Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2012 leit og vinnsla þróast. Ekki er á vísan að róa því ekki er búið að semja um olíuleitina, fyrirtækin hafa rúman tíma til að hefjast handa og geta síð- an pakkað saman ef leit ber ekki ár- angur. Þetta þarf að hafa í huga þeg- ar ákvarðanir um fjárfestingar upp á hundruð milljóna eru teknar. Áætlað er að um 100 manns til- heyri hverri boreiningu, hvort held- ur er á skipi eða borpalli. Líklegt er talið að þeir komi flestir að utan. Þjónustuskip, allt að 100 metra langt, er í stöðugum flutningum fyrir hverja boreiningu og annað minna er ávallt statt í nágrenni borpallsins. Í skýrslu Eflu verkfræðistofu og Al- mennu verkfræðistofunnar kemur fram að talið er líklegt að sú höfn sem næst er, í þessu tilviki Þórshöfn eða Vopnafjörður, verði nýtt sem þjónustuhöfn á leitarstigi. Þar er vís- að til öryggis- og hagkvæmnisjón- armiða. Lágmarksþjónustuaðstaða í landi á rannsóknarborunarstigi krefst þriggja hektara þjónustusvæðis við um 100 metra langan viðlegukant. Talið er unnt að byggja upp slík hafnar- og atvinnusvæði á Þórshöfn og Vopnafirði en vegna þess að meiri aðstaða er þegar fyrir hendi á Vopnafirði er staðurinn talinn væn- legri kostur fyrir þjónustusvæði við rannsóknarboranir. Áhafnaskipti fara fram með vel út- búnum þyrlum. Hver þyrlusveit er með að minnsta kosti þrjár þyrlur, þar sem ein er í notkun, önnur til taks og sú þriðja í viðhaldi. Í skýrsl- unni eru leiddar líkur að því að heppilegast sé að miðstöð þyrlu- flugsins verði komið fyrir á Egils- stöðum. Þar þarf þó að reisa mikið flugskýli og aðra aðstöðu. Stórskipahöfn í Gunnólfsvík? Talið er að rannsóknarboranir geti hafist tveimur árum eftir útboð og tekið allt að 10 ár. Finnist olía og gas í vinnanlegu magni getur vinnslan tekið 20-40 ár. Ljóst er að mun stærri höfn og athafnasvæði þarf ef olía og gas fer að berast frá Dreka- svæðinu. Þar gætu skapast ýmsir úr- vinnslumöguleikar, allt upp í olíu- hreinsunarstöð. Skýrsluhöfundar mátu aðstæður í Gunnólfsvík. Niðurstöðurnar benda til að auðveldlega megi byggja þar upp stórskipahöfn og að 167 hektara iðnaðarlóð sem skipulögð hefur verið þar upp af sé góð fyrir iðnaðarstarf- semi. Heimamenn vekja athygli á að stórskipahöfn í Gunnólfsvík gæti einnig þjónað sem umskipunarhöfn fyrir hafskipin sem reiknað er með að muni sigla í auknum mæli um Norður-Íshafið þegar norðaust- urleiðin úr Kyrrahafi opnast betur. Nokkrar hafnir í sigtinu Um leið og rannsóknir hefjast á Drekasvæðinu þarf að vera hægt að þjónusta rannsóknarskipin. Grunn- aðstaða er fyrir hendi á Vopnafirði og Þórshöfn sem má bæta þegar lengra liður á rannsóknir en hún er til víðar og fleiri sveitarfélög en Langanesbyggð og Vopnafjarðar- hreppur hafa sýnt áhuga á að nýta þessi tækifæri. Þótt stjórnvöld séu með stuðningi sínum við vinnu þess- ara tveggja sveitarfélaga að beina at- hyglinni þangað og staðirnir liggi vel við munu fyrirtækin sem taka áhætt- una af leitinni ráða því hvert þjón- ustan verður sótt. Ekki er endilega víst að það verði hér á landi. Olíudreifing ehf., sem hefur í hyggju að byggja upp þjónustu- miðstöð fyrir olíuiðnaðinn í sam- vinnu við skoskt fyrirtæki, hefur gert samninga við hafnirnar á Ak- ureyri og Fjarðabyggð um aðstöðu fyrir slíka stöð og vinnur að samn- ingum við Húsavíkurhöfn. Fyr- irtækin hafa einnig áhuga á að kynna sér aðstæður á Vopnafirði. Tilgang- urinn með þessum samningum er að bjóða fram aðstöðu á mismunandi stöðum til olíuleitarfyrirtækjanna. Hörður Gunnarsson, forstjóri Ol- íudreifingar, segir að fjarlægð frá leitarsvæðinu sé mikilvægt atriði en aðstaðan í landi skipti einnig máli fyrir olíuleitarfyrirtækin. Þau geri til dæmis kröfu um forgang að hafn- araðstöðu þannig að afgreiðsla skipa taki sem stystan tíma. Hann segir að grunnaðstaðan sé fyrir hendi á þeim stöðum sem Olíudreifing er í sam- starfi við. Þjónustan verði á Íslandi Þorsteinn Steinsson segir að ýta þurfi undirbúningi af stað á ný. Hann reiknar með að rætt verði við þau fyrirtæki sem sótt hafa um rann- sóknarleyfi auk þeirra aðila sem Vopnafjarðarhreppur og Langanes- byggð hafi verið að vinna með. Setja þurfi saman pakkalausnir um þá möguleika sem unnt er að bjóða þeim fyrirtækjum sem vinna munu að rannsóknum á Drekasvæðinu. „Þetta mál snýst ekki aðeins um sveitarfélögin hér, það varðar gríð- arlega mikla atvinnu- og efnahags- hagsmuni fyrir þjóðina alla. Þess vegna þarf ríkisvaldið að koma sterkt að þessu, til að kanna hvernig við getum boðið þá þjónustu sem þarf og leiða þessa vinnu áfram þannig að þjónustan verði sem mest veitt frá Íslandi,“ segir Þorsteinn. Hann vekur athygli á því að olíuleit og vinnsla muni, ef til kemur, skapa atvinnu um allt land. Það sýni reynslan frá stórframkvæmdum sem ráðist hafi verið í hér á landi á liðnum árum. Búa sig undir þjónustu  Aftur kominn hugur í sveitarfélögin um undirbúning þjónustu við olíuleitarfyrirtæki á Vopnafirði  Olíudreifing undirbýr byggingu þjónustustöðvar í samvinnu við hafnir fyrir norðan og austan Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Tankar fluttir Margir tankar fyrir borefni og eldsneyti og stórar vöruskemmur munu rísa á þeim stað sem olíu- leitarfyrirtækin velja sem „olíuhöfuðborg“ Íslands. Vopnafjörður er einn þeirra staða sem til greina kemur. Drekasvæðið Grænland Jan Mayen Ísland Færeyjar Drekasvæðið Síldar- smugan BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Forsvarsmenn Vopnafjarðarhrepps og Langanesbyggðar huga nú að því að koma undirbúningi þjónustu- miðstöðvar á Norðausturlandi af stað, í kjölfar útboðs á rannsókn- arleyfum á Drekasvæðinu. „Þetta ár fer í að úthluta leyfum en koma þarf undirbúningi þjónustu- miðstöðvar af stað aftur,“ segir Þorsteinn Steins- son, sveitarstjóri á Vopnafirði. Á sama tíma er Ol- íudreifing ehf. að gera samninga við hafnir á Norð- ur- og Austurlandi um forgang að hafnaraðstöðu og lóðum í landi til að hægt verði að bjóða olíuleitarfyr- irtækjunum viðeigandi aðstöðu. Litið hefur verið til Drekasvæð- isins þegar hugað hefur verið að auk- inni atvinnu og umsvifum á norð- austurhorni landsins. Vonir um þetta hafa glæðst eftir að þrjú félög sóttu um leyfi til rannsókna í nýlegu út- boði Orkustofnunar. Farið verður yf- ir umsóknirnar næstu mánuði. Langt er á leitarsvæðið en einna styst frá Vopnafirði og Þórshöfn. Sveitarfélögin tvö í nafni félags síns, Drekasvæðisins ehf., og iðn- aðarráðuneytið létu vinna skýrslu um möguleika og hagkvæmni þess að á svæðinu verði reist þjónustu- miðstöð fyrir olíuleit, tengdar rann- sóknir og síðar mögulega olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Skýrslan var gerð á árinu 2008 og kynnt þegar unnið var að útboði á rannsóknarleyfum í fyrra skiptið. Þorsteinn Steinsson við- urkennir að afturkippur hafi komið í undirbúninginn þegar þau fyrirtæki sem fengu sérleyfi til olíuleitar drógu sig til baka og einnig hafi efna- hagskreppan hægt á mörgu í sam- félaginu. Vopnafjörður hentar í upphafi Mikil umsvif geta orðið í landi við olíuleit á hafinu, hvað þá ef hún leiðir til þess að farið verður að vinna olíu eða gas. Í fyrstu þarf aðeins að vera aðstaða fyrir rannsóknarskip en síð- an þarf aukna aðstöðu, eftir því sem Þorsteinn Steinsson „Það eru mikil tækifæri í þessu fyr- ir Ísland. Einnig því sem snýr að leit við Grænland og Noregshluta Drekasvæðisins,“ segir Hörður Gunnarsson, forstjóri Olíu- dreifingar, um áhrif olíuleitar á Drekasvæðinu. Olíudreifing hefur tekið upp samstarf við skoska stórfyrirtækið Asco um undirbúning að uppbygg- ingu þjónustustöðvar hér á landi fyrir olíuleit og hugsanlega olíu- vinnslu á Drekasvæðinu og önnur svæði í nágrenninu. Hörður telur til dæmis að stöðin gæti þjónað norð- austurhluta Grænlands og Nor- egshluta Drekasvæðisins. Telur hann að ekki sé aðstaða til að sinna þessari þjónustu frá Jan Mayen og of langt að sækja til Noregs. Fulltrúar Olíudreifingar og Asco hafa gert sam- starfssamninga við hafnirnar á Akureyri og Fjarðabyggð og slíkur samningur er í undirbúningi við Húsavík- urhöfn. Hörður segir áhuga á að kanna einnig að- stæður á Vopnafirði. Kveðið er á um að hafnirnar og bæjarfélögin veiti fyrirtækjunum vilyrði fyrir því að nauðsynleg hafnaraðstaða og lóð í landi verði til reiðu fyrir þau, þegar og ef fyrirtækin sem kaupa þjónustuna óska. Hörður leggur áherslu á að endanlegt val sé síðan í höndum olíuleitarfyrirtækjanna sjálfra. Mikil tækifæri fyrir Ísland OLÍUDREIFING LÍTUR EINNIG TIL ANNARRA SVÆÐA Hörður Gunnarsson Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknarsjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á korta- og landfræðisögu Íslands og íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni. Úthlutun miðast við faglegt mat á gæðum rannsóknarverkefnis, færni og reynslu umsækjanda til að stunda rannsóknir og aðstöðu hans til að sinna verkefninu. Sjóðurinn er í vörslu Rannís. Reglur og umsóknareyðublað er að finna á www.rannis.is Rannsóknarsjóður Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2012 Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins og hefur umsjón með opinberum samkeppnissjóðum s.s. Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun og gerir áhrif þeirra á þjóðarhag sýnileg. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. H N O T S K Ó G U R gr af ís k hö nn un
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.