Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 11
FRÆÐS LUMÁL Símenntun hjá Reykjavíkurborg Bylgja Björnsdóttir, fv. frœðslustjóri Félagsþjónustunnar, ogjóhanna K Gustavs- dóttir, julltrúi starfsþróunar ogfrœðslu í Ráðhúsinu, þróunar- ogjjölskyldusviði Símenntun er orðin jafn mikilvæg og það að kunna að lesa og skrifa hér áður íyrr. Það er af sem áður var þegar fólk útskrifaðist úr skóla með þekkingu og hæfni sem átti að tryggja viðunandi afkomu ævilangt. Langt ífam á þessa öld var ekki gert ráð fyrir að störf og þjóðfélag breyttust svo hratt sem nú er raunin vegna aukinnar þekkingar og tækni- framfara. Nú er öldin önnur og starfsmenn þurfa sífellt að endur- nýja þekkingu sína. Með þessari endumýjun viðhalda þeir fæmi sinni í starfi og em reiðubúnir að takast á við breytingar. Símenntun varir allt lífið, þ.e. einstaklingar ljúka ekki lengur námi í eitt skipti fyrir öll heldur má gera ráð fyrir því að menntun sé ævilangt ferli. Starfsmannastefna Reykja víkurborgar I lok níunda áratugarins og í byrj- un þess tíunda fóm stjómendur í ís- lensku atvinnulífi að gera sér betur grein fyrir mikilvægi símenntunar starfsmanna fyrirtækja sinna. Farið var að ráða starfsmenn til að sinna þessum málum eingöngu. Reykja- víkurborg tók þátt þessari þróun. Fyrstu starfsmennirnir þar voru ráðnir í fúllt starf í símenntunarmál- um í byrjun tíunda áratugarins. Áður höfðu starfsmannastjórar og aðrir stjórnendur séð um fræðslu- málin með öðmm tímaffekum verk- efnum og fræðsla starfsmanna var því ekki markviss. Borgin hefúr þvi á undanförnum árum lagt aukna áherslu á símenntun starfsmanna sinna. Stjómendur em æ meðvitaðri um að mannauðurinn sem felst í starfsmönnunum ávaxtast ekki í starfi nema honum sé sinnt. Með út- gáfú Starfsmannastefnu Reykjavík- urborgar i lok árs 1997 var þetta síðan skjalfest með grein um gerð áætlana í starfsmannamálum og ffæðslu og starfsþróun. í starfsmannastefnu Reykjavíkur- borgar, 21. grein, segir að: starfsmannastefna REYKlAVfKURBORGAR V „í upphafi hvers árs ber stofnun- um og fyrirtækjum borgarinnar að gera starfsáætlun um framkvæmd starfsmannastefnu. Þar komi fram hvemig þau hyggjast vinna á gmnd- velli starfsmannastefnunnar og hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar í þeim tilgangi. í lok árs skal meta hvemig til hefúr tekist.“ í tíundu grein í starfsmannastefn- unni kveður á um að „Reykjavíkur- borg stefnir að því að starfsmenn eigi kost á símenntun innan sem utan stofnunarinnar til að auka þekkingu sína og faglega hæfni sem nýtist í starfi. Það er jafnt á ábyrgð starfsmanns sem yfirmanns að við- halda og bæta fagþekkingu og aðra sérþekkingu sem nauðsynleg er starfsins vegna“. Níunda grein í starfsmannastefn- unni fjallar um starfsþróun og þar segir að „Reykjavíkurborg hyggst fylgja eftir starfsþróun starfsmanna að þvi marki sem hún getur orðið bæði starfsmanninum og Reykjavíkurborg til gagns. Starfs- þróun er ekki einhliða aðgerð starfs- manns eða stjórnanda. Hún er á ábyrgð beggja og er hluti af þátttöku starfsmanns í starfsmannasamtölum, símenntun, tilflutningi í starfi og samvinnu. Starfsþróun og starfsör- yggi tengjast með beinum hætti. Starfsþróun á sér stað þegar starfs- maður tekst á við starf, sem gerir auknar kröfúr til hans hvort sem það er ofar eða til hliðar við hann í skipuritinu“. Starfsmannastefna Reykjavíkur- borgar felur því í sér virka stefúu í símenntun og starfsþróun starfs- manna. Þátttaka starfsmanna og stjórnenda er forsenda öflugrar ffæðslu og starfsþróunar innan fýrir- tækja og stofnana. Hvernig förum viö að hjá Reykjavíkurborg? Verkefnisstjóri í starfsþróun og fræðslu er starfandi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fræðslustjórar starfa 265
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.