Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.04.2014, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 25.04.2014, Blaðsíða 28
28 matur & vín Helgin 25.-27. apríl 2014  vín vikunnar Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Uppskrift vikunnar Vín er gjarnan mikilvægur hluti máltíðarinnar hjá vín- og matar- þjóðum eins og Frökkum, Spán- verjum og Ítölum. Það er engin ástæða fyrir okkur Frónbúana að vera eftirbátar þeirra og skapa okkar eigin góðu vín- og matarmenningu. Gott vín á að passa með góðum mat og góður matur á að passa með góðu víni. Hver máltíð er samspil bragða og innihalds og því er nauðsynlegt að að hafa nokkrar grunnreglur á hreinu til að styðjast við þegar vín og matur eiga að fara vel saman. Svo er bara að prófa. Vínið gerir matinn betri Ostar Rauð, hvít og önnur léttvín geta gengið með ostum – allt miðast þetta við ost- tegundina. Mjúkir ostar passa oft betur með sætara hvítvíni, sérstaklega blá- mygluostar en léttara sýruríkt rauðvín steinliggur með föstu ostunum eins og primadonnu. Geitaostur passar best með hvítvíni, helst Sancerre. Portvín í sætari kantinum er líka góður kostur með þeim blámygluðu. Kjötbollur Rautt skal það vera og kraftur vínsins þarf að vera í þráðbeinu samhengi við hversu kryddaður maturinn er. Sé kryddið milt eru það léttari rauðvín, til dæmis Merlot en sé kryddið sterkt er betra að horfa til kryddaðri vína svo sem Shiraz. Ef kjötbollurnar eða hakkrétturinn er hins vegar ekta ítalskur þá klikkar ítalskur Chianti Classico ekki. Lamb Lambið getur verið feitt og þá þarf sýrurík vín sem skera í gegnum fituna. Sé rétturinn í kryddaðri kantinum eru Spánverjar frá Rioja eða Ribera del Duero ágætis kostur en Bordeaux vín eru ekta góð með klassíska lambinu; ofnsteikta hryggnum eða læri að hætti ömmu. Asískur og sushi Hér er kannski best að halda sig við bjór en eigi það að vera léttvín er gott að hafa þau sýrurík og krydduð eins og matinn. Riesling eða Gew- ürztraminer ef það skal vera hvítvín eða kryddaðan Shiraz ef það á að vera rautt. Varðandi sushi þá getur reynst erfitt að finna gott vín sem passar vegna ediks í hrísgrjónunum en þurr Riesling ætti að ráða við slíkt verkefni. Nautasteikin Hér dugar ekkert hvítvín heldur er gott að velja tannínrík rauðvín því prótín og tannín spila saman þannig að vínið virkar ekki eins tannínríkt með kjötinu auk þess sem aðrir góðir eiginleikar vínsins fá að njóta sín. Góður Cabernet Sauvignon til dæmis frá Kaliforníu eða Ástralíu er góður kostur hér, já eða góð Cabernet-Mer- lot blanda frá Bordeaux. Kjúklingur og kalkúnn Bæði hvítt og rautt gengur með kjúlla, það verður bara að passa að vínið sé ekki of kröftugt. Sé kjúklingarétturinn hins vegar mjög kryddaður eða sterkur hentar rauðvín betur. Gott rauðvín væri til dæmis eitthvað í mildari kantinum frá Norður-Ítalíu eins og Valpolicella. Grillaður kjúlli og franskur Beaujolais eru líka bestu vinir. Eftirréttirnir Hér ráða sætvínin ríkjum, dökk sætvín með súkkulaðieftirréttum og ljós með ávaxttengdum eftirréttum. Ekki gleyma því samt að gott dökkt súkkul- aði passar fullkomlega við kaliforn- ískan Cabernet Sauvignon. Skeldýr Hér gildir hvítvínið og sérstaklega ungur og ferskur Sauvignon Blanc til dæmis frá Nýja Sjálandi. Pinot Grigio og Riesling þrúgurnar eru líka á heimavelli hér með hráefni á borð við fisk og skeldýr. Ef þú ert svo heppinn að fá ostrur þá klikkar Chablis ekki. Lax Chardonnay hvítvín eiga vel við hér. Sérstaklega þau sem hafa fengið að kynnast eikartunnum og hafa smjör- kenndan og feitan blæ. Áströlsk og kalifornísk Chardonnay eiga vel við. En það sem þó passar eiginlega best með laxi eru léttari rauðvín eins og til dæmis Pinot Noir sem steinliggur með. Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin sem hér segir: Í snyrtifræði í maí-júní. Umsóknarfrestur er til 1. maí. Í málmiðngreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur til 1. maí. Í vélvirkjun í september. Umsóknarfrestur til 1. júní. Í ljósmyndun í september – október. Umsóknarfrestur til 1. júlí. Dagsetningar prófanna verða birtar á heimasíðu okkar um leið og þær liggja fyrir. Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi, lífeyrissjóðsyrlit og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í maí 2014. Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir iðngreinum. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu okkar, veang: www.idan.is og á skrifstofunni. IÐAN - fræðslusetur, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík, sími: 590 6400, bréfsími: 590 6401, netfang: idan@idan.is 2 0 1 4 00000 w w w . v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 36 vötn 6.900 kr FLEIRI VÖTN ÓB EYTT VERÐ 2 0 1 4 J.Lohr Riverstone Chardonnay Gerð: Hvítvín Þrúga: Chardonnay Uppruni: Kalifornía Verð: 3.258 kr. (750 ml) Næstum því sumardrykkur Loksins er farið að hlýna og þá er tími til að skella sér í vorverkin og verðlauna sig svo með kældu hvítvíni á eftir. Það er samt ekki alveg nógu hlýtt til að fara beint í frískandi sumardrykk heldur er upp- lagt að fá sér eikuð hvítvín frá Kaliforníu þar til hitinn kemst yfir tveggja stafa töluna. Þegar vín- gerð í Kaliforníu var að byggjast upp á seinni hluta síðusta aldar sóttu þeir hugmyndir sínar í það sem best er gert í Frakkalandi og því eru mörg vín þaðan með afar frönskum einkenn- um og eru stundum jafnvel enn franskari en sjálf frönsku vínin. Úrvalið af þessum vínum mætti reyndar vera betra hér á landi en þetta Chardonnay frá hinum stórgóða framleiðanda J. Lohr er dæmi um vel heppnað svona hvít- vín með frískum ávaxtakeim en samt mikilli fyllingu sem einkennist af vanillu og eik. Frábært með feitum fiski og hollandaise sósu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.