Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.11.2012, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.11. 2012 Benedikt Erlingsson leikari kom með umhugsunarverða ábend- ingu í síðasta þætti af Dans dans dans þegar hann var gestadómari í þættinum. Hann sagði það sem margir áhorfendur hugsuðu þeg- ar hann setti spurningarmerki við þankagang danspars sem setti á svið dramatískt dansleik- hús byggt á nautabanadansinum paso doble (fyrir þá sem ekki sáu þáttinn er hægt að horfa á www.ruv.is/dans og fletta upp þættinum frá 10. nóvember). Dómarar drógu ekki dans- hæfni parsins í efa og það er heldur ekki gert hér, en líklega hafa fleiri áhorfendur en Bene- dikt sett upp kynjagleraugun og klórað sér í hausnum yfir svið- settu drápi á kvendansaranum, eggjandi sporunum og kynferðis- legum skírskotunum í dansinum, ekki síst í ljósi þess að stór hluti áhorfenda þessa vinsæla þáttar er börn. Þótt engin ástæða sé til að kveða upp harða dóma yfir þessu hæfileikaríka unga danspari var það virðingarvert hjá Benedikt að velta því upp hvað býr að baki, hvernig svona dansútfærsla verð- ur til. Ef til vill hafa dansararnir hugsað sinn gang. Hinir dómar- arnir virtust þó ekki höndla það vel að Benedikt skyldi færa um- ræðuna á þetta stig og gripu til hláturs til að reyna að drepa mál- inu á dreif og halda áfram. Eftir að hafa horft á þáttinn í félagsskap tveggja leikskóla- barna sem reyndu eftir bestu getu að leika eftir allt sem fyrir augu bar sat eftir hjá undirrit- aðri spurningin: Þarf allt að vera sexí? Þarf í alvörunni sex og þarf morð í dansþátt þjóðarinnar? Þessar hugsanir fylgdu inn í morgunumferðina í Ártúnsbrekk- unni á mánudag þegar leið sex þaut fram úr, merkt í bak og fyr- ir nýju slagorði fyrirtækisins: Strætó er sexí. RABBIÐ Þarf allt að vera sexí? Eyrún Magnúsdóttir Í nepjunni og blæstrinum sem gengið hefur yfir landið upp á síðkastið getur verið gulls ígildi að leita skjóls á hlýju kaffihúsi, svo sem þessi glaðbeitti maður hafði gert í vikunni á Café Paris við Austurvöll, þegar Ómar Óskarsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, átti leið hjá. Vel lá á hinum kaffiþyrsta gesti og hafði létt lundin smitandi áhrif á þjóninn, nema það hafi verið á hinn veginn. Um hvað skyldu þeir annars hafa verið að tala? Varla veðrið, það kallar sjaldan fram slík viðbrögð á þessum árstíma, nema menn hafi þeim mun meiri áhuga á djúpum lægðum og vatnsbörðum byggingum. Ekki hafa þeir heldur verið að spjalla um pólitík, slíkur gleðigjafi er hún ekki, tíkin sú arna. Þá stendur bara eitt eftir sem þessi þjóð talar um að staðaldri, bækur. Jólabókaflóðið er skollið á af umtalsverðum þunga og yfir því er sannarlega ástæða til að gleðjast og gantast við náungann. Blindur er bóklaus maður. orri@mbl.is AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Ómar MAÐUR ER MANNS GAMAN VIÐMÓT GETUR SKIPT MIKLU MÁLI Í MANNLEGUM SAMSKIPTUM OG STIMAMJÚKIR ÞJÓNAR ERU ALLTAF LÍKLEGRI TIL AÐ NJÓTA VELVILJA OG VIRÐINGAR VIÐSKIPTAVINA SINNA EN ÞEIR SEM ERU AFUNDNIR OG ÖNUGIR. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Framhaldsprófstónleikar Stef- áns Ólafs Ólafssonar klarinettuleikara. Hvar? Salurinn, Kópavogi. Hvenær? Laugardag kl. 17. Framhaldsprófstónleikar Hvað? Valur-HK. Hvar? Vodafonehöll- in. Hvenær? Laugardag kl. 15. Nánar? Hörkuslagur í N1-deild karla. Valur er í 6. sæti deild- arinnar en HK í því 7. Handbolti Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Leiksýningin Tveggja þjónn. Hvar? Þjóðleikhúsið, Stóra svið. Hvenær? Laugardag kl. 19.30. Nánar? Leikarar: Jóhannes Haukur Jó- hannesson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Örn Árnason, Eggert Þorleifsson o.fl. Tveggja þjónn Hvað? Óperan Il Trovatore eftir Gius- eppe Verdi. Hvar? Eldborg, Hörpu. Hvenær? Laugardag kl. 20. Nánar? Í helstu hlutverkum eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Alina Dubik, Elsa Waage og Viðar Gunnarsson. Il Trovatore Hvað? Nýr Mercedes Benz A-Class frumsýndur. Hvar? Bílaumboðið Askja. Hvenær? Laugardag kl. 12-16. Mercedes Benz A-Class Hvað? Rokktónleikar. Hvar? Silfurberg, Hörpu. Hvenær? Laugardag kl. 20. Nánar? Magni, Eyþór Ingi, Páll Rósin- kranz, Pétur Guðmunds og Biggi Har- alds flytja klassísk rokklög. Rokkveisla * Forsíðumyndina tók Golli.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.