Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 40

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 40
UMHVERFISMAL Umhverfisstefna Reykjavíkur - á leið til sjálfbærrar þróunar á nýrri öld verkefnisstjóri Umhverfisstejhu Dr. Hjalti J. Guðmundsson, Reykjavíkur Inngangur Borgarlífi nútímans fylgja vax- andi vandamál sem hafa þróast í réttu hlutfalli við hnattræna þéttbýl- ismyndun. Talið er að um árið 2000 muni 3,3 milljarðar manna búa í borgum, eða helmingur af þeim 6,59 milljörðum manna sem jarðar- kringlan hýsir. Þéttbýlismyndun á Islandi hefur farið fram með svip- uðu sniði. Nú þegar öldin er senn á enda búa um 40% af heildarmann- fjöldanum í Reykjavík og um 60% á höfúðborgarsvæðinu. Þessi þróun er ekki í rénun og blasir við að i upp- hafi nýrrar aldar verði Island, líkt og aðrar þjóðir, að upplifa fyrstu „borgaröldina“ í sögunni. Ahrif borganna eru því sífellt að aukast á kostnað hinna dreifðu byggða. Þetta þýðir að auka þarf framleiðslu í dreifbýli til þess að uppfylla þarfir vaxandi borga. Þéttbýlismyndun getur því skapað umhverfisógn, bæði hvað varðar auðlindanotkun og félagslegan ójöfnuð. Til þess að sporna við neikvæðum áhrifum borgarmyndunar er nauðsynlegt að skapa skynsamlega hugmyndafræði eða stefnu í umhverfismálum. Um- hverfisstefnan verður að innihalda réttláta nýtingu og skiptingu nátt- úru- og samfélagslegra auðlinda þannig að hún tryggi komandi kyn- slóðum sömu möguleika og núver- andi kynslóð. Jafnframt er mikil- vægt að nútíma umhverfisstefna byggi á grundvallarlögmálum um- hverfisréttar, þátttöku almennings og að hún uppfylli alþjóðasam- þykktir. I þessum greinarstúf verður gerð grein fyrir vinnu við gerð svokall- aðrar Staðardagskrár 21 fyrir Reykjavík. Staðardagskrá er þýðing á erlenda hugtakinu „Local Agenda". Hugmyndafræðin byggir á gerð umhverfisstefnu og umhverf- isframkvæmdaáætlun fyrir sveitar- félög eða borgir byggða á sjálfbærri þróun. Slík stefnumótun er því nauðsynleg í heimi vaxandi þéttbýl- ismyndunar til þess að sporna við neikvæðum áhrifum hennar á um- hverfí og samfélag. I greininni verð- ur lýst bakgrunni nýrrar hugmynda- fræði í umhverfismálum heims- byggðarinnar og hvemig þessi hug- myndafræði hefur verið leiðarljós við gerð Staðardagskrár fyrir Reykjavík. Greint verður frá helstu niðurstöðum könnunar um viðhorf Reykvíkinga til umhverfísmála en eins og áður sagði er þátttaka og viðhorf borgaranna eitt af grund- vallaratriðum í gerð nútíma um- hverfisstefnu. Að lokum verður rætt stuttlega um áframhaldandi vinnu við gerð Staðardagskrár 21 fyrir Reykjavík. Ný hugmyndafræói í upphafi áttunda áratugarins gerðu menn sér grein fyrir að með áframhaldandi neysluvenjum íbúa jarðarinnar kæmi að þeim tímamót- um að auðlindir myndu þverra en það þýddi hnattrænt efnahagshrun. Olíukreppa var staðreynd á þessum tíma og ljóst var að nýting á nátt- úruauðlindum var ekki í samræmi við endurnýjunarhraða. Jafnframt var farið að gæta matarskorts hjá þróunarríkjum og veruleg misskipt- ing var orðin á dreifingu auðs. Árið 1972 var haldin fyrsta stóra alþjóða- ráðstefnan um umhverfismál og var hún kennd við Stokkhólm. Niður- staða þeirrar ráðstefnu var birt í bók sem heitir „Endimörk vaxtarins" og bar nafn með rentu. Þar var fjallað um þau vandamál sem við blöstu og m.a. ályktað að með þáverandi olíu- notkun yrði skortur á jarðefnaelds- neyti innan fárra áratuga. Þessi bók hlaut nokkum hljómgrunn og varð þess valdandi að stjómvöld fóm að gefa umhverfismálum meiri gaum en áður. Það var síðan árið 1987 að út kom á vegum Sameinuðu þjóð- anna stór skýrsla sem ber nafnið „Okkar sameiginlega framtíð", oft nefhd Bmndtlandsskýrslan. Hún var borin undir allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna af stórri alþjóðanefnd um umhverfi og þróun undir forystu Gro Harlem Bmndtland. I henni er bent á þau gífúrlegu vandamál sem margar þjóðir heimsins eiga við að glíma í umhverfismálum en jafn- framt er lögð áhersla á samvinnu þjóða í baráttunni við vaxandi um- hverfisvanda. Hér er í fyrsta sinn skilgreint hugtakið „sjálfbær þróun“ og er átt við þá þróun sem auðgar lífsgæði fólks án þess að eyða höf- uðstól náttúruauðlindanna. Síðan þessi skýrsla kom út hefur orðið mikil vakning meðal þjóðanna um mikilvægi umhverfismála og aukinn skilningur á því að við sem byggj- um jörðina i dag verðum að geta skilað henni af okkur til næstu kyn- slóðar í sama ástandi og við tókum við henni. Árið 1992 var haldin ráðstefna í Rio de Janeiro í Brasilíu þar sem 294
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.