Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 60

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 60
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM sendingarstyrk og yfirlýsingar verið gefhar unr að fljótlega verði úr bætt hefur ekkert gerst í málinu. Það hlýtur að vera umhugsunar- efni hjá notendum þessara rniðla á Suðurnesjum hvort eðlilegt sé að borga full afnotagjöld fyrir vöru sem í raun er stórgölluð. Fundurinn felur stjórn SSS að fylgja málinu eftir af fullum þunga og þrýsta á að notendur á Suður- nesjum sitji við sama borð og aðrir hvað gæði útsendingar varðar. Alversumræða Aðalfimdur SSS 1998 undrast þá einhliða umræðu sem átt hefur sér stað á undanfomum misserum um staðarval næsta álvers á íslandi. Fundurinn minnir á að Keilisnes í Vatnsleysustrandarhreppi er talið einn fysilegasti kosturinn sem fyrir- fmnst í landinu. Þegar staðarval fýr- ir hugsanlegt álver Atlantsáls stóð sem hæst var lögð á það þung áhersla af hálfu landsbyggðarþing- manna að við mat á staðarvalskost- um skyldi raforkuverð vera það sama alls staðar á landinu burtséð frá staðarvali virkjana. Fundurinn fer fram á það við þingmenn Reykjaneskjördæmis að CELAND við mat á staðarvali nýs álvers verði þess gætt að allur samfélagslegur kostnaður verði tekinn inn í þá út- reikninga sem staðarval mun gmnd- vallast á og næsta álver verði reist þar sem hagkvæmast er að teknu til- liti til heildarkostnaðar. Samgöngur Aðalfundur 1998 beinir þeim til- mælum til þingmanna Reykjanes- kjördæmis að Suðurstrandarvegur, framhald hans frá Grindavík um Reykjanesvita að Höfnum og vegur um Osabotna verði allir teknir inn á vegaáætlun hið fýrsta. Jafnframt krefst fundurinn þess að tvöföldun Reykjanesbrautar verði flýtt frá því sent ráð er fyrir gert í núgildandi vegaáætlun. Löggæslumál Aðalfundur SSS 1998 skorar á dómsmálaráðuneytið að auka lög- gæslu á Suðumesjum. Svofelld greinargerð fýlgdi tillög- unni: Fram hefur komið hjá lögreglunni að hún getur ekki sinnt störfum sín- um sem skyldi vegna manneklu. Það er því full ástæða til að fjölga lögreglumönnum, ekki síst til að sinna flkniefnamálum. Málefni fatlaðra I Reykjaneskjördæmi vantar verulega á að þörf fýrir þjónustu við fatlaða sé mætt. Aðalfundurinn krefst þess að íbúar i Reykjanes- kjördæmi sitji við sama borð og aðr- ir landsmenn hvað varðar þjónustu við fatlaða. Fundurinn samþykkir að fela stjóm SSS að álykta frekar um mál- efni fatlaðra þar sem tekið verði undir ályktun landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri í ágúst 1998 og krafa sett fram um úrbætur í þessum málaflokki nú þegar. Ný stjórn SSS Tilnefnd í stjóm Sambands sveit- arfélaga á Suðumesjum fýrir starfs- árið 1998-1999 voru þrír forsetar bæjarstjóma, þeir Skúli Þ. Skúlason í Reykjanesbæ, Hallgrímur Bogason í Grindavíkurbæ og Oskar Gunnars- son í Sandgerðisbæ, svo og þau Sig- urður Jónsson, sveitarstjóri Gerða- hrepps, og Þóra Bragadóttir, oddviti V atnsleysustrandarhrepps. A fyrsta fundi stjórnarinnar var Skúli Þ. Skúlason valinn formaður, Sigurður Jónsson varaformaður og Hallgrímur Bogason ritari. Skúli Þ. Skúlasaon, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. ' Að loknum aðalfundi var fundar- mönnum boðið að skoða skrifstofiir SSS og um kvöldið var 20 ára af- mælisfagnaður í boði SSS i Eldborg við Svartsengi fýrir fundarmenn og maka. Næsti aöalfundur Næsti aðalfundur SSS verður haldinn i húsakynnum Fjölbrauta- skóla Suðurnesja í Reykjanesbæ dagana 15. og 16. október nk. VERKFRÆÐISTOFA Bæjarhrauni 20 • 220 Hafnarfjörður sími: 565 1340 • símbréf: 565 1341
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.