Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 34
30 SVEITARSTJÓRNARMÁL af þeini iðgjöldum, sem hlutaðeiganda bar að greiða, en hliðsjón skal hafa af efna- hagsástæðum lilutaðeiganda, er ákvörðun er tekin um þetta. Aldrei má þ« lækka fæðingarstvrk né slysabætur. Ég gat þess áðan, að af væntanlegum tekjuin trygginganna væru um 30% lögð á herðar hinum tryggðu með iðgjöldum. Er áætlað, að iðgjöldin nemi 20.9 millj., miðað við fullt iðgjald. Afgangurinn er áætláð að skiptist þannig, að atvinnurekendur beri um 17% eða 11.5 millj. (þar af 5 milljónir áhættu- iðg'jöld til slysatryggingarinnar, en 6.5 millj. skattur í sameiginlegan sjóð trygg- inganna), sveitarfélög rúm 19% (13.05 millj.) og ríkissjóður rúm 32% (21.75 millj.), allt miðað við það, þegar lögin eru að fulíu komin til framkvæmda. Hluti ríkissjóðs getur hækkað, ef aðrir liðir lækka. Á næsta ári verður hlutfallið ekki alveg' það sama. Heildartekjur eru áætlaðar 67.2 milljónir miðað við fulla framkvæmd, en 1947 53.4 milljónir. Varasjóður sá, sem tryggingarnar leggja upp með, eru sjóðseignir þær, sem safnazt hafa fyrir hjá Lífeyrissjóði ís- lands og slysatryggingunni, og er upphæð þeirra samtals ca. 38 milljónir. Fallið var frá því að safna frekari sjóðum með bið- timagjöldum, sem þó var upphaflega lagl til. Sjóðseignum sjúkrasamlaga (ca. 3.6 millj.) og ellistyrktarsjóða (ca. 1.8 millj.) er ællað sérstalct hlutverk í hinum einstöku umdæmum, eins og síðar segir. Ég skal þá fara nokkrum orðum um framlag sveitarfélaganna og skiptingu þess og þau önnur atriði, sem sérstaklega varða afstöðu sveitarfélagánna til trygg- inganna. Það er náttúrlega öllum fundarmönn- um ljóst, að almannatryggingarnar liafa í för með sér talsverða aukningu útgjalda fyrir flest sveitarfélög, eins og óhjá- kvæmilegt er, þar sem svo slórt spor er stigið til þess að bæta kjör þeirra, sem verst eru seltir í þjóðfélaginu, og auka félagslegt öryggi. En útgjaldaaukningin er mjög mismunandi mikil hjá hinum einstöku sveitarfélögum. Hún verður hlutfallslega mest hjá þeim sveitarfélög- uni, sem minnst hafa áður lagt til trygg- ingarmála og framfærslumála, en hlut- fallslega minni þar, sem tryggingarnar voru áður langt á veg komnar, og þar, sem framfærsla var mikil. Mér telst svo til, að á árinu 1944, sem er síðasta árið, sem skýrslur liggja fyrir uin, hafi framfærslukostnaður sveitarfé- laga og framlög til ellilauna og örorku- bóta numið samtals um 8 niilljónum króna. Vafalaust hefur sá kostnaður liækkað töluvert síðan vegna hækkaðrar vísitölu. Þá eru framlög sveitarfélaga lil sjúkrasamlaga áætluð 2.2 milljónir á næsta ári. Framlag sveitarfélaga lil al- mannatrygginga er ákveðið 13.05 millj., ef miðað er við vísitölu 290. Má því ætla, að heildarhækkun á útgjöldum sveitar- félaga verði ekki mjög mikil, þar sem gjöld samkvæmt alþýðutryggingalögum falla jafnframt niður og gert er ráð fyrir því, að fátækraframfærsla falli að miklu leyti niður vegna bóta þeirra, sem trygg- ingarnar greiða. Hins vegar var að sjálfsögðu ekki liægt að miða niðurjöfnun tillag'sins við það út af fvrir sig, hvernig bvrðarnar liöfðu áð- ur skipzt milli sveitarfélaganna. íbúar allra sveitarfélaga njóta jafnt góðs af tryggingunum, eftir því sem efni standa til. Þó að útgjaldahækkunin verði hlut- fallslega mishá, er. það því ekki merki jiess, að framlaginu sé ranglátlega skipt niður, Iieldur sýnir aðeins, að sumpart var þörfin fvrir tryggingarnar ekki alls staðar jafnbrýn og sumpart að ekki hefur alls staðar verið jafnmikið gert fyrir þurfamenn, gamalmenni og öryrkja. Að útgjaldaaukningin lilýtur að verða mjög mishá, verður sérstaklega ljóst, þegar þess er gætt, að livorki meira né minna en 80 sveitarfélög i landinu hafa enga framfærslu og mörg öiiiuir mjög litla. Þessi sveitarfélög verða auðvitað að greiða tillag til trygginganna að sínum hluta, vegna þeirra bóta, sem þangað

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.