nemi sanDkorn n Skyndilegt brotthvarf Ásdís- ar Höllu Bragadóttur úr stóli forstjóra BYKO hefur vakið upp margar spurningar. Helsta kenn- ingin er sú að Jón Helgi Jónsson aðaleigandi fyrirtækis- ins hafi ein- faldlega látið hana fara vegna þess að fyr- irtækið hafi látið undan síga í baráttunni við samkeppnisfyr- irtækin á byggingavörumark- aðnum. Önnur kenning er sú að Ásdís Halla eigi að taka við stjórnartaumum í Símanum en Brynjólfur Bjarnason fari á eftirlaun. En það er þó talið ólíklegt þar sem Brynjólfur sé alls ekki á förum og sitji örugg- ur á forstjórastóli í skjóli vinar síns, Lýðs Guðmundssonar, stjórnarformanns Símans. n Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er með skemmti- legri mönnum þegar sá gállinn er á honum. Í vikunni hélt hann tölu á ráðstefnu um endur- vinnanlega orku á Hótel Nord- ica. Þar nefndi hann áhuga fjölmiðla á sér og embættinu en nýverið skrapp forsetinn til Skotlands með einkaþotu til að vera við vígslu umhverfisvænsta húss heims. Forsetinn upplýsti í ræðu sinni að hann hefði í tvígang brotið lög á umhverfis- vænum bíl sínum þegar hann stóðst ekki hraðamörk. Salurinn tók andköf úr hlátri en fátítt er að þjóðhöfðingi viðurkenni lög- brot og það fleiri en eitt. n Söngvarinn og tónsmiðurinn Bubbi Morthens er á útopnu þessa dagana við undirbún- ing á þætti sínum Bandið hans Bubba sem sýndur verður á Stöð 2. Kappinn mun fara um allt land til að leita að hæfi- leikafólki og jafnvel birtast heima í stofu þess. Bubbi og umboðsmaður hans voru reyndar í Danmörku í vikunni og vaknaði grunur um að hann væri að vinna að dönsku plöt- unni sem lengi hefur staðið til að gera. En það mun þó ekki alveg vera raunin því Bubbi var að heimsækja son sinn sem er í íþróttaskóla í Álaborg en einnig að rækta tengslin við Dani í tónlistarbransanum. ATHUGASEMD n Í tilkynningu frá Ríkisendur- skoðun hafnar stofnunin því að verið sé að skoða launa- skrið eða vaxandi kostnað við dagskrárgerð RÚV líkt og DV greindi frá í gær. Það stang- ast á við staðfestingu Sigurðar Þórðarsson ríkisendurskoð- enda við blaðamann um að ákveðnir gjaldaliðir stofnunar- innar væru hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og að leitast hafi verið skýringa á því hjá stjórn- endum. Það ber að ítreka að Sigurður lagði á það áherslu að niðurstaða lægi ekki fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.