Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 56

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 56
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM fyrir fulltrúaráðsfund Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir u.þ.b. ári var þessi skerðing áætluð um 15 milljarð- ar króna á tímabilinu 1980 til 1997. í stað þess að skerða tekjur sveitarfélaga og hlutast til um verkefni þeirra væri eðlilegra að auka sjálfstæði sveitarfélaga til tekjuöflunar og ráðstöfunar tekna sinna. Slíkar aðgerðir væru til þess fallnar að auka á stöðugleika í rekstri þeirra og í efna- hagslífmu í heild. Umfang Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er áætlað um 6 milljarðar króna á þessu ári og eru framlög úr sjóðnum orðin verulegur hluti af tekjum nokkurra sveitarfélaga. Slíkar aðstæður kalla á endurskoðun. Nokkrir þættir í rekstri sveitarfélaga í þéttbýli eru hlutfallslega hærri en í dreifbýli, sem reglur sjóðsins gera ekki ráð fyrir. Auk þess standa sveitarfélög, t.d. á höfuðborgarsvæðinu, undir þjónustu sem ekki er niðurgreidd né nýtur stuðn- ings úr sjóðnum. a. Sveitarfélög á höfúðborgarsvæðinu greiða 71% af útgjöldum allra sveitarfélaga til félagsþjónustu í landinu, en íbúahlutfall þeirra er um 60%. Nettóframlög sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu til félagsþjónustu námu alls rúmlega 5,3 milljörðum króna á árinu 1997, en út- gjöld til þessa málaflokks voru um 7,5 milljarðar króna á landinu í heild á því ári. b. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu greiða a.m.k. um 200 millj. kr. á ári i skatta til ríkisins vegna almenn- ingssamgangna. Samtals eru rekstrarframlög þeirra til þessara verkefna áætluð um 800 millj. kr. á ári. Rekstr- arframlög til Strætisvagna Reykjavíkur (SVR) námu um 450 millj. kr. á síðasta ári, um 190 millj. kr. til Almenn- ingsvagna bs. (AV) og um 38 millj. kr. til aksturs fatl- aðra grunnskólanema og skjólstæðinga Styrktarfélags vangefmna. Ekki eru með talin framlög til almennrar ferðaþjónustu fatlaðra utan Reykjavíkur. c. Gatna- og holræsaframkvæmdir eru fyrir utan kerfí Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, auk hálkueyðingar (ekki snjómokstur), en kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu i þessum málaflokki var t.d. um 1,8 milljarðar króna, eða um 74% af kostnaði allra sveitarfé- laga árið 1994. d. A árinu 1997 lögðu sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu til um 904 millj. kr. nettó til nýbyggingar og viðhalds gatna, eða um 81% af útgjöldum allra sveitar- félaga til þessa málaflokks. 3. Viðræður við ríkisvaldið vegna búferlaflutninga Aðalfundur SSH, haldinn í Reykjavík 9. október 1999, samþykkir að nýkjörin stjóm samtakanna taki upp beinar viðræður við ríkisvaldið um þann mikla kostnað sem sveitarfélögin á höfúðborgarsvæðinu standa frammi fyrir, verði búferlaflutningar fólks af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins svipaðir og verið hefúr. Ný stjórn Eins og áður sagði var Ema Nielsen, Seltjamamesi, kosin formaður SSH, en aðrir í stjóm vom kosnir: borgarfulltrúarnir Guð- laugur Þór Þórðarson og Helgi Pétursson í Reykjavík, bæjarfulltrú- amir Halla Halldórsdóttir og Kristín Jónsdóttir í Kópavogi, Gissur Guð- mundsson og Valgerður Halldórsdóttir í Hafnar- firði, Ingibjörg Hauks- dóttir í Garðabæ og Helga Thoroddsen í Mosfellsbæ og Guð- mundur H. Davíðsson, oddviti Kjósarhrepps, og Jón G. Gunnlaugsson, hreppsnefndarmaður i Bessa- staðahreppi Stjómin er kjörin til eins árs í senn. f \ HÚSAFRDDUNARSJ ÓÐUR Húsafriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir umsókn- um til Húsafriðunarsjóðs, sbr. ákvæði í þjóðminja- lögum. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: - undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar og tæknilegrar ráðgjafar og til framkvæmda vegna viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og hús- um sem hafa menningarsögulegt og listrænt gildi - byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeir- ra. Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að leita eftir áliti Húsafriðunarnefndar ríkisins og sækja um styrk áður en framkvæmdir hefjast. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. febrúar 2000 til Húsafriöunarnefndar ríkisins, Lyngási 7, 210 Garðabæ, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin verða póstlögð til þeirra sem þess óska. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 530 2260 milli kl. 10.30 og 12.00 virka daga. Húsafriðunarnefnd ríkisins V__________________J Erna Nielsen, forseti bæjar- stjórnar á Seltjarnarnesi, for- maður SSH. 3 1 O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.