Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Page 27

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Page 27
SVEITARSTJÓRNARMÁL 23 Á næsta áratug eru engar verulegar breytingar gerðar á útsvarslöggjöfinni. En á Alþingi 1936 er hún tekin til allverulegrar endurskoðunar. Helztu breytingar, sem Alþingi gerði þá á lögunum, voru: a. Að útsvör útlendinga skuli miðast við tekjur þeirra hér á gjaldárinu. b. Ný og aukin ákvæði sett mn innheimtu útsvara og ábyrgð atvinnuveitanda á greiðslum launþega, er þeir hafa í sini þjónustu. Breytingar þær, sem síðar hafa verið gerðar á lögunum, má í aðalatriðum telja að sé útfærsla á þessum áðurnefndu atriðum. Á Alþingi 1943 voru m. a. felld inn í lögin ný ýtarleg ákvæði um innheimtu útsvara og ábyrgð á greiðslu þeirra, og hefur nefndin ekki séð ástæður til að gera tillögur til verulegra breytinga á þeim kafla lag- anna. Hér hefur þá, í fáum dráttum, verið rakin þróun útsvarslöggjafarinnar um tvo síðustu áratugi. En þótt allmiklar breytingar, og þá einkum viðaukar, hafi verið gerðar á þeirri löggjöf um þetta tímabil, kom það oftsinnis fram á Alþingi, að gagn- gerð endurskoðun laganna væri óhjákvæmileg. Á Alþingi 1945—46 kom fram til- laga til þingsályktunar um skipun milliþinganefndar til að framkvæma þá endur- skoðun, með þeim forsendum, að á tveim síðustu þingum hefðu legið fyrir frumvörp til laga um breytingar á útsvarslögunum, en Alþingi ekki tekið afstöðu til þeirra, af því fullkomin endurskoðun þeirra væri ráðgerð af hálfu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Hafði sambandið eins og áður er vitnað til, skipað nefnd til þess að endurskoða lögin, og lagði hún álit sitt og tillögur fyrir ársþing sambandsins 1946, en þar komu einnig fram ýmsar athyglisverðar breyt- ingartillögur til viðbótar, og hefur nefndin tekið allar þessar tillögur til yfir- vegunar. Þeir annmarkar á útsvarslöggjöfinni, sem tíðast hafa komið í ljós á undan- förnum árum, standa ýmist beinlínis eða óbeinlínis í sambandi við þau ákvæði laganna, sem taka til heimilisfestu gjaldþegna, — en þau grundvallast að hinu leyt- inu á lögunum nm heimilisfang, svo langt sem þau ná. Er það til marks um óviss- una, sem ríkir í meðvitund manna um lögfulla heimilisfestu eða lögheimili, með tilliti til útsvarsskyldu, að á síðustu 15 árum hafa gengið nær 20 hæstaréttardómar um ágreining sveitarfélaga í þessu efni. Er það ljóst vitni um, að brýn þörf er á að gera þau ákvæði ákveðnari og ótvíræðari, og leit nefndin á það sem eitt aðalvið- fangsefni sitt að gera þar um tillögur, sem til bóta vættu verða. Samkvæmt eðli málsins hljóta öll þau ákvæði útsvarslaganna, sem vitna til heimilisfestu gjaldþegna, að byggjast á og vera i samræmi við lög nr. 95 frá 1936, um heimilisfang. Tók nefndin sér því fyrir hendur að gaumgæfa sem bezt þá löggjöf, og komst að raun um, að mjög tilfinnanlegur brestur væri á um, að skilgreining þeirra laga á hugtakinu lögheimili væri nægjanlega skýr og tæmandi — og þá sízt viðvíkjandi heimilisfestu atvinnustofnana, en um það atriði hefur margvíslegur ágreiningur risið undanfarið, með tilliti til útsvarsskyldu. Þá eru og nokkur fleiri missmíði á löggjöf þessari. Jafnframt því, sem nú var sagt um heimilisfangslögin, er þess að geta, að mjög ófullnægjandi lagaákvæði eru um skrásetningu árlegs manntals í landinu, utan Reykjavíkur. Með lögum nr. 3 frá 1945, um kirkju- og manntalsbækur, er að vísu lagt fyrir alla presta í landinu að færa „sálnaregistur11 árlega, eftir kirkjusóknum, en án þess brigður séu bornar á samvizkusemi þeirra í því starfi, þá er víst um, að ýmsar misfellur eru á þeirri framkvæmd, og hljóta að verða, eins og þeim er í hendur búið, einkum siðan tilflutningur fólks í landinu á ýmsum árstimnm fór í vöxt. Er þá oft svo, að þar sem það átti áður heima, getur enginn gefið óyggjandi vitneskju

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.