Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Page 42

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1948, Page 42
38 SVEITARSTJÖRNARMÁL Kaupgreiðandi þeirra, er gjaldársútsvar leggst á, sbr. 4. gr. B. 1. og 5. gr. stafl. 7, ábyrgist sem sína eigin útsvarsskuld útsvar slíkra gjaldþegna, án tillits til þess, hvernig kaupgjaldi og kaupgreiðslum er varið. Til þess að standast þá ábyrgð er kaupgreiðanda heimilt að halda eftir af vinnulaunum kaupþegns: a. ef grunnlaun eru undir 500 kr. á mánuði ...... 10% b. — — — 500—800 — - — ...... 15— c. — — — yfir 800 — - — ..... 20— Ef kaupgreiðandi manns, sem um úsvarsskyldu gæti fallir undir ákvæði 5. gr. stafl. 7, færir niðurjöfnunarnefnd gögn, er hún tekur gild, fyrir því, að dvöl gjaldþegns og kaupgjald í atvinnusveit á því ári geti ekki varðað útsvarsskyldu þar, getur hún fyrirfram leyst báða aðila undan fyrirmælum þessarar greinar. Nú er dvöl manns í atvinnusveit lokið, og getur þá hvort heldur hann eða kaup- greiðandi hans krafizt úrskurðar niðurjöfnunarnefndar þá þegar um, hvort aðili hafi orðið þar útsvarsskyldur vegna dvalar sinnar, enda séu lögð fram gögn, er báðir staðfesta, fyrir dvalartíma og kaupgjaldsuupphæð. Falli útsvarsskylda á, eiga þessir aðilar kröfu á að fá tilkynningu um útsvarsupphæð gjaldþegns innan 10 daga frá þvi úrskurðar var beiðzt, ella falli kröfuréttur á útsvarsgreiðslu hans þar niður. Eignir erlendis búsetts atvinnurekanda, þær er hann á hér á landi, skulu vera að lögveði til tryggingar útsvari, sem lagt er á hann hér á landi, næst á eftir sköttum, er á þeim kunna að hvíla til ríkissjóðs Islands, enda má kyrrsetja þær til tryggingar útsvarsgreiðslum, án þess að beiðandi þurfi að setja tryggingu, og halda kyrr- setningarmáli til laga fyrir bæjarþingi eða aukarétti þar, sem kyrrsetning fór fram. 29. gr. Ef útsvar er ekki greitt áður en 2 mánuðir eru liðnir frá gjalddaga, skal greiða sveitarsjóði dráttarvöxtu af því, sem ógreitt er, 1% fyrir tvo fyrstu mánuðina og 1 % fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði, sem líður þar fram yfir frá gjalddaga, unz skuldin er að fullu greidd. 30. gr. Utsvör og dráttarvöxtu má taka lögtaki. 31- gr- Meðan vísitala kauplagsnefndar er hærri en 11 o, miðað við tölunaioo í jan.— marz 1939, skulu allar fjárhæðir í lögum þessum, sem tilteknar eru í krónum, hækk- aðar, áður en þær eru lagðar til grundvallar útsvarsákvörðun, svo sem meðalvísitala á útsvarsárinu segir til, þegar um útsvarsársútsvör er að ræða. Þegar um gjaldárs- útsvör ræðir, skal hækkunin miðuð við meðalvísitölu þess tímabils, sem útsvars- stofninn hefur skapast á. 32. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Með lögum þessum eru úr gildi numin: 1. Lög nr. 66 frá 12. apríl 1945, um útsvör. 2. Lög nr. 96 frá 9. des. 1946, um skatt- og útsvarsgreiðslu útlendinga, að því er tekur til ákvæða um útsvör. 3. Lög nr. 59 24. maí 1947, um breiting á lögum nr. 66 12. apríl 1945, um útsvör, svo og önnur lagaákvæði, er koma í bága við þessi lög.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.