Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 15
„Í hvert sinn sem ég lít í spegil og horfi á örin í andliti mínu rifjast upp fyrir mér hryllingurinn,“ segir Eva Jaoko. Jón Pétursson nauðgaði henni hrottalega síðasta sumar. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot sín og Hæstiréttur staðfesti dóminn yfir honum í apríl. Eftir að hann var dæmdur í fangelsi á síðasta ári nauðgaði hann annarri konu. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hann í fimm ára fangelsi fyrir þá nauðgun í júní í sumar. Þegar síðari nauðgunin átti sér stað hafði Jón áfrýjað fyrra málinu til Hæstaréttar og beið dóms. Þrátt fyrir að hann hafi kæft Evu með kodda og nauðgað henni í þrígang fékk hann að ganga laus með fyrrgreindum afleiðingum. „Ég bað lögregluna að halda þessu skrímsli í fangelsi en þeir sögðust ekki geta það vegna íslenskra laga,“ segir Eva sem er enn mjög reið út í kvalara sinn sem hún talar aðeins um sem skrímsli. Hún segir íslensk lög hafa brugðist sér. Sjálf er hún uppalin í Austurríki. Hún segir að ef Jón hefði verið fundinn sekur fyrir sömu glæpi þar og hann hefur verið dæmdur fyrir hér hefði hann fengið 20 ára fangelsi. Í dómsorði segir að Jón Pétursson eigi sér enga málsvörn. Hann hélt Evu fanginni í íbúð sinni í þrettán klukkustundir. Á þeim tíma lamdi hann hana til óbóta, nauðgaði henni í þrígang og kæfði hana með kodda. Sjálf telur Eva sig heppna að hafa sloppið frá honum lifandi. Það var ekki fyrr en henni tókst að senda vini sínum smáskilaboð um að henni væri haldið í gíslingu að lögreglan kom á vettvang. Evu tókst að gera vart við sig með því að veifa í örvæntingu út um gluggann. Að sögn lögreglumanna var aðkoman hryllileg. Blóð var uppi um alla veggi og á gólfinu í íbúðinni. „Ég vil ekki horfa á örin sem hann veitti mér og endurupplifa hryllinginn,“ segir Eva sem vill losna við örin. Hún er reið yfirvöldum og vill sjá þyngri dóma yfir mönnum sem brjóta svo illa af sér. Henni þykir það óviðunandi að slíkur maður fái að ganga laus eftir örfá ár eftir það sem hann gerði henni og seinna fórnarlambi sínu. Þá var hann einnig dæmdur fyrir hrikalega líkamsárás þegar hann réðst á erlenda konu, sem var að sinna vinnu sinni, í heimahúsi. „Tárin mín eru búin, allt sem ég á eftir er reiðin,“ segir Eva að lokum sem getur vart hugsað sér að þessi maður skuli einhvern tímann ganga laus á ný. DV Helgarblað föstudagur 21. september 2007 15 Skýrsla um meðferð nauðgunarmála: Tvær af þremur nauðgunarkærum felldar niður Var haldið í gíslingu í þrettán tíma og nauðgað þrisvar: „Lögin brugðust,“ segir fórnarlamb nauðgara „Tárin mín eru búin, allt sem ég á eftir er reiðin.“ Eva Jaoko Henni var haldið í gíslingu í þrettán tíma, nauðgað þrívegis og misþyrmt á hrottafenginn hátt. NAUÐGUNARDÓMAR AÐ ÞYNGJAST sér við því að ganga í gegnum yfirheyrslur og treysti ekki á að þær fái réttláta meðferð í réttarkerfinu. Þungur dómur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir lögfræðingur segir flesta sammála um að nauðgunardómar séu of vægir. Hún hefur kynnt sér nauðganir sérstaklega út frá sjónarhóli kvennaréttar. Hins vegar sé ljóst að skoða þurfi dómana í samhengi við það sem hefur verið að gerast. „Ef þú skoðar dóminn út frá öðrum dómum í nauðgunarmálum er þetta nokkuð þungur dómur,“ segir Þorbjörg um þriggja og hálfs árs dóm yfir nauðgaranum Americo Luis Da Silva Conçalves sem staðfestur var í Hæstarétti í síðustu viku. Þess má geta að að þyngsti nauðgunardómur sem hefur fallið er fimm ára dómur yfir Jóni Péturssyni. Þorbjörg bendir þó á að ef þessir dómar eru skoðaðir út frá þeirri staðreynd að heimild er til að dæma nauðgara í 16 ára fangelsi séu þeir heldur vægir. Þetta fari því allt eftir samhenginu. „Dómarnir hafa þó verið að þyngjast að undanförnu,“ segir hún. Lagaleg nauðgun Samkvæmt núgildandi laga- ákvæði um nauðganir segir: „Hver sem með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi þröngvar manni til holdlegs samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi ekki skemur en eitt ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.“ Atli Gíslason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs og hæstaréttarlögmaður, hefur beitt sér fyrir endurskilgreiningu á þessu ákvæði. Hann heldur því fram að nauðgunin sjálf sé ofbeldi og því þurfi ekki annars konar ofbeldi að koma einnig við sögu til að um lagalega skilgreinda nauðgun sé að ræða. Guðrún sér einnig ýmsa vankanta á skilgreiningunni. „Upplifun konunnar er málinu nánast óviðkomandi.“ Anna Guðný bendir á að ein vænlegasta leiðin til að þyngja dómana sé að hækka refsilágmark laganna. Þar sem það er ekki á valdi dómstóla að þyngja dómana þarf að koma til lagafrumvarp þess efnis. Þannig væri búið að binda lágmarksdóma fyrir nauðganir í lög. Þungur dómur Þorbjörg sigríður gunnlaugsdóttir bendir á að dómar yfir nauðgurum hafa verið að þyngjast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.