Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1999, Blaðsíða 16
FRÆÐSLUMÁL eru afrakstur af markvissu innra og ytra starfi. • Stuðla skal að góðu og árang- ursríku samstarfi heimila og skóla. • Stuðla að umbótum og þróun- arstarfí í skólum. • Koma á samræmdu matskerfi fyrir skóla sem kanni viðhorf starfsfólks, nemenda og for- eldra til skólastarfsins og um- bótaþarfar skóla. Skólastefna Reykjanesbæjar nær að öðru leyti til flestra þátta sem tryggja eiga góð skilyrði til uppeldis og menntunar. Má þar nefha starfs- mannahald, húsnæðismál og um- hverfi skólanna, væntanlegan heils- dagsskóla, skólagerðir og skóla- svæði i bæjarfélaginu, samvinnu skólastiga, frammistöðu í náms- greinum, samskipti heimila og skóla, öryggi og velferð nemenda, umbótastarf og mat á skólastarfmu. En meginatriðið er að Skólastefha okkar er leiðarljósið; hún er grund- völlurinn sem framtíð skóla okkar byggir á á næstu árum til viðbótar Iögum og reglum urn skólahald. Staöan nú/umhverfi skól- anna Skólaskrifstofan: Henni stýrir Ei- ríkur Hermannsson skólamálastjóri. Grunnskólarnir, hafa verið þrír en verða fjórir frá og með skólaárinu 1999-2000. Leikskólarnir eru nú sex en verða að öllu óbreyttu sjö frá og með haustinu 2000. Tónlistarskólarnir eru tveir, Tón- listarskóli Keflavíkur og Tónlistar- skóli Njarðvíkur. Samþykkt hefur verið að sameina skólana í Tón- listarskóla Reykjanesbæjar og tekur sú ákvörðun í raun og veru gildi frá og með haustinu 1999. Bæjarstjóm Reykjanesbæjar hefúr tekið þá ákvörðun að ljúka einsetn- ingu fyrir haustið 2000. Það þýðir í raun að fýrir utan að ljúka byggingu á nýjum skóla, Heiðarskóla, sem er einn með öllu og kostar um 750 milljónir króna, þarf að byggja 1.270 m; við Myllubakkaskóla, um 900 nf við Njarðvíkurskóla og gera talsverðar breytingar í Holtaskóla sem verið hefur unglingaskóli en tekur nú líka á móti yngri nemend- um. Þar fyrir utan er sett markmiðið að gera skólana sem sambærilegasta og liggur talsverður kostnaður i því. Heildarkostnaður okkar við þessa framkvæmdir kemur til með að nerna nálægt 1,5 milljörðum króna Skólastefnan gerir ráð fýrir að all- ir skólarnir verði langskiptir, þ.e. fyrir nemendur frá 1. bekk til 10. bekkjar, og tveggja hliðstæðna sem þýðir á mannamáli að tvær bekkjar- deildir verða i hverjum árgangi. Sameining tónlistarskólanna er að verða að veruleika og var í raun eitt af þessum verkefnum sem dregist hafa en er eðlilegur fylgifiskur sam- einingar sveitarfélaganna Keflavík- ur, Njarðvíkur og Hafnahrepps í Reykjanesbæ. Við gerum ráð fyrir því að fomámið og tilteknir þættir í starfi tónlistarskóla færist inn í gmnnskóla og verði þáttur af skóla- starfi þar. Undirbúningur heilsdagsskólans er síðan það framtíðarverkefni sem við óhjákvæmilega erum að skil- greina rækilega. Við aðstæður þar sem síaukinnar ábyrgðar í uppeldi og fræðslu er krafist af gmnnskól- um er eðlilegt að bömin fái lokið sínum starfsdegi í skólanum svo fjölskyldan fái svigrúm til samvem að starfsdegi loknum. Heilsdags- skóli hefst að morgni með hefð- bundnu skólastarfi og tengir starf sitt með skipulögðum hætti við önn- ur störf bamanna, s.s. tónlistamám, dansnám og annað listnám, íþróttir og tómstundaiðju. Skólagæsla og aðstoð við heimanám em líka hluti af heilsdagsskólanum. Gera þarf yngri bömum sérstaklega kleift að stunda þessa þætti innan skólans þar sem því verður við komið. Þannig að í dagslok hafi þau að mestu lokið sínum starfsdegi eins og pabbi og mamma sem í flestum tilfellum vinna bæði úti. Það er siðan sjálf- gefið að með aukinni viðvem bama er nauðsynlegt að boðið sé upp á hollan mat í mötuneytum skólanna. Þetta er í grófum dráttum sú mynd sem við sjáum framundan og alveg kristaltært að til þess að hafa efni á að reka skóla framtíðarinnar svo vel sé þarf að ríkja fúllur trún- aður milli allra þeirra sem að málinu koma, hvort sem það eru sveitar- stjórnarmenn, starfsfólk skólanna, nemendur eða foreldrar. Það þarf líka að ríkja skilningur sem grund- vallast á upplýsingum milli aðila. Sá skilningur er best tryggður með þátttökustjórnun eða markmiða- stjómun, öðm nafni samningsstjóm- un. Því verða allir þeir er málið varðar að taka þátt í verkefninu hvort sem um er að ræða starfsfólk skólanna, sveitarstjómarmenn, for- eldra eða nemendur. Kostnaöur viö málaflokk- inn í ár fara 48% af skatttekjum Reykjanesbæjar í skólamál, þ.e. í gmnnskóla, leikskóla og tónlistar- skóla. Um 38% í gmnnskólana og tónlistarskóla og tæp 10% í leik- skólana. Samningsstjórnun á að verða það tæki sem tilgreini fjár- hagslegar heimildir. Með samningn- um verður vonandi hægt að hag- ræða í skólanum og leitast verður við að nota samningsstjómun sem tæki til spamaðar líka. Það verður þó að vera innbyggt að skili skólar góðum rekstri megi þeir flytja milli ára ávinning umfram umsaminn spamað. „Módelió“ Samningsstjórnun er tvíþættur samningur, annars vegar um fjár- hagslegar heimildir og hins vegar innri samningur sem skilgreinir þá þjónustu sem viðkomandi stofnun skal veita. I samningnum þarf að 270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.