Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 22
18 SVEITARST JÓRN ARM ÁL ari greinargerðar af hendi bæjarstjórnar Vestmannaeyja sem og umsögn hafnar- nefndar." 2ó. Loks skilaði allsherjarnefnd álili varðandi tillögu um viðkomustaði í milli- landasiglingum. Samþykkt var svo hljóð- andi tillaga: „Á stríðsárunum mátti segja, að niður féllu beinar siglingar frá útlöndum til hinna ýmsu landshluta. Þetta olli ekki aðeins óþægindum viðkomandi byggðar- lögum, heldur oft vandræðum. Þar sem að nýju eru nú hafnar frjálsar siglingar og smátt og smátt færist nú allt í eðli- legra horf, vill landsþingið mælast til þess — sérstaklega við hin innlendu skipafélög —, að þau taki upp svo sem verða má fvrri háttu um þetta mikla nauðsynjamál þeirra, sem búa liti i lands- byggðinni.“ 26. Með leyfi fundarins hóf mál Sig- urður Bjarnason, ísafirði, um lögin uin vinnumiðlun og lagði fram svo hljóðandi lillögu: „Landsþing Sambands íslenzkra sveil- arfélaga telur eðlilegt, að lögum um vinnumiðlun verði breytt þannig, að bæj- arstjórnir kjósi með hlutfallskosningu meiri hluta stjórnar vinnumiðlunarskrif- stofa á hverjuin stað.“ Með því að svo var liðið á jiingið, þegar lillaga þessi kom fram, var samþykkt að vísa henni til stjórnar og fulltrúaráðs til frekari atlnigunar. Næsti fundnr var boðaður daginn eftir, kl. 10 árdegis, og þá í Sjálfstæðishúsinu. Fundi slitið kl. 11.45 síðdegis. Eirikur Pálsson (sign.). Eiríkur Hclgason (sign.). 4. fundur hófst miðvikudaginn 10. okt., kl. 10 árd., í Sjálfstæðishúsinu. Þetta gerðist á fundinum: 27. Kosin stjórn: Formaður var kos- inn Jónas Guðmundsson eftirlitsmaður sveitarsljórnarmálefna, var hann kósinn í einu hljóði. Samkvæmt tillögum kjörnefndar voru eftirtaldir menn kosnir í stjórn sam- bandsins: A. Vegna kaupstaða og kauptúna: Aðalmenn: Jóhann Hafstein, Reykjavik, Björn Jóhannesson, Hafnarl'irði. Varamenn: Gunnar Thoroddsen, Reykjavík, Guðmundur Gissurarson, Hafnarfirði. B. Vegna hreppa: Aðalmenn: Björn Finnbogason, Gerðahreppi, Klemens Jónsson, Bessastaðahreppi. Varamenn: Magnús Sveinsson, Mosfellshreppi, Gunnlaugur Jósefsson, Miðneshreppi. 28. Kosið fulltrúaráð. Tilnefndir af kjörnefndum hvers fjórðungs voru þessir: Frá Sunnlendingafjórðungi: Aðalmenn: Guðmundur Áshjörnsson, Reykjavik, Þorleifur Jónsson, Hafnarfirði, Jón Axel Pétursson, Reykjavík, Björn Bjarnason, Reykjavík, Páll Þorbjarnarson, Vestm.eyjum, Sigurgrimur Jónsson, Stokkseyri, Ólafur B. Björnssón, Alcranesi, Jónas Magnússon, Kjalarneshreppi, Magnús Þ. Öfjörð, Gaulverjabæjarhr., Gisli Jónsson, Hraungerðishr. Varamenn: Auður Auðuns, Reykjavík, Sigurður Sigurðsson, Reykjavík, Jóhanna Egilsdóttir, Reykjavík, Steinþór Guðmundsson, Reykjavík, Elias Þorsteinsson, Keflavík, Vigfús Jónsson, Eyrarbakka, Björn Sigurhjarnarson, Sandvikurhr., Eirikur Jónsson, Skeiðahreppi, Ólafur Kristjánsson, V.-Eyjafjallahr„ Björn Guðmundsson, Vestm.eyjum.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.