Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.04.2014, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 25.04.2014, Blaðsíða 6
6 fréttir Helgin 25.-27. apríl 2014 – fyrir lifandi heimili – R e y k j a v í k o g A k u r e y r i E i t t s í m a n ú m E r 5 5 8 1 1 0 0 w w w . h u s g a g n a h o l l i n . i s LOnDOn hornsófi. Slitsterkt áklæði grátt eða beige. Stærð: 225 x 225 H: 85 cm. Einnig fáanlegur í svörtu leðri. 309.990 Fullt veRð 359.990 LOnDOn – hornsófi 2h2 KLint – 3ja sæta sófi Klint 3ja sætasófi. svart leður á slitflötum. stærð: 193x881 h: 80 cm. 2ja sæta sófi tiLBoÐ 169.990 tilboðsverð 149.990 179.990 Fullt veRð 209.990 DC 3600 3ja sæta sófi. Koníaksbrúnt leður á slitflötum. stærð: 202 x 82 h: 85 cm. DC 3600 – 3ja sæta sófi 299.990 Fullt veRð 329.990 m j ú K i r s ó fa r , s t ó r i r s ó fa r , h O r n s ó fa r , t u n g u s ó fa r . . . DC 4200 3ja sæta sófi. svart leður á slitflötum. stærð: 211 x 82 h: 85 cm. DC 4200 – 3ja sæta sófi 310.990 Fullt veRð 349.900 Þau 2000 tonn sem eru um borð í Alma er álíka mikið og allt lang- reyðarkjöt sem flutt hefur verið inn til Japans frá árinu 2008. J apanskir hvalfriðunarsinnar búa sig nú undir að taka á móti flutn-ingaskipinu Alma sem er á leið til landsins með 2.000 tonn af langreyðar- kjöti úr frystigeymslum Hvals hf. hér á landi. Japanskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið og segja hvorki ljóst hvar skipið eigi að koma til hafnar né hver stendur að baki innflutningnum. Í frétt japanska miðilsins Kyodo kemur fram að fulltrúar Greenpeace og Alþjóða dýraverndunar- sjóðsins fylgist með ferðum skipsins. Talið er að skipið verði komið til Japans um eða fyrir miðjan maí. Þau 2000 tonn sem eru um borð í Alma er álíka mikið og allt langreyðar- kjöt sem flutt hefur verið inn til Japans frá árinu 2008, samkvæmt japönskum hagskýrslum. Veiðar á langreyði brjóta í bága við CITES sáttmálann, sem fjallar um al- þjóðleg viðskipti með tegundir dýra og jurta í útrýmingarhættu. Íslendingar og Japanir hafa ekki staðfest sáttmálann hvað varðar viðskipti með hvalaafurðir og teljast því ekki brotleg við alþjóðalög með viðskiptunum. Í fréttum japanskra fjölmiðla kemur fram að Barack Obama Bandaríkjaforseti hafi gefið fyrirmæli um að allt stjórnkerfi Bandaríkjanna eigi að vinna að því að þrýsta á Ís- lendinga um að hætta hvalveiðum og að hvalveiðar eigi að lita öll samskipti bandarískra embættismanna við Ís- lendinga. Síðast fréttist af ferðum skipsins í síðustu viku þegar það varð að hætta við áform um að koma inn til hafnar í Durban í Suður-Afríku en talið er að þar hafi það ætlað að taka eldsneyti og vist- ir. Greenpeace í Suður-Afríku brást við með því að efna til undirskriftarsöfnun- ar þar sem skorað var á hafnaryfirvöld í Durban að neita Alma um þjónustu í höfninni. Þetta varð til þess að Alma hætti við að leggja að í Durban. Green- peace hefur einnig hvatt ríkisstjórnir annarra ríkja á svæðinu til þess að koma í veg fyrir að Alma geti sótt olíu og vistir í öðrum hafnarborgum á leiðinni. Pétur Gunnarsson petur@fretatiminn.is  Hvalveiðar Japanir búa sig undir íslenska HvalkJötssendingu Óvíst hver er að flytja kjötið inn og hvert skipið kemur 2.112 tonn af langreyðarkjöti hafa verið flutt inn í Japan frá árinu 2008. Um 2.000 tonn eru nú um borð í skipinu Alma á leið til landsins. 10,9% þátttakenda í nýrri skoðanakönnun MMR telja að Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra sé heiðarlegur. 14,7% telja að Bjarni Benediktsson, fjár- málaráðherra sé heiðarlegur. 15,7% telja Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, heiðarlegan, og 26,4% Birgittu Jónsdóttur, kaftein Pírata á þingi. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er heiðarlegur að mati 18,9% þátttakenda í könnuninni en 27,6% telja Guðmund Stein- grímsson, formann Bjartrar framtíðar heiðarlegan. Tveir stjórnmálamenn skáru sig úr; Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Jón Gnarr. 45,2% telja Jón Gnarr heiðarlegan en 48% Katrínu. MMR spurði einnig um fleiri persónu- eiginleika og hvort þátttakendur tengdu þá við eiginleika við nokkra stjórnmála- leiðtoga. Í frétt frá MMR segir að almennt hafi flestir talið Jón Gnarr, Katrínu Jakobsdóttur og Ólaf Ragnar Grímsson gædd þeim eiginleikum sem spurt var um en fæstir Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Árna Pál Árnason. Meðal þess sem spurt var um var hvort viðkomandi leiðtogi væri í tengslum við almenning. Jón Gnarr kom þar best út en 42,6% töldu hann í tengslum við almenn- ing. Hið sama sögðu 32,3% um Katrínu Jakobsdóttur, 27,,4% um Ólaf Ragnar, 23,1% um Guðmund Steingrímsson, 22,5% um Birgittu Jónsdóttur, 13,9% um Árna Pál Árnason. 7,8 telja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sé í tengslum við almenning og 7,5% Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra. 980 manns svöruðu könn- uninni og tóku 85,3% afstöðu. Spurt var: Ef þú hugsar um eftirtalda einstaklinga. Hvaða kostum, af eftirfarandi, finnst þér hver þeirra búa yfir? -pg Japanskir fjölmiðlar búa sig undir að taka á móti skipinu Alma, sem er á leið til Japans með 2.000 tonn af langreyðarkjöti úr geymslum Hvals hf. Greenpeace og Alþjóða dýraverndunarsjóðurinn fylgjast með ferðum skipsins og reyna að hindra að það komist í höfn að sækja olíu og vistir.  skoðanakönnun persónueiginleikar stJórnmálaleiðtoga 10,9% töldu forsætisráðherra heiðarlegan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.