Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.07.1947, Blaðsíða 43
SVEITARSTJÓRNARMÁL 39 Selfosshreppur (Árness.). Sigurður Ó. Ólafsson, Selfossi. Jón Pálsson, Selfossi. Ingólfur Þorsteinsson, Selfossi. Diðrik Diðriksson, Selfossi. Egill Gr. Thorarensen, Selfossi. Jón Ingvarsson, Selfossi. Björn Sigurbjarnarson, Selfossi. Oddviti er kjörinn: Sigurður Ó. Ólafsson. A kjörskrá voru: 417. Atkvæði greiddu: 383. Hreppstjóri í hreppnum er: Helgi Ágústsson, Selfossi. Sýslunefndarmaður var kjörinn: Sigurður Ó. Ólafsson. Reykjahreppur (S.-Þing.). (Leiðrétting.) Jón H. Þoibergsson, Laxamýri. Jón Þórarinsson, Skörðum. Baldvin Friðlaugsson, Hveravöllum. Oddviti er kjörinn: Baldvin Friðlaugsson. Á kjörskrá voru: 51. Atkvæði greiddu: 29. Hreppstjóri i hreppnum er: Jón Árnason, Þverá. Bæjarstjórnarkosning á Sauðárkróki 6. júlí 1947. Alþýðuflokkur 144 atkv., 3 fulltr. Framsóknarflokkur 84 atkv., 1 fulltr. Sjálfstæðisflokkur 190 atkv., 3 fulltr. Sósíalistaflokkur 47 atkv., 0 fulltr. Á kjörskrá voru (30(5. Atkvæði greiddu 475. Kosnir voru: Magnús Bjarnason. Kristinn Gunnlaugsson. Erlendur Hansen. Guðmundur Sveinsson. Eysteinn Bjarnason. Guðjón Sigurðsson. Sigurður P. Jónsson. Forséti bæjarstjórnar er: Eysteinn Bjarnason. Bæjarstjóri er kjörinn: Björgvin Bjarnason. Gagn ritsins og útbreiðsla. Á öðrum stað i þessu hefli ritsins hef- ur verið gerð grein fyrir þeim breyting- um, sem á liafa orðið í sainbandi við það. Frá upphafi hefur það verið áhugamál og meginsjónarmið stofnanda þess og rit- stjóra, að ritið flytti sem gagnlegast og fjölþættast efni um allt, sem varðar starf og ábyrgð þeirra manna, sem á hverjum tima eru kjörnir til að stjórna sveitar- málefnum landsins. Hin nýja ritstjórn telur, að þessi stefna sé rétt og hana beri að styrkja. Eigi ritið því ávallt að vera í höndum allra þeirra manna, sem hverju sinni stjórna þessum málimi viðs vegar um landið. Enn mun það vera meginregla, að bæj- arfulltrúar eða hreppsnefndarmenn taki engin laun fyrir störf sín. Hefur því stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga dottið í hug að fara þess á leit við öll hrepps- og bæjarfélög, sem í sambandinu eru, að þau kaupi jafnmörg eintök af rit- inu sem hreppsnefndarmenn eða bæjar- fulltrúar eru margir og afhendi þeim vegna starfs síns. Á þann hátt hefðu starfsmenn sveitarfélaganna ávallt í sín- um höndum það ritið, sem svo mjög snertir hið mikilvæga starf, sem hverjum einum er lögð sii skvlda á herðar að vinna kauplaust að. Er vart hugsanlegt, að nokkurt hrepps- eða bæjarfélag teld.i slíkt litilræði eftir gagnvart starfsmönn- um sínum. En það er einmitt hin mesla nauðsyn, að slíkir starfsmenn hafi seni gleggsta yfirsýn yfir allt, sem varðar störf þeirra. Ætti þetta rit að geta orðið hverjum þeirra lil verulegrar leiðbein- ingar í sínu mikilvæga starfi. í trausti þess, að þetta muni vel líka og revnast, mun öllum sveitarfélögum innan sambandsins verða sent ritið í þeim tilgangi, að þau kaupi það til þess að dreifa til hreppsnefndarmanna og bæjarfulltrúa. Ó. B. B.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.