Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 33

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 33
SVKITARSTJ ÓRNARMÁL 29 ingin til allra launþega, jafnt bókhaldara í skrifstofu og þjónustustúlku við liiis- störf sem til sjómanns á hafi úti, svo og til lærlinga, þótt þeir taki ekki laun. Undanskildir eru þó launþegar, sem eingöngu taka vinnu heini til sin eða á vinnustað, sem þeir sjálfir reka, svo og þeir, sem taka að sér lausavinnu. Einnig eru undanskilin börn atvinnu- rekanda undir 11> ára aldri, kona hans og foreldrar eða fósturforeldrar. Öllum er þó heimilt að tryggja sig frjálsri trygg- ingu með sömu kjörum og þeir, sem tryggingarskyldir eru. Um heilsugæzluna get ég verið fáorður. Heilsugæzlukaflinn, sem kemur til fram- kvæmda þ. 1. janúar 1948, nær yfir allt starfssvið sjúkrasamlaganna eins og það nú er, að viðbættri heilsuverndarstarf- semi og þeirri þjónustu, sem nú heyrir undir rikisframfærslu sjúkra manna og örkumla. Breytingar á réttindum hinna tryggðu frá því, sem nú er, eru þessar helzlar: Læknishjálp verður aðeins greidd að %, en er nú greidd að fullu. Lvf verða aðeins greidd að liálfu, önnur en þau Ivf, sem sjúklingi er lífsnauðsyn að nota eða brýn nauðsyn að nota að stað- aklri. Slík-lyf greiðast að fullu. Röntgenskoðun og röntgen- og radium- lækningar verða greiddar að fullu, en eru nú aðeins greiddar að lillu leyti. Þá verða nuddlækningar greiddar eins og önnur kvknishjálp, og teknar verða upp greiðsl- ur fyrir tannlækningar, a. m. k. fvrir unglinga innan 18 ára aldurs. Gert er ráð fvrir verulegri breylingu á fyrirkomulagi læknaþjémustunnar. Er stefnl að því, að hún fari sem mest fram á lækningastöðvum, þar sem kostur sé bæði almennrar og sérfræðilegrar læknis- hjálpar. Heilsuverndina annast heilsu- verndarstöðvar. Heilsuverndar- og lækningastöðvar skal setja á stofn i kaupstöðum og ann- ars staðar þar, sem lieilbrigðisstjórnin ákveður. Þá her að nefna framlag trygginganna til kæknisvitjunarsjóða.Nemur það 201)000 kr. á ári auk verðlagsuppbótar. Fé jiess- ara sjóða skal varið til að endurgreiða 75% af óhjákvæmilegum kostnaði við ferðir lækna til sjúklinga, að undanskild- um fyrstu 10 km, og 75% af óhjákvæmi- legum kostnaði við flutning sjúklings í sjúkrahús. Fyrir jiessi hlunnindi, sem nú hafa verið rakin, eiga hinir tryggðu að greiða iðgjöld, sem nema sem næst 30% af því, sem áætlað er, að trvggingarnar muni kosta. Upphæð iðgjaldanna er sein hér segir, miðað við fulla framkvæmd laganna og vísitölu 300 (í svigum iðgjöldin eins og þau verða 1947, vegna liess að heilsu- gæzlukaflinn kemur ekki til framkvæmda ])að ár, enda greiðast sjúkrasamlagsgjöld það ár): A 1. verðlagssvæði: Á 2. verðlsv.: Kvæntir karlar 540 kr. (380) 414 kr. (300) ólcvæntir 432— (340) 324— (270) Ógiftar konur 324 — (250) 252 (200) Iðgjöld j)essi þykja sjálfsagt há, en j)ó er ])að nú svo, að ca. 70% af því, sem tryggingarnar kosta, er fengið á annan hátt en með beinum iðgjöldum. Sýslumenn og bæjarfógetar innheimla iðgjöldin (í Reykjavík tollstjóri og lög- reglustjórar í Iveflavík og Rolungavik). Iðgjöldin verða innheimt í tvennu lagi, fyrri hlulinn um áramót, samhliða af- hendingu tryggingarskírteina, en síðari hlutinn á manntalsþingi. Ætlunin var að hafa mánaðarlega innheimtu i kaup- stöðunum, eins og tíðkast hjá sjúkrasam- lögunum, en innheimtumenn hafa mæll mjög á móti því og telja það algerlega ósamrýmanlegt því innheimtukerfi, sem fyrir er hjá þeim. Vangreiðslur iðgjalda varða réttinda- missi. Þetta gildir skilyrðislaust að því er snertir sjúkrahjálp og sjúkradagpeninga, og má þá fella niður réttindin mánuði eftir gjalddaga. Aðrar bætur er heimilt, en ekki skylt, að lækka um allt að sama luindraðshluta og vangreidd iðgjöld nema

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.