Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.04.2014, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 25.04.2014, Blaðsíða 30
Þ etta byrjaði allt með þessum skinn-um,“ segir Auður Gná Ingvarsdóttir innanhúsarkitekt. „Ég komst í kynni við Karl sútara á Sauðárkróki, sem er með aðstöðu hjá Sútunarstöðinni Loðskinn. Þá fór ég að skilja betur allt þetta ferli í kring- um skinnavinnsluna. Hér fellur til alveg ótrúlegt magn af skinnum, sem er auðvitað bara hrávara, en Loðskinn eru þeir einu sem súta skinn í dag og rúmlega 90% af þeim eru flutt beint út, án þess að hér sé gerð full- unnin vara. Mér fannst bara svo forvitnilegt að það væri verið að vinna hér hrávöru sem fáir nýta.“ Afrakstur forvitninnar er hönnunarfyrir- tækið „Further North“ en aðalvara þess, eins og er, eru púðar úr íslenskri gæru. Púð- arnir eru ekki í þessum hefðbundnu nátt- úrulegu litum sem við þekkjum af kindinni. „Áður en ég fór í samstarf með sútunarstöð- inni Loðskinn vann ég með Karli sútara sem tekur að sér að súta fyrir einstaklinga og gaf hann sér tíma í þróun með mér. Auk þess að súta lambaskinn litar hann meðal ann- ars hrosshár sem hann selur fluguhnýt- ingamönnum út um allan heim. Að sjá þetta náttúrulega efni í svona sterkum litum var eiginlega það sem kveikti endanlega áhuga minn á því að fram- leiða púðana.“ Skinnaframleiðslan hvarf með mokkatískunni Í framhaldinu kviknaði áhugi Auðar á öllu sem viðkemur skinnaiðn- aðnaðinum. „Um miðbik síðustu aldar voru þrjár megin sútunarstöðvar á landinu auk nokkurra sút- ara sem störfuðu á eigin vegum. Þá var verið að framleiða heilan helling fyrir bæði innlendan og erlendan markað og stórar skinnaverk- smiðjur risu í tengslum við sútunarstöðvarnar. Mesti upp- gangurinn var auðvitað þegar mokkatískan var í hámarki en svo hætti fólk að kaupa mokka og þá voru verksmiðjurnar leystar upp og vélarnar seldar úr landi,“ segir Auður sem finnst miður að verkþekking á skinnavinnslu sé hægt og rólega að glatast. „Ég komst að því að stór hluti íslenskra skinna er seldur út til frekari vinnslu. Þau eru hrásútuð meðal annars í sláturhús- unum hér heima og þaðan seld, aðal- lega til Póllands, þar sem þau eru unnin áfram og í einhverjum tilfellum svo seld aftur til Íslands. Loðskinn á Sauðár- króki hefur að mörgu leyti haldið lífi í greininni hér heima en þeir hafa þróað sína vinnu það mikið síðustu ár að gæði skinn- anna eru orðin ótrúleg, enda eru þau mjög eftir- sótt hjá erlendum birgj- um. Þetta eru miklu léttari og flottari skinn en þau voru og svo er öll framleiðsla orðin miklu vistvænni. Þar að auki flytja þeir hell- ing út af fiskroðum, sem er eiginlega sú vara sem hefur haldið í þeim lífinu.“ 100% íslenskt – úr fjárhús- inu í sófann „Það sem mér fannst mest spennandi við þetta allt saman var að nýta skinnin og þá verk- þekkingu sem liggur á bak við þau og búa til fullunna vöru hér, en ekki senda þau út í fram- leiðslu,“ segir Auður en bendir á að mjög erfitt sé orðið að fullvinna skinn hér heima. „Það er auðvitað eitt að fá skinn í hendurnar og annað að láta einhvern vinna vöruna fyrir 30 hönnun Helgin 25.-27. apríl 2014 Óðalsostur hefur verið á borðum landsmanna frá árinu 1972 þegar Mjólkursamlag KEA hóf framleiðslu hans á Akureyri. Fyrirmynd hans er Jarlsberg, frægasti ostur Norðmanna. Óðalsostur er mildur með örlítinn möndlukeim og skarpa, sæta, grösuga tóna. Frábær á morgunverðarborðið, hádegishlaðborð eða bara einn og sér. www.odalsostar.is ÓÐALSOSTUR TIGNARLEGUR Auður Gná Ingvarsdóttir innanhúsarki- tekt stofnaði hönnunarfyrirtækið „Further North“ eftir hafa kynnst ís- lenskum skinnaiðnaði. Hún heillaðist af sjálfu ferli hráefnisins sem hefur lengi verið vannýtt hérlendis og ákvað að finna leið til að nýta það á nýstárlegan hátt. Henni finnst mikilvægt að allt ferlið, frá hönnuninni sjálfri til lokaút- komunnar, sé unnið á Íslandi þar sem aldagömul verkþekking sé til staðar. Púðarnir eru ekki í þessum hefðbundnu sauðalitum, geta verið einlitir eða marglitir, stutthærðir eða síðhærðir. Heilluð af skinna iðnaðinum Spegillinn sem Auður Gná kynnti á Hönnunarmars býður upp á annað og meira en speglun því hann er algjör veggprýði. Innanhúsarkitektinn Auður Gná Ingvarsdóttir opnaði búð við Skólavörðustíg, eiginlega alveg óvart, því hana langaði til að skapa ákveðna stemningu og umgjörð utan um púðana sína. Mynd Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.