Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 36
UMHVERFISMÁL Greinarhöfundur við pappírstætara. í kartöflugarða, trjábeð, sumarblóm og grasflatir. Hefur megnið af fram- leiðslunni verið notað í ræktunar- störf og bendir flest til þess að ár- angurinn lofi góðu um framhaldið. Fram til dagsins í dag hefur öllu sorpi verið fleygt í steyptan lághita- brennsluofn og því sem ekki brenn- ur er mokað úr ofninum aftur og urðað við hliðina á honum. Frá þessum ofni leggur oft og tíðum mikinn reyk og fylgir honum hvim- leiður daunn sem ertir næm nef. Og þar sem ofninn er skammt frá íbúa- byggðinni veldur þetta leiðindum. Sveitarfélagið hefúr séð um söfn- un frá heimilum en fyrirtæki hafa séð um að koma sínu sorpi sjálf í ofninn. Ekki hafa verið innheimt sorphirðu-/eyðingargjöld af fyrir- tækjum á staðnum. j gildandi íjárhagsáætlun er gert ráð fyrir uppsetningu á aðstöðu til þess að taka á móti brotajárni til endurvinnslu. Síðastliðið haust og í vetur var unnið að því að leysa „for- tíðarvanda" í þeim málaflokki og sér nú fyrir endann á því. Er vonast til þess að móttaka á brotajámi verði komin í viðunandi horf með haustinu. Um nokkurt skeið hefur verið unnið að því að fá upplýsingar og hagkvæmnisútreikninga fyrir há- hitabrennsluofn. Grunnupplýsingar liggja nú fyrir og á fundi sveitar- stjómar í byrjun júní var samþykkt að láta fara fram umhverfismat fyrir slíkan ofn. Um er að ræða ofn svip- aðan þeim sem settur var upp á Kirkjubæjarklaustri sl. vetur. Ofn sömu gerðar hefur verið í notkun á Svínafelli í Öræfum í sex ár. Orkan frá þeim ofni hefur verið notuð til þess að hita upp sundlaug á staðn- um, baðaðstöðu og heita potta. Ofn- inn á Kirkjubæjarklaustri á að hita upp sundlaug og skólahúsnæði á staðnum. Þær hugmyndir hafa komið fram að þeir sem flokka verði látnir njóta þess í lægri sorphirðu/eyðingar- gjöldum. Ef af verður að sorpið verði brennt við háhita og orkan frá ofninum nýtt þá eykur það hag- kvæmni „orkuframleiðslunnar“ að taka úr sorpinu óbrennanleg efni. Greinarhöfundur virðir fyrir sér afurðina. Með þeim rökuni mætti segja að þeir sem flokka séu að auka „verð- mæti“ þess sorps sem eftir verður til brennslu og unt leið framleiða áburð úr lífræna úrganginum. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar um þessi mál. A þessu ári verður unnið að hönn- un á frárennslislögnum fyrir sveitar- félagið. Það fer síðan eftir kostnaði og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins hvenær framkvæmdum lýkur en það ætti þó að takast á næstu 3-5 árum. Eftir að hafa skoðað nokkra möguleika varðandi förgun á sorpi er það trú manna að sú ákvörðun að flokka sorp og endurvinna eins og kostur er í heimabyggð verði sveit- arfélaginu og íbúum þess hagkvæm- asti og ódýrasti kosturinn. Það er von hreppsnefndar Tálknafjarðar- hrepps að á næstu mánuðum verði búið að korna sorpmálum í viðun- andi horf og að fyrir liggi áætlun um frárennslismálin þannig að Tálknafjörður megi með réttu kall- ast „grænt sveitarfélag". Greinarhöfundur, Finnur Péturs- son verkamaður, vinnur við fiskeldi á Tálknafirði og situr í hreppsnefnd Tálknaffarðarhrepps. J.D.NEUHAUS jt ” :t’l TALIUR Wr{ - loft eða rafmagns fj m 250 kg -100 tonn f RAFVER 4 SKEIFUNNI 3E-F • SlMI 581 2333 • FAX 568 0215 1 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.