Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 14
10 SVEITARSTJÓRNAUMÁL 2. Myndaður verði sameiginlegur sjóður allra sveitarfélaga lands- ins, er nefnist Tekjuöflunarsjóð- ur sveitarfélaganna. Tekjur síriar fær sjóðurinn þannig: Skattlagðar verði til sjóðsins stofnanir og fyrirtæki, er með starfsemi sinni ná til alls lands- ins eða stórra landssvæða og ekki greiða útsvör samlcv. núgildandi útsvarslögum, svo sem bankar, sparisjóðir, tryggingastarfsemi önnur en almannatryggingar, rík- isverksmiðjur, tóbaks- og áfengis- verzlun, Eimskipafélag íslands, Ríkisslcip, heildverzlanir og aðrar hliðstæðar stofnanir. Útsvör fyrirtækja þeirra, er útsvarsskyld eru og talin eru hér að framan, skulu falla óskipt í sjóðinn. Um álagningu skattsins, inn- heimtu hans og ársfjórðungslega skiptingu sjóðsins milli sveitarfé- taganna fari eftir nánari reglum í lögum þar um. :t. Nái það ekki fram að ganga, að sveitarfélögin fái tekjur á þann hátt, er um getur í lið 2 hér að framan, skorar Landsþingið á Alþingi og ríkissljórn að setja lög um, að af ákveönum hluta af telcju- og eignarskattinum verði myndaður sameiginlegur sjóður sveitarfélaganna, er gegni sama hlutverki og sjóður sá, er mn get- ur í lið 2. II. Útsvarslaganefnd hefur yfirfariö til- lögur og álitsgerð milliþinganefndar um útsvarsálagningu og er sammála um, að tillögur milliþinganefndar- innar séu í aðalatriðum til bóta. Þó vill nefndin taka fram um einstök at- riði sein hér segir: 1. Nefndin telur einingahugmynd þá, er fram kemur í tillögum milliþinganefndarinnar, vel þess virði, að hún sé rækilega athuguð, og hvort ekki beri að taka hana upp, þólt nefndin hafi aftur á móti ekki á þessu sligi málsins haft möguleika á að sannprófa gildi hennar og g'eti því ekki rnælt með því, að hún verði upp tekin án frekari athugunar. Sama gildir um álagningarstig- ann. 2. Nefndin getur ekki fallizt á þau atriði í tillögum milliþinganefnd- arinnar, er fjalla um ábúðarút- svör og að aldur gjaldenda skuli hafa áhrif á útsvarsupphæð þeirra. Að öðru leyti vísar nefndin málinu í heild lil Landsþingsins ásamt til- lögum milliþinganefndarinnar. III. Útsvarslaganefnd flytur eftirfarandi tillögur til breytinga á útsvarslögun- um: 1. Ef jörð er seld úr sveit og ekki nytjuð sem aðrar jarðir í hreppnum og' lítið eða ekkert bú rekið þar, er þá hreppsnefndum viðkomandi hreppa heimilt að leggja á slíkar jarðir útsvör, eins og jörðin væri i ábúð og fullur búskapur rekinn á henni. 2. Skipting á útsvörum milli sveil- arfélaga falli niður, að undan- skildum útsvörum atvinnufyrir- tækja. Útsvör einstaklinga falli að öllu til heimilissveitar. Tillögum þessum var að umræðum loknum vísað lil fjárhagsnefndar, og verður síðar gelið um afgreiðslu þeirra. Þegar hér var komið fundinum, barst þinginu svo hljóðandi skeyti frá forsela íslands: „Alúðarþakkir fyrir hlýjar kveðjur frá landsþingi Sambands íslenzkra sveitarfé- laga. Eg óska sambandinu farsældar í störfum sinum og sendi öllum þátttak- endmn beztu kveðjur. Sveinn Björnsson." C. Breytingar á sveitarstjórnarlöggjöf- inni. Framsögumaður var Erlingur Frið-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.