Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Side 18

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Side 18
FRÆÐSLUMÁL Gæðastarf í Grunnskólanum í Sandgerði Guðjón Þ. Kristjánsson skólastjóri Aódragandi og upphaf I greinargerð nefndar Sandgerðis- bæjar um flutning grunnskólans til sveitarfélagsins koma fram nýjar til- lögur að skipan skóla- og fræðslu- mála í Sandgerðisbæ. Þar er geit ráð fyrir að málefni leikskóla, grunn- skóla, tónlistarskóla og bæjarbóka- safns verði sett undir eina nefnd, „skóla- og fræðslunefnd". Einnig er gert ráð fyrir „fræðsluráði" sem verði bæjarstjórn til ráðgjafar um stefnumörkun í skóla- og fræðslu- málum. I fræðsluráði sitja forseti bæjarstjórnar, formaður skóla- og fræðslunefndar og bæjarstjóri. Hinn 16. janúar 1997 kom fræðsluráð saman til að vera skóla- stjóra og skóla- og fræðslunefnd innan handar við endurskoðun og uppbyggingu skólastarfsins. Ráðið fúndaði stíft í byrjun ársins og leit- aði til fjölmargra aðila um álit á því hvemig betur mætti vinna. Fræðslu- ráð skilaði viðamikilli skýrslu um endurskoðun og uppbyggingu skóla- og fræðslumála á fúndi undir yfirskriftinni „Horft til framtíðar". Þar kynnti Höskuldur Frímannsson rekstrarfræðingur einnig hugmyndir um gæðastjómun í gmnnskóla. Hinn 7. maí 1997 var samþykkt í bæjarstjórn að helja uppbyggingu gæðakerfis við Grunnskólann í Sandgerði. Gerður var samningur við Höskuld Frímannsson um ráð- gjöf við uppbyggingu kerfisins. Ákveðið var að fara hægt af stað. Veturinn 1997 til 1998 var áhersla lögð á að fræða starfsfólk um hug- myndafræði gæðastjórnunar og kynna ISO 9000 staðlana og gæða- kerfi. Jafnframt var hafið tilrauna- verkefni við ritun verklýsinga og verklagsreglna fyrir ýmis viðfangs- efni skólastarfsins. Námskeið og vinnufúndir vom haldnir með öllum starfsmönnum að vori. Þar lærðu starfsmenn svonefnda sjö þrepa að- ferð sem byggist á greiningu verk- efnis, gerð flæðirits og mótun lausn- ar. Gæðaráð var kosið, en þar sitja stjómendur skólans, þrír kennarar, fulltrúi annarra starfsmanna og gæðastjóri. í árslok voru komin fyrstu drög að eftirfarandi verkefn- um: - Hlutverk skólans, stefna og markmið. - Mikilvægir kerfishlutar fundnir. - Flæðirit fyrir mikilvægustu kerf- ishlutana. - Eftirlitsstaðir fúndnir. - Uppbygging handbókar. Um vorið 1998 var ritun fyrstu verklýsinga og verklagsreglna lokið og vinna við hrinu tvö hófst. Um sumarið unnu skólastjórnendur, gæðastjóri og formaður gæðaráðs að frágangi á þeim verklýsingum sem vom tilbúnar til samþykktar. Fjórir kennarar unnu að samningu námsskrár fyrir íslensku og stærð- fræði. Námsskrár em undirstöðugögn til að hönnun grunnþátta gæðakerfisins geti verið í samræmi við væntingar. Jafnframt unnu þessir aðilar að frá- gangi á „Handbók heimilanna" sem send var út um haustið. Haustið 1998 gerði bæjarstjórn 1 44

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.