Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 18
FRÆÐSLUMÁL Gæðastarf í Grunnskólanum í Sandgerði Guðjón Þ. Kristjánsson skólastjóri Aódragandi og upphaf I greinargerð nefndar Sandgerðis- bæjar um flutning grunnskólans til sveitarfélagsins koma fram nýjar til- lögur að skipan skóla- og fræðslu- mála í Sandgerðisbæ. Þar er geit ráð fyrir að málefni leikskóla, grunn- skóla, tónlistarskóla og bæjarbóka- safns verði sett undir eina nefnd, „skóla- og fræðslunefnd". Einnig er gert ráð fyrir „fræðsluráði" sem verði bæjarstjórn til ráðgjafar um stefnumörkun í skóla- og fræðslu- málum. I fræðsluráði sitja forseti bæjarstjórnar, formaður skóla- og fræðslunefndar og bæjarstjóri. Hinn 16. janúar 1997 kom fræðsluráð saman til að vera skóla- stjóra og skóla- og fræðslunefnd innan handar við endurskoðun og uppbyggingu skólastarfsins. Ráðið fúndaði stíft í byrjun ársins og leit- aði til fjölmargra aðila um álit á því hvemig betur mætti vinna. Fræðslu- ráð skilaði viðamikilli skýrslu um endurskoðun og uppbyggingu skóla- og fræðslumála á fúndi undir yfirskriftinni „Horft til framtíðar". Þar kynnti Höskuldur Frímannsson rekstrarfræðingur einnig hugmyndir um gæðastjómun í gmnnskóla. Hinn 7. maí 1997 var samþykkt í bæjarstjórn að helja uppbyggingu gæðakerfis við Grunnskólann í Sandgerði. Gerður var samningur við Höskuld Frímannsson um ráð- gjöf við uppbyggingu kerfisins. Ákveðið var að fara hægt af stað. Veturinn 1997 til 1998 var áhersla lögð á að fræða starfsfólk um hug- myndafræði gæðastjórnunar og kynna ISO 9000 staðlana og gæða- kerfi. Jafnframt var hafið tilrauna- verkefni við ritun verklýsinga og verklagsreglna fyrir ýmis viðfangs- efni skólastarfsins. Námskeið og vinnufúndir vom haldnir með öllum starfsmönnum að vori. Þar lærðu starfsmenn svonefnda sjö þrepa að- ferð sem byggist á greiningu verk- efnis, gerð flæðirits og mótun lausn- ar. Gæðaráð var kosið, en þar sitja stjómendur skólans, þrír kennarar, fulltrúi annarra starfsmanna og gæðastjóri. í árslok voru komin fyrstu drög að eftirfarandi verkefn- um: - Hlutverk skólans, stefna og markmið. - Mikilvægir kerfishlutar fundnir. - Flæðirit fyrir mikilvægustu kerf- ishlutana. - Eftirlitsstaðir fúndnir. - Uppbygging handbókar. Um vorið 1998 var ritun fyrstu verklýsinga og verklagsreglna lokið og vinna við hrinu tvö hófst. Um sumarið unnu skólastjórnendur, gæðastjóri og formaður gæðaráðs að frágangi á þeim verklýsingum sem vom tilbúnar til samþykktar. Fjórir kennarar unnu að samningu námsskrár fyrir íslensku og stærð- fræði. Námsskrár em undirstöðugögn til að hönnun grunnþátta gæðakerfisins geti verið í samræmi við væntingar. Jafnframt unnu þessir aðilar að frá- gangi á „Handbók heimilanna" sem send var út um haustið. Haustið 1998 gerði bæjarstjórn 1 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.