Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Síða 60

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Síða 60
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM sendingarstyrk og yfirlýsingar verið gefhar unr að fljótlega verði úr bætt hefur ekkert gerst í málinu. Það hlýtur að vera umhugsunar- efni hjá notendum þessara rniðla á Suðurnesjum hvort eðlilegt sé að borga full afnotagjöld fyrir vöru sem í raun er stórgölluð. Fundurinn felur stjórn SSS að fylgja málinu eftir af fullum þunga og þrýsta á að notendur á Suður- nesjum sitji við sama borð og aðrir hvað gæði útsendingar varðar. Alversumræða Aðalfimdur SSS 1998 undrast þá einhliða umræðu sem átt hefur sér stað á undanfomum misserum um staðarval næsta álvers á íslandi. Fundurinn minnir á að Keilisnes í Vatnsleysustrandarhreppi er talið einn fysilegasti kosturinn sem fyrir- fmnst í landinu. Þegar staðarval fýr- ir hugsanlegt álver Atlantsáls stóð sem hæst var lögð á það þung áhersla af hálfu landsbyggðarþing- manna að við mat á staðarvalskost- um skyldi raforkuverð vera það sama alls staðar á landinu burtséð frá staðarvali virkjana. Fundurinn fer fram á það við þingmenn Reykjaneskjördæmis að CELAND við mat á staðarvali nýs álvers verði þess gætt að allur samfélagslegur kostnaður verði tekinn inn í þá út- reikninga sem staðarval mun gmnd- vallast á og næsta álver verði reist þar sem hagkvæmast er að teknu til- liti til heildarkostnaðar. Samgöngur Aðalfundur 1998 beinir þeim til- mælum til þingmanna Reykjanes- kjördæmis að Suðurstrandarvegur, framhald hans frá Grindavík um Reykjanesvita að Höfnum og vegur um Osabotna verði allir teknir inn á vegaáætlun hið fýrsta. Jafnframt krefst fundurinn þess að tvöföldun Reykjanesbrautar verði flýtt frá því sent ráð er fyrir gert í núgildandi vegaáætlun. Löggæslumál Aðalfundur SSS 1998 skorar á dómsmálaráðuneytið að auka lög- gæslu á Suðumesjum. Svofelld greinargerð fýlgdi tillög- unni: Fram hefur komið hjá lögreglunni að hún getur ekki sinnt störfum sín- um sem skyldi vegna manneklu. Það er því full ástæða til að fjölga lögreglumönnum, ekki síst til að sinna flkniefnamálum. Málefni fatlaðra I Reykjaneskjördæmi vantar verulega á að þörf fýrir þjónustu við fatlaða sé mætt. Aðalfundurinn krefst þess að íbúar i Reykjanes- kjördæmi sitji við sama borð og aðr- ir landsmenn hvað varðar þjónustu við fatlaða. Fundurinn samþykkir að fela stjóm SSS að álykta frekar um mál- efni fatlaðra þar sem tekið verði undir ályktun landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri í ágúst 1998 og krafa sett fram um úrbætur í þessum málaflokki nú þegar. Ný stjórn SSS Tilnefnd í stjóm Sambands sveit- arfélaga á Suðumesjum fýrir starfs- árið 1998-1999 voru þrír forsetar bæjarstjóma, þeir Skúli Þ. Skúlason í Reykjanesbæ, Hallgrímur Bogason í Grindavíkurbæ og Oskar Gunnars- son í Sandgerðisbæ, svo og þau Sig- urður Jónsson, sveitarstjóri Gerða- hrepps, og Þóra Bragadóttir, oddviti V atnsleysustrandarhrepps. A fyrsta fundi stjórnarinnar var Skúli Þ. Skúlason valinn formaður, Sigurður Jónsson varaformaður og Hallgrímur Bogason ritari. Skúli Þ. Skúlasaon, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. ' Að loknum aðalfundi var fundar- mönnum boðið að skoða skrifstofiir SSS og um kvöldið var 20 ára af- mælisfagnaður í boði SSS i Eldborg við Svartsengi fýrir fundarmenn og maka. Næsti aöalfundur Næsti aðalfundur SSS verður haldinn i húsakynnum Fjölbrauta- skóla Suðurnesja í Reykjanesbæ dagana 15. og 16. október nk. VERKFRÆÐISTOFA Bæjarhrauni 20 • 220 Hafnarfjörður sími: 565 1340 • símbréf: 565 1341

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.