Helgafell - 01.12.1942, Blaðsíða 63

Helgafell - 01.12.1942, Blaðsíða 63
UNDIR JÖKLI 341 er fornt og gott. En það, sem gefur sögunni gildi, er þó einkum efni henn- ar. Hún er eins konar þjóðsagnasafn, safn af almúgasögnum, sem gamla fólkið hefur frætt unglingana á í bæjum og verbúðum þessa útskaga snemma á 14. öld, og vér myndum kjósa, og vilja gefa mikiÖ fyrir, að eiga fleiri slík söfn frá þeim tíma og þótt yngri væru. Þótt margar sögurnar séu aðeins stutt- ar og efnislitlar örnefnasagnir, þá eru þó með þeim aðrar þjóðsögur, sem meiri fengur er í og nú myndu glataðar ella, og í sambandi við þessar sögur hefur varðveitzt lítils háttar af merkilegum og fágætum alþýðukveðskap, og er sumt af þessu líklega miklum mun eldra en hin ritaða saga. Sagan á öll eitthvað svo undravel við umhverfi sitt, hið hrikalega, eyði- og ein- manalega land utanvert við Jökulinn, og ber svip af því. Um leið er einhver rammíslenzkur blær yfir henni. Þótt aðalsöguhetjan, BárSur, væri fæddur norður í Hafsbotnum við Dumbshaf, er hann þó íslenzkur í húð og hár, þar sem hann þrammar í iðulausum kafaldsbylnum á gráum kufli með mikinn og sterklegan klakastaf í hendi. Því hefur og Fredrik Paasche sagt: ,,Man- nen, som diktet om Bárd Snæfellsás, diktet om Island".' IV. í BárSarsögu eru fimm vísur. Tvær þeirra skulu eigi gerðar hér að um- talsefni, önnur vísa Helgu BárSardóttur: „Braut vil ek bráðla leita“ og vísa Þóris Knarrarsonar: „Tröll er Torfárkolla“. Hvorug þeirra er að neinu leyti markverð. Hinar eru allar merkilegar, hver með sínu móti. Allar munu þær vera ortar miklu fyrr en sagan var rituð, þótt annars sé örðugt að ákveða aldur þeirra. Þær eru allar alþýSukveðskapur. Hvort þær hafa frá upphafi vega átt heima í því sambandi, sem þær eru í sögunni, verður vitanlega ekki sagt með neinni vissu. Tilefni þeirra allra gæti hafa verið allt annaÖ en sagan greinir, og verÖur lítils háttar minnzt á það síÖar. Handritum ber á milli um sumt í vísunum, og verður þar að velja þá leshætti, er líklegastir þykja. í 5. kapítula sögunnar er frá því sagt, er Helga BárSardóttir var í Græn- landi, að hún stóð úti einn dag og litaÖist um og kvað vísu: Sæl væra ek, ef sjá mættak Búrfell ok Bala, báða Lóndranga, Aðalþegnshóla ok Ondvertnes, *) Landet med de mörke skibene, bls. 309.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.